Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2018 07:00 Þær hafa sést nokkrar regnhlífarnar í Reykjavík í sumar. Fréttablaðið/Stefán Íslendingar hafa aldrei leitað meira að leitarorðum tengdum veðri, veðurspám og að norsku veðurfréttasíðunni yr.no á Google. Eða alltént ekki frá því að mælingar hófust. Þetta má sjá á Trends-hluta leitarvélarinnar vinsælu. Fólk á Suðurlandi og Norðvesturlandi virðist duglegast við leitirnar. Þessi mikli áhugi Íslendinga á veðrinu í sumar kemur kannski ekki á óvart, enda margir orðnir langþreyttir á því að bíða eftir sumrinu. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Fréttablaðið að um sé að ræða slæmt sumar í sögulegu samhengi. „Allavega hérna á Suður- og Vesturlandi. Það hefur verið talað um slæmt sumar. Verið sólarlítið og úrkomumikið á köflum og voðalega fáir hlýir dagar,“ segir hann. Sumarið segir Trausti að sé svolítil viðbrigði, sér í lagi fyrir þá sem yngri eru. „Af því það hafa ekki verið mörg svona sumur á seinni árum. En fyrir okkur sem erum orðin svona gömul þá er þetta eins og sumar frá manndómsárunum. Maður var eiginlega farinn að sakna þeirra, allavega í mínu tilviki, og farinn að halda að maður fengi bara ekkert að upplifa svona aftur,“ segir Trausti en hann er fæddur árið 1951.Sjá einnig: Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Trausti birti á bloggi sínu í gær umfjöllun um sumarið í tilefni þess að fjórtán vikur væru nú af því liðnar. Sagði þar að þótt hlýindin á Austfjörðum yrðu að teljast óvenjuleg hafi verið svalt í höfuðborginni. Meðalhitinn þar á þessum fyrstu fjórtán vikum hafi aðeins verið 7,7 stig. Álíka kalt hafi verið 2015 en svo þurfi að fara allt aftur til 1993 til að finna svo lágan meðalhita á sama tíma. Úrkoman hafi svo verið enn meiri en kuldinn í höfuðborginni. Að því er kemur fram í færslunni mældust rúmlega 300 mm á þessum fjórtán vikum og hefur rigning aldrei mælst meiri á sama tíma. Næst á eftir koma svo þessar sömu fjórtán vikur árin 2014 og 1887 og mældist úrkoma þá 250 mm. Samkvæmt Veðurstofunni má búast við ágætisveðri á höfuðborgarsvæðinu í dag. Úrkomulaust, allt að sextán gráður og sól eða hálfskýjað. Víðast hvar annars staðar er álíka sögu að segja. Hlýjast verður á Austfjörðum, hæst tuttugu gráður, en svalast við Ísafjarðardjúp, allt niður að sjö gráðum. Birtist í Fréttablaðinu Veður Tengdar fréttir Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. 26. júlí 2018 08:53 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Sjá meira
Íslendingar hafa aldrei leitað meira að leitarorðum tengdum veðri, veðurspám og að norsku veðurfréttasíðunni yr.no á Google. Eða alltént ekki frá því að mælingar hófust. Þetta má sjá á Trends-hluta leitarvélarinnar vinsælu. Fólk á Suðurlandi og Norðvesturlandi virðist duglegast við leitirnar. Þessi mikli áhugi Íslendinga á veðrinu í sumar kemur kannski ekki á óvart, enda margir orðnir langþreyttir á því að bíða eftir sumrinu. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Fréttablaðið að um sé að ræða slæmt sumar í sögulegu samhengi. „Allavega hérna á Suður- og Vesturlandi. Það hefur verið talað um slæmt sumar. Verið sólarlítið og úrkomumikið á köflum og voðalega fáir hlýir dagar,“ segir hann. Sumarið segir Trausti að sé svolítil viðbrigði, sér í lagi fyrir þá sem yngri eru. „Af því það hafa ekki verið mörg svona sumur á seinni árum. En fyrir okkur sem erum orðin svona gömul þá er þetta eins og sumar frá manndómsárunum. Maður var eiginlega farinn að sakna þeirra, allavega í mínu tilviki, og farinn að halda að maður fengi bara ekkert að upplifa svona aftur,“ segir Trausti en hann er fæddur árið 1951.Sjá einnig: Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Trausti birti á bloggi sínu í gær umfjöllun um sumarið í tilefni þess að fjórtán vikur væru nú af því liðnar. Sagði þar að þótt hlýindin á Austfjörðum yrðu að teljast óvenjuleg hafi verið svalt í höfuðborginni. Meðalhitinn þar á þessum fyrstu fjórtán vikum hafi aðeins verið 7,7 stig. Álíka kalt hafi verið 2015 en svo þurfi að fara allt aftur til 1993 til að finna svo lágan meðalhita á sama tíma. Úrkoman hafi svo verið enn meiri en kuldinn í höfuðborginni. Að því er kemur fram í færslunni mældust rúmlega 300 mm á þessum fjórtán vikum og hefur rigning aldrei mælst meiri á sama tíma. Næst á eftir koma svo þessar sömu fjórtán vikur árin 2014 og 1887 og mældist úrkoma þá 250 mm. Samkvæmt Veðurstofunni má búast við ágætisveðri á höfuðborgarsvæðinu í dag. Úrkomulaust, allt að sextán gráður og sól eða hálfskýjað. Víðast hvar annars staðar er álíka sögu að segja. Hlýjast verður á Austfjörðum, hæst tuttugu gráður, en svalast við Ísafjarðardjúp, allt niður að sjö gráðum.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Tengdar fréttir Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. 26. júlí 2018 08:53 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Sjá meira
Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. 26. júlí 2018 08:53