Ógnandi ummæli Sigríður Á. Andersen skrifar 27. júlí 2018 07:00 Fréttir bárust af því í vikunni að ímam (klerkur múslima) nokkur í Danmörku hafi verið ákærður fyrir að hvetja í prédikun sinni til morða á gyðingum. Líkt og hér á landi er það refsivert í Danmörku að hvetja til refsiverðs verknaðar. Málflutningur af þessu tagi á auðvitað ekkert skylt við tjáningarfrelsi það sem við viljum standa vörð um og er nokkuð til umfjöllunar þessi dægrin. Við hér á Íslandi höfum sem betur fer ekki þurft að bregðast við andstyggilegri ræðu eins og þessari. Ég vil leyfa mér að vona að það sé vegna þess að Íslendingar eru almennt vel upp aldir í góðum siðum og náungakærleik, vel upplýstir og umburðarlyndir þótt við séum mögulega þrætugjörn og stundum stóryrt á opinberum vettvangi. Hatur á einstökum hópum manna, sem endurspeglast í máli áhrifavalds eins og því sem nú verður ákært fyrir í Danmörku, þekkjum við ekki hér á landi og skulum aldrei kynnast. Ég funda reglulega með dóms- og innanríkisráðherrum sem fara með löggæslu- og öryggismál á landamærum í Evrópusambandinu vegna Schengen samstarfsins. Austurríki tók nýverið við formennsku í ráðherraráði ESB. Á óformlegum fundi sem Austurríki boðaði til um daginn var fjallað sérstaklega um vaxandi gyðingahatur í Evrópu. Sérstakir gestir fundarins voru m.a. fulltrúar samtaka gyðinga í Evrópu sem lýstu ótrúlegu öryggisleysi gyðingafjölskyldna í stórborgum Evrópu. Þetta kemur okkur á óvart sem höfum tilhneigingu til að líta á evrópskar borgir sem griðastað fólks af ólíkum uppruna. Það var vægast sagt fróðlegt að heyra lýsingar kollega minna á aðgerðum sem ríkin hafa þurft að grípa til til að stemma stigu við þessari óværu til viðbótar við almenna öryggisgæslu á götum úti. Það er til marks um áhyggjur manna af þessari þróun að gyðingahatur hafi yfirleitt verið til sérstakrar umræðu á þessum nýlega ráðherrafundi.Höfundur er dómsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigríður Á. Andersen Trúmál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Fréttir bárust af því í vikunni að ímam (klerkur múslima) nokkur í Danmörku hafi verið ákærður fyrir að hvetja í prédikun sinni til morða á gyðingum. Líkt og hér á landi er það refsivert í Danmörku að hvetja til refsiverðs verknaðar. Málflutningur af þessu tagi á auðvitað ekkert skylt við tjáningarfrelsi það sem við viljum standa vörð um og er nokkuð til umfjöllunar þessi dægrin. Við hér á Íslandi höfum sem betur fer ekki þurft að bregðast við andstyggilegri ræðu eins og þessari. Ég vil leyfa mér að vona að það sé vegna þess að Íslendingar eru almennt vel upp aldir í góðum siðum og náungakærleik, vel upplýstir og umburðarlyndir þótt við séum mögulega þrætugjörn og stundum stóryrt á opinberum vettvangi. Hatur á einstökum hópum manna, sem endurspeglast í máli áhrifavalds eins og því sem nú verður ákært fyrir í Danmörku, þekkjum við ekki hér á landi og skulum aldrei kynnast. Ég funda reglulega með dóms- og innanríkisráðherrum sem fara með löggæslu- og öryggismál á landamærum í Evrópusambandinu vegna Schengen samstarfsins. Austurríki tók nýverið við formennsku í ráðherraráði ESB. Á óformlegum fundi sem Austurríki boðaði til um daginn var fjallað sérstaklega um vaxandi gyðingahatur í Evrópu. Sérstakir gestir fundarins voru m.a. fulltrúar samtaka gyðinga í Evrópu sem lýstu ótrúlegu öryggisleysi gyðingafjölskyldna í stórborgum Evrópu. Þetta kemur okkur á óvart sem höfum tilhneigingu til að líta á evrópskar borgir sem griðastað fólks af ólíkum uppruna. Það var vægast sagt fróðlegt að heyra lýsingar kollega minna á aðgerðum sem ríkin hafa þurft að grípa til til að stemma stigu við þessari óværu til viðbótar við almenna öryggisgæslu á götum úti. Það er til marks um áhyggjur manna af þessari þróun að gyðingahatur hafi yfirleitt verið til sérstakrar umræðu á þessum nýlega ráðherrafundi.Höfundur er dómsmálaráðherra
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar