Kjærsgaard líkt við frekt barn á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. júlí 2018 06:00 Pia Kjærsgaard í pontu á Þingvöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Formaður danska þingsins, Pia Kjærsgaard, fær kaldar kveðjur í leiðara danska dagblaðsins Information í gær, vegna viðbragða sinna við mótmælum íslenskra þingmanna á fullveldishátíðinni í síðustu viku. Leiðarahöfundur, Rune Lykkeberg, aðalritstjóri blaðsins, segir Kjærsgaard vera af þeirri tegund fólks sem setur sig upp á móti elítum af þeirri ástæðu einni að þeir tilheyra ekki elítunni sjálfri og eru móðgaðir þess vegna. Á þetta hafi Kjærsgaard minnt í síðustu viku á Þingvöllum. „Það er rausnarlegt í sjálfu sér að bjóða fulltrúa gamla nýlenduveldisins til að fagna sjálfstæði gömlu nýlendunnar. Hún kom ekki sem umdeildi stjórnmálamaðurinn sem stefndi rithöfundinum sem kallaði hana landráðamann og sem samkvæmt hæstarétti má kalla kynþáttahatara. Kjærsgaard kom sem formaður þingsins,“ segir í leiðaranum. Þá er rakið að formaður Samfylkingarinnar hafi gagnrýnt að Kjærsgaard, sem einn helsti talsmaður útlendingahaturs í Evrópu, fengi aðgang að ræðustólnum á svo mikilvægum degi og að Píratar hafi sniðgengið hátíðarhöldin vegna nærveru hennar. Lykkeberg segir Kjærsgaard ekki hafa brugðist við sem handhafi valds sem hafið væri yfir aðstæðurnar. „Hún sagði ekki að auðvitað ættu þau rétt á sínum skoðunum og að það væri ekki hennar sem Dana að mæla fyrir um hvað mætti hugsa og segja á Íslandi. Hún svaraði á hinn bóginn í bræði að framganga þeirra væri ólýðræðisleg.“ Kjærsgaard hafi sagt Pírata eiga við unglingavandamál að stríða og að jafnaðarmenn á Íslandi fyndu augljóslega ekki eigin fætur. Hún hafi sagt að þetta hefði aldrei gerst í Danmörku þar sem Mette Frederiksen réði í Sósíaldemókrataflokknum. „Formaður þingsins hagaði sér eins og unglingur sem stappar í jörðina og æpir og kallar: „Sjáið þið ekki að ég er orðin fullorðin?“ Ekki sé undarlegt að gagnrýnendur á Íslandi eigi bágt með að skilja á milli Kjærsgaard sem stjórnmálamanns og formanns fyrir þjóðþingið. „Það er aftur á móti skrítið, að Pia Kjærsgaard sérstaklega hafi ekki ekki skilið að áhrifavald er ekki eitthvað sem maður fær með því að bera titil.“ Það sé eitthvað sem maður þurfi að vinna fyrir Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01 Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Formaður danska þingsins, Pia Kjærsgaard, fær kaldar kveðjur í leiðara danska dagblaðsins Information í gær, vegna viðbragða sinna við mótmælum íslenskra þingmanna á fullveldishátíðinni í síðustu viku. Leiðarahöfundur, Rune Lykkeberg, aðalritstjóri blaðsins, segir Kjærsgaard vera af þeirri tegund fólks sem setur sig upp á móti elítum af þeirri ástæðu einni að þeir tilheyra ekki elítunni sjálfri og eru móðgaðir þess vegna. Á þetta hafi Kjærsgaard minnt í síðustu viku á Þingvöllum. „Það er rausnarlegt í sjálfu sér að bjóða fulltrúa gamla nýlenduveldisins til að fagna sjálfstæði gömlu nýlendunnar. Hún kom ekki sem umdeildi stjórnmálamaðurinn sem stefndi rithöfundinum sem kallaði hana landráðamann og sem samkvæmt hæstarétti má kalla kynþáttahatara. Kjærsgaard kom sem formaður þingsins,“ segir í leiðaranum. Þá er rakið að formaður Samfylkingarinnar hafi gagnrýnt að Kjærsgaard, sem einn helsti talsmaður útlendingahaturs í Evrópu, fengi aðgang að ræðustólnum á svo mikilvægum degi og að Píratar hafi sniðgengið hátíðarhöldin vegna nærveru hennar. Lykkeberg segir Kjærsgaard ekki hafa brugðist við sem handhafi valds sem hafið væri yfir aðstæðurnar. „Hún sagði ekki að auðvitað ættu þau rétt á sínum skoðunum og að það væri ekki hennar sem Dana að mæla fyrir um hvað mætti hugsa og segja á Íslandi. Hún svaraði á hinn bóginn í bræði að framganga þeirra væri ólýðræðisleg.“ Kjærsgaard hafi sagt Pírata eiga við unglingavandamál að stríða og að jafnaðarmenn á Íslandi fyndu augljóslega ekki eigin fætur. Hún hafi sagt að þetta hefði aldrei gerst í Danmörku þar sem Mette Frederiksen réði í Sósíaldemókrataflokknum. „Formaður þingsins hagaði sér eins og unglingur sem stappar í jörðina og æpir og kallar: „Sjáið þið ekki að ég er orðin fullorðin?“ Ekki sé undarlegt að gagnrýnendur á Íslandi eigi bágt með að skilja á milli Kjærsgaard sem stjórnmálamanns og formanns fyrir þjóðþingið. „Það er aftur á móti skrítið, að Pia Kjærsgaard sérstaklega hafi ekki ekki skilið að áhrifavald er ekki eitthvað sem maður fær með því að bera titil.“ Það sé eitthvað sem maður þurfi að vinna fyrir
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01 Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01
Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52
Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00
Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16