Tugir féllu í suðurhluta Sýrlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júlí 2018 06:49 Styrjöldin í Sýrlandi virðist engan enda ætla að taka. Vísir/Getty Hið minnsta 38 féllu í suðurhluta Sýrlands í dag í því sem virðist hafa verið röð sjálfsmorðssprengjuárása. Árásirnar voru framkvæmdar í grennd við borgina Sweida, sem er á valdi stjórnarhersins. Talið er að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki standi að baki árásunum. Þau hafa þó ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna árasanna, eins og þau gera alla jafna, og því liggur ekki enn fyrir hver ber ábyrgð á ódæðinu. Að sögn Sýrlensku mannréttindavaktarinnar slösuðust hið minnsta 30 til viðbótar í árásunum, sem virðast hafa beinst gegn stjórnarher Bashar al-Assads Sýrlandsforseta. Sýrlenskir miðlar segja að stjórnarhermenn hafi náð að fella tvo hryðjuverkamenn áður en þeim tókst að sprengja sig í loft upp. Þá hefur verið greint frá þremur árásum uppreisnarmanna á þorp í grennd við Sweida. Engar tölur um mannfall í þeim árásum liggja fyrir. Undanfarna daga og vikur hafa Assad-liðar staðið í hörðum bardögum við hópa víga- og uppreisnarmanna í suðurhluta landsins. Stjórnarherinn er nú kominn að landamærum Ísrael og er það í fyrsta sinn frá því að uppreisnin gegn Assad hófst árið 2011, sem stjórnarherinn stjórnar landamærunum. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Ungur sonur leiðtoga ISIS féll fyrir hendi Rússa Ungur sonur leiðtoga hryðjuverkasamtakanna, sem kenna sig við íslamskt ríki, er látinn. 4. júlí 2018 12:00 Ísraleski herinn bjargaði 800 manns frá Sýrlandi Um var að ræða meðlimi Hvítu hjálmanna og fjölskyldur þeirra. 22. júlí 2018 08:23 Ísraelar skutu niður sýrlenska þotu Í tilkynningu frá hernum segir að miklir bardagar eigi sér stað Sýrlandsmegin við landamæri ríkjanna og að þotunni hafi verið flogið tæpa tvo kílómetra inn í lofthelgi Ísrael. 24. júlí 2018 12:17 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Hið minnsta 38 féllu í suðurhluta Sýrlands í dag í því sem virðist hafa verið röð sjálfsmorðssprengjuárása. Árásirnar voru framkvæmdar í grennd við borgina Sweida, sem er á valdi stjórnarhersins. Talið er að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki standi að baki árásunum. Þau hafa þó ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna árasanna, eins og þau gera alla jafna, og því liggur ekki enn fyrir hver ber ábyrgð á ódæðinu. Að sögn Sýrlensku mannréttindavaktarinnar slösuðust hið minnsta 30 til viðbótar í árásunum, sem virðast hafa beinst gegn stjórnarher Bashar al-Assads Sýrlandsforseta. Sýrlenskir miðlar segja að stjórnarhermenn hafi náð að fella tvo hryðjuverkamenn áður en þeim tókst að sprengja sig í loft upp. Þá hefur verið greint frá þremur árásum uppreisnarmanna á þorp í grennd við Sweida. Engar tölur um mannfall í þeim árásum liggja fyrir. Undanfarna daga og vikur hafa Assad-liðar staðið í hörðum bardögum við hópa víga- og uppreisnarmanna í suðurhluta landsins. Stjórnarherinn er nú kominn að landamærum Ísrael og er það í fyrsta sinn frá því að uppreisnin gegn Assad hófst árið 2011, sem stjórnarherinn stjórnar landamærunum.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Ungur sonur leiðtoga ISIS féll fyrir hendi Rússa Ungur sonur leiðtoga hryðjuverkasamtakanna, sem kenna sig við íslamskt ríki, er látinn. 4. júlí 2018 12:00 Ísraleski herinn bjargaði 800 manns frá Sýrlandi Um var að ræða meðlimi Hvítu hjálmanna og fjölskyldur þeirra. 22. júlí 2018 08:23 Ísraelar skutu niður sýrlenska þotu Í tilkynningu frá hernum segir að miklir bardagar eigi sér stað Sýrlandsmegin við landamæri ríkjanna og að þotunni hafi verið flogið tæpa tvo kílómetra inn í lofthelgi Ísrael. 24. júlí 2018 12:17 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Ungur sonur leiðtoga ISIS féll fyrir hendi Rússa Ungur sonur leiðtoga hryðjuverkasamtakanna, sem kenna sig við íslamskt ríki, er látinn. 4. júlí 2018 12:00
Ísraleski herinn bjargaði 800 manns frá Sýrlandi Um var að ræða meðlimi Hvítu hjálmanna og fjölskyldur þeirra. 22. júlí 2018 08:23
Ísraelar skutu niður sýrlenska þotu Í tilkynningu frá hernum segir að miklir bardagar eigi sér stað Sýrlandsmegin við landamæri ríkjanna og að þotunni hafi verið flogið tæpa tvo kílómetra inn í lofthelgi Ísrael. 24. júlí 2018 12:17