Reyndi að ná góðri Instagram-mynd en var bitin af hákarli Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2018 16:36 Ein af myndunum af atvikinu sem tengdafaðir Zarutskie festi á filmu. Sauma þurfti nokkur spor í handlegg Zarutskie eftir árás hákarlsins. Mynd/Tom Bates Fyrirsætan og neminn Katarina Zarutskie komst í hann krappann í síðasta mánuði þegar hún reyndi að ná góðri mynd af sér fyrir Instagram í fríinu. Hin 19 ára Zarutskie var stödd á Bahamaeyjum, nánar tiltekið á Exuma-eyjaklasanum, og kom þar auga á fólk sem hafði stungið sér til sunds með nokkrum hákörlum. Hákarlarnir eru almennt gæfir og eru vinsælt myndefni ferðamanna á svæðinu. Zaruitskie ákvað því að ná mynd af sér með hákörlunum og skellti sér út í sjó, að fyrirmynd fjölda fólks ef marga má myndir frá svæðinu á Instagram. Ekki fór betur en svo að einn hákarlinn réðst til atlögu og beit Zarutskie í handlegginn. Árás hákarlsins náðist á myndum sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Zarutskie hlaut nokkuð stórt sár í átökunum en varð að öðru leyti ekki meint af viðskiptum sínum við dýrið. Eftir að fjallað var um myndirnar í bandarískum fjölmiðlum hefur Zarutskie, sem er alin upp í Kaliforníu, greint frá því að henni hafi borist fjöldi andstyggilegra athugasemda. Margir hafa sakað hana um grunnhyggni og þá þvertekur hún fyrir að hafa farið út í sjóinn þvert á boð og bönn. Hún hefur nú lokað Instagram-reikningi sínum fyrir ókunnugum en fjöldi kvenna hefur neyðst til að gera slíkt hið sama undanfarin misseri. Vísir greindi frá því síðast í gær að ung kona, sem varð óafvitandi viðfang „ástarsögu í beinni“, var hrakin af samfélagsmiðlum vegna áreitni af hálfu netverja. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23 Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. 10. júlí 2018 23:25 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Fyrirsætan og neminn Katarina Zarutskie komst í hann krappann í síðasta mánuði þegar hún reyndi að ná góðri mynd af sér fyrir Instagram í fríinu. Hin 19 ára Zarutskie var stödd á Bahamaeyjum, nánar tiltekið á Exuma-eyjaklasanum, og kom þar auga á fólk sem hafði stungið sér til sunds með nokkrum hákörlum. Hákarlarnir eru almennt gæfir og eru vinsælt myndefni ferðamanna á svæðinu. Zaruitskie ákvað því að ná mynd af sér með hákörlunum og skellti sér út í sjó, að fyrirmynd fjölda fólks ef marga má myndir frá svæðinu á Instagram. Ekki fór betur en svo að einn hákarlinn réðst til atlögu og beit Zarutskie í handlegginn. Árás hákarlsins náðist á myndum sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Zarutskie hlaut nokkuð stórt sár í átökunum en varð að öðru leyti ekki meint af viðskiptum sínum við dýrið. Eftir að fjallað var um myndirnar í bandarískum fjölmiðlum hefur Zarutskie, sem er alin upp í Kaliforníu, greint frá því að henni hafi borist fjöldi andstyggilegra athugasemda. Margir hafa sakað hana um grunnhyggni og þá þvertekur hún fyrir að hafa farið út í sjóinn þvert á boð og bönn. Hún hefur nú lokað Instagram-reikningi sínum fyrir ókunnugum en fjöldi kvenna hefur neyðst til að gera slíkt hið sama undanfarin misseri. Vísir greindi frá því síðast í gær að ung kona, sem varð óafvitandi viðfang „ástarsögu í beinni“, var hrakin af samfélagsmiðlum vegna áreitni af hálfu netverja.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23 Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. 10. júlí 2018 23:25 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23
Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. 10. júlí 2018 23:25
Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09