Verðhækkanir ársins á hlutabréfum í Kauphöllinni gengnar til baka að fullu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 28. júlí 2018 08:00 Kauphöllin á Laugavegi. fréttablaðið/anton brink Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,57 prósent í gær sem þýðir að hækkun vísitölunnar frá áramótum er gengin til baka og vel það. Allar verðbreytingar á hlutabréfamarkað Kauphallarinnar í gær voru neikvæðar en mest lækkaði Marel sem birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung deginum áður. Verð hlutabréfa í Marel lækkaði um 3,7 prósent í 950 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði verð hlutabréfa í Vátryggingafélagi Íslands um tæp 3,3 prósent í 68 milljóna króna viðskiptum og verð bréfa í N1 um 2,3 prósent í 137 milljóna króna viðskiptum. Icelandair lækkaði um 2,2 prósent en umfang viðskipta nam tæpum 118 milljónum. Aðrar verðlækkanir voru innan við tvö prósent. Úrvalsvísitalan náði hámarki um miðjan apríl og hafði þá hækkað um rúm 11 prósent frá áramótum. Síðan hefur vísitalan sigið niður á við og stóð hún í 1.583 við lokun markaða í gær. Þannig er verðbreytingin frá áramótum orðin neikvæð um rúm þrjú prósent. Sé horft 12 mánuði aftur í tímann hefur vísitalan hins vegar lækkað um rúmlega tólf prósent. Úrvalsvísitalan tók dýfu í byrjun júlí þegar Icelandair lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 vegna lakari horfa en upphaflega var búist við. Gengu spár um hækkandi meðalverð flugmiða ekki eftir. Flugfélagið lækkaði um 24,6 prósent á einum degi og dró úrvalsvísitöluna niður með sér en hún samanstendur af þeim átta félögum í Kauphöllinni sem hafa mestan seljanleika. – tfh Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Sjá meira
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,57 prósent í gær sem þýðir að hækkun vísitölunnar frá áramótum er gengin til baka og vel það. Allar verðbreytingar á hlutabréfamarkað Kauphallarinnar í gær voru neikvæðar en mest lækkaði Marel sem birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung deginum áður. Verð hlutabréfa í Marel lækkaði um 3,7 prósent í 950 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði verð hlutabréfa í Vátryggingafélagi Íslands um tæp 3,3 prósent í 68 milljóna króna viðskiptum og verð bréfa í N1 um 2,3 prósent í 137 milljóna króna viðskiptum. Icelandair lækkaði um 2,2 prósent en umfang viðskipta nam tæpum 118 milljónum. Aðrar verðlækkanir voru innan við tvö prósent. Úrvalsvísitalan náði hámarki um miðjan apríl og hafði þá hækkað um rúm 11 prósent frá áramótum. Síðan hefur vísitalan sigið niður á við og stóð hún í 1.583 við lokun markaða í gær. Þannig er verðbreytingin frá áramótum orðin neikvæð um rúm þrjú prósent. Sé horft 12 mánuði aftur í tímann hefur vísitalan hins vegar lækkað um rúmlega tólf prósent. Úrvalsvísitalan tók dýfu í byrjun júlí þegar Icelandair lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 vegna lakari horfa en upphaflega var búist við. Gengu spár um hækkandi meðalverð flugmiða ekki eftir. Flugfélagið lækkaði um 24,6 prósent á einum degi og dró úrvalsvísitöluna niður með sér en hún samanstendur af þeim átta félögum í Kauphöllinni sem hafa mestan seljanleika. – tfh
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent