Klopp segir Ramos vera „miskunnarlausan og hrottalegan“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. júlí 2018 09:30 Ramos hugar að Salah eftir atvikið umtalaða. vísir/getty Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Sergio Ramos, varnarmann Real Madrid, vera miskunnarlausan og hrottalegan eftir framgöngu hans í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Liverpool og Real Madrid mættust í Kænugarði í lok maí í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Real Madrid fór með 3-1 sigur og sigraði keppnina þriðja árið í röð. Í leiknum braut Ramos á Mohamed Salah með þeim afleiðingum að Egyptinn meiddist og þurfti að fara af velli og missti í framhaldinu af fyrsta leik Egypta á HM.Sjá einnig: Átti Ramos að fá rautt fyrir þetta? Klopp hafði lítið sem ekkert tjáð sig um Spánverjann síðustu tvo mánuði en hann sagði loks sína skoðun í löngu viðtali við Telegraph í æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum. „Ef þú horfir aftur á leikinn og ert ekki á bandi Real Madrid þá er hugsunin sú að þetta er miskunnarlaust og hrottalegt,“ sagði Klopp.Atvikið á milli Sergio Ramos og Mohamed Salah.Vísir/Getty„Þú hugsar ekki „vá, þetta var góð tækling.“ Ég held að í svona atvikum þá þarf betri dómgæslu. Ef VAR [myndbandsdómgæsla] er á leið inn í fótboltann þá er þetta dæmi um atvik sem þarf að skoða aftur.“ „Ekkert endilega til þess að gefa rautt spjald heldur til þess að geta horft til baka og sagt „hvað er þetta?“. Þetta var miskunnarlaust. Að fara og gefa markmenninum olnbogaskot og rífa markaskorarann niður eins og glímukappi á miðjunni er ein leið til að vinna leikinn,“ sagði Jurgen Klopp. Ramos hefur sjálfur sagt opinberlega að hann sé ekki ábyrgur fyrir því að Salah meiddist og gantaðist með það að ef Roberto Firmino hefði veikst í leiknum þá hefði sér verið kennt um því smá svitadropi lenti á Firmino. „Ramos sagði mikið af hlutum sem mér líkaði ekki við. Mér líkaði ekki hvernig hann brást við stöðunni. Árið áður þá var Ramos ábyrgur fyrir því að Juan Cuadrado fékk rautt í úrslitaleiknum gegn Juventus. Það talaði enginn um það eftir leikinn.“ „Fólk má segja að ég kunni ekki að tapa eða sé að væla, en ég er það ekki. Ég sætti mig við þessa niðurstöðu en þú ert að spyrja mig út í þetta atvik,“ sagði Jurgen Klopp. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann. 26. maí 2018 22:06 Ramos sendir Salah batakveðjur Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli eftir að Sergio Ramos braut á honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 13:00 Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. 8. júní 2018 14:45 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Sergio Ramos, varnarmann Real Madrid, vera miskunnarlausan og hrottalegan eftir framgöngu hans í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Liverpool og Real Madrid mættust í Kænugarði í lok maí í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Real Madrid fór með 3-1 sigur og sigraði keppnina þriðja árið í röð. Í leiknum braut Ramos á Mohamed Salah með þeim afleiðingum að Egyptinn meiddist og þurfti að fara af velli og missti í framhaldinu af fyrsta leik Egypta á HM.Sjá einnig: Átti Ramos að fá rautt fyrir þetta? Klopp hafði lítið sem ekkert tjáð sig um Spánverjann síðustu tvo mánuði en hann sagði loks sína skoðun í löngu viðtali við Telegraph í æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum. „Ef þú horfir aftur á leikinn og ert ekki á bandi Real Madrid þá er hugsunin sú að þetta er miskunnarlaust og hrottalegt,“ sagði Klopp.Atvikið á milli Sergio Ramos og Mohamed Salah.Vísir/Getty„Þú hugsar ekki „vá, þetta var góð tækling.“ Ég held að í svona atvikum þá þarf betri dómgæslu. Ef VAR [myndbandsdómgæsla] er á leið inn í fótboltann þá er þetta dæmi um atvik sem þarf að skoða aftur.“ „Ekkert endilega til þess að gefa rautt spjald heldur til þess að geta horft til baka og sagt „hvað er þetta?“. Þetta var miskunnarlaust. Að fara og gefa markmenninum olnbogaskot og rífa markaskorarann niður eins og glímukappi á miðjunni er ein leið til að vinna leikinn,“ sagði Jurgen Klopp. Ramos hefur sjálfur sagt opinberlega að hann sé ekki ábyrgur fyrir því að Salah meiddist og gantaðist með það að ef Roberto Firmino hefði veikst í leiknum þá hefði sér verið kennt um því smá svitadropi lenti á Firmino. „Ramos sagði mikið af hlutum sem mér líkaði ekki við. Mér líkaði ekki hvernig hann brást við stöðunni. Árið áður þá var Ramos ábyrgur fyrir því að Juan Cuadrado fékk rautt í úrslitaleiknum gegn Juventus. Það talaði enginn um það eftir leikinn.“ „Fólk má segja að ég kunni ekki að tapa eða sé að væla, en ég er það ekki. Ég sætti mig við þessa niðurstöðu en þú ert að spyrja mig út í þetta atvik,“ sagði Jurgen Klopp.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann. 26. maí 2018 22:06 Ramos sendir Salah batakveðjur Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli eftir að Sergio Ramos braut á honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 13:00 Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. 8. júní 2018 14:45 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann. 26. maí 2018 22:06
Ramos sendir Salah batakveðjur Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli eftir að Sergio Ramos braut á honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 13:00
Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. 8. júní 2018 14:45