Flúði hinn langa arm laganna til Íslands Andri Eysteinsson skrifar 13. júlí 2018 22:02 Ranjith Keerikkattil flaug rakleitt til Íslands eftir að hann hafði verið sakfelldur fyrir ofsóknir. Vísir/EPA Þrítugur karlmaður frá Catonsville í Maryland fylki Bandaríkjanna sem var síðastliðinn mánudag sakfelldur fyrir að ofsækja fyrrum samstarfskonu sína, er samkvæmt vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna flúinn til Íslands. Maðurinn, Ranjith Keerikkattil, starfaði hjá ráðgjafafyrirtæki í Rosslyn í Virginíu, þar hóf hann í maí árið 2015 að ofsækja samstarfskonu sína sem hafði nýlega hafið störf hjá fyrirtækinu. Keerikkattill var sá sem sá um að koma henni af stað og aðstoðaði hún hann í verkefni. Eftir mikla vinnu tjáði Keerikkattill henni að hann hefði eingöngu leyft henni að taka þátt í verkefninu til þess að geta eytt tíma í návist hennar. Eftir að hún hafði beðið Keerikkattill um að halda sambandi þeirra á faglegum nótum og hann neitað var hann rekinn í júní mánuði 2015. Raunum konunnar var þó ekki lokið en Keerikkattill vandi komur sínar eftir brottreksturinn á kaffihús sem konan og fleiri samstarfsmenn heimsóttu reglulega. Einnig senti hann henni ýmis skilaboð þar sem hann sagðist hugsa um hana allan daginn. Þrátt fyrir ítrekanir lögmanns konunnar um að Keerikkattill skuli láta konuna vera flaug hann þvert yfir Bandaríkin og bankaði upp á hjá foreldrum hennar í úthverfum Portland í Oregon fylki. Seinna sama dag barst konunni skilaboð frá Keerikkattill sem í stóð „Það var gaman að hitta pabba þinn í dag“ Stuttu seinna var gefin út handtökutilskipun og Keerikkattill var handtekinn 19.desember 2015. Keerikkattill var sakfelldur 9.júlí síðastliðinn og átti að gera honum refsingu 14. September næstkomandi. Talið var að hann yrði dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar. Keerikkattill tók þó upp á því að flýja land, til Íslands og má því búast við því að fimm ár bætist við fangelsisvistina verði hann fundinn sekur um flóttann. Erlent Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Þrítugur karlmaður frá Catonsville í Maryland fylki Bandaríkjanna sem var síðastliðinn mánudag sakfelldur fyrir að ofsækja fyrrum samstarfskonu sína, er samkvæmt vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna flúinn til Íslands. Maðurinn, Ranjith Keerikkattil, starfaði hjá ráðgjafafyrirtæki í Rosslyn í Virginíu, þar hóf hann í maí árið 2015 að ofsækja samstarfskonu sína sem hafði nýlega hafið störf hjá fyrirtækinu. Keerikkattill var sá sem sá um að koma henni af stað og aðstoðaði hún hann í verkefni. Eftir mikla vinnu tjáði Keerikkattill henni að hann hefði eingöngu leyft henni að taka þátt í verkefninu til þess að geta eytt tíma í návist hennar. Eftir að hún hafði beðið Keerikkattill um að halda sambandi þeirra á faglegum nótum og hann neitað var hann rekinn í júní mánuði 2015. Raunum konunnar var þó ekki lokið en Keerikkattill vandi komur sínar eftir brottreksturinn á kaffihús sem konan og fleiri samstarfsmenn heimsóttu reglulega. Einnig senti hann henni ýmis skilaboð þar sem hann sagðist hugsa um hana allan daginn. Þrátt fyrir ítrekanir lögmanns konunnar um að Keerikkattill skuli láta konuna vera flaug hann þvert yfir Bandaríkin og bankaði upp á hjá foreldrum hennar í úthverfum Portland í Oregon fylki. Seinna sama dag barst konunni skilaboð frá Keerikkattill sem í stóð „Það var gaman að hitta pabba þinn í dag“ Stuttu seinna var gefin út handtökutilskipun og Keerikkattill var handtekinn 19.desember 2015. Keerikkattill var sakfelldur 9.júlí síðastliðinn og átti að gera honum refsingu 14. September næstkomandi. Talið var að hann yrði dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar. Keerikkattill tók þó upp á því að flýja land, til Íslands og má því búast við því að fimm ár bætist við fangelsisvistina verði hann fundinn sekur um flóttann.
Erlent Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira