Korktappar María Bjarnadóttir skrifar 27. júlí 2018 07:00 Í nýlegri bók, Fólkið gegn tækninni, fjallar blaðamaðurinn Jamie Bartlett um áhrif internetsins á lýðræðið. Hann telur ástæðu til að grípa til aðgerða áður en lýðræðið eins og við þekkjum það liðast í sundur. Hann segir sótt að réttindum einstaklinga með hinni hröðu tækniþróun, en ekki síður að stofnunum sem mynda stoðir lýðræðislegra samfélaga. Hann tekur sem dæmi stöðu fjölmiðla sem standi frammi fyrir fjármögnunarvanda sem takmarki getu þeirra til að standa undir hlutverki sínu sem fjórða valdið. Hugsanlega eru þetta engar fréttir. Varla fyrir fjölmiðla. Fjölmiðlar stýra ekki lengur aðgengi að upplýsingum og fréttum. Með netinu hafa einstaklingar aðgang að áður óþekktu umfangi af upplýsingum, þó að það sé óhætt að halda því fram að magn og gæði fari þar ekki alltaf saman. Í krafti tækninnar geta fréttir, upplýsingar og skoðanir á örskotsstundu orðið aðgengilegar öllum, alltaf, alls staðar. Um leið og þessi veruleiki hefur verið valdeflandi og upplýsandi fyrir einstaklinga og hópa, hafa falsfréttir, rangfærslur og lygar fengið vængi og valdið tortryggni, ýtt undir samsæriskenningar og grafið undan trausti í samfélögum manna. Það má vel vera að sumar þeirra séu ekki traustsins verðar hvort eð er. Það er þó óþægilegt að velta þessu fyrir sér í samhengi við rúmlega hálfrar aldar gamlan boðskap stjórnmálaheimspekingsins Hönnuh Arendt. Hún sagði að ef borgarar fljóti um eins og korktappar í ólgusjó, óvissir um hverju megi treysta eða trúa, verði þeir ginnkeyptir fyrir boðskap lýðskrumara. Ætli internetið sé ólgusjór? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Tækni Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri bók, Fólkið gegn tækninni, fjallar blaðamaðurinn Jamie Bartlett um áhrif internetsins á lýðræðið. Hann telur ástæðu til að grípa til aðgerða áður en lýðræðið eins og við þekkjum það liðast í sundur. Hann segir sótt að réttindum einstaklinga með hinni hröðu tækniþróun, en ekki síður að stofnunum sem mynda stoðir lýðræðislegra samfélaga. Hann tekur sem dæmi stöðu fjölmiðla sem standi frammi fyrir fjármögnunarvanda sem takmarki getu þeirra til að standa undir hlutverki sínu sem fjórða valdið. Hugsanlega eru þetta engar fréttir. Varla fyrir fjölmiðla. Fjölmiðlar stýra ekki lengur aðgengi að upplýsingum og fréttum. Með netinu hafa einstaklingar aðgang að áður óþekktu umfangi af upplýsingum, þó að það sé óhætt að halda því fram að magn og gæði fari þar ekki alltaf saman. Í krafti tækninnar geta fréttir, upplýsingar og skoðanir á örskotsstundu orðið aðgengilegar öllum, alltaf, alls staðar. Um leið og þessi veruleiki hefur verið valdeflandi og upplýsandi fyrir einstaklinga og hópa, hafa falsfréttir, rangfærslur og lygar fengið vængi og valdið tortryggni, ýtt undir samsæriskenningar og grafið undan trausti í samfélögum manna. Það má vel vera að sumar þeirra séu ekki traustsins verðar hvort eð er. Það er þó óþægilegt að velta þessu fyrir sér í samhengi við rúmlega hálfrar aldar gamlan boðskap stjórnmálaheimspekingsins Hönnuh Arendt. Hún sagði að ef borgarar fljóti um eins og korktappar í ólgusjó, óvissir um hverju megi treysta eða trúa, verði þeir ginnkeyptir fyrir boðskap lýðskrumara. Ætli internetið sé ólgusjór?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar