Áhrifavaldar missa milljónir gervifylgjenda á Twitter Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 08:30 Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Margir helstu áhrifavaldar á samfélagsmiðlinum Twitter misstu milljónir fylgjenda í gær. Ástæðan er að stjórnendur Twitter hafa skorið upp herör gegn fölskum reikningum sem notaðir eru í ýmsum vafasömum tilgangi. Meðal annars er hægt að kaupa sér gervi-fylgjendur sem eru í raun bara tölvuforrit sem hækka fylgjendafjöldann. Í sumum tilvikum eru þessir gervi-fylgjendur líka að safna upplýsingum um aðra notendur fyrir tölvuhakkara eða senda út fjölpóst með auglýsingum. Enginn er með fleiri fylgjendur á Twitter en söngkonan Katy Perry. Hún fór úr 109,6 milljón fylgjendum niður í 107 milljónir eftir að byrjað var að eyða fölsku reikningunum í gær. Fyrrum fjandkona hennar Taylor Swift missti tæplega tvær milljónir fylgjenda og er nú aðeins áhrifavaldur í lífi 83 milljóna. Sjónarsviptir. Lily Allen missti hálfa milljón fylgjenda og tók því nokkuð vel í fyrstu.Lost half a million followers today lol— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Átta mínútum síðar var hún hins vegar mætt aftur á Twitter í allt öðrum hugleiðingum og lagði fram áhugaverða samsæriskenningu. Sagðist hún hafa tekið eftir því að frægir hægrimenn virtust ekki missa neina fylgjendur vegna átaksins gegn gervifylgjendum, sem væri einkennilegt.Looking at numbers of some prominent right wingers and theirs don't seem to be moving so drastically, which is odd, dontcha think ? #Twittercull— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Það er reyndar ekki alveg rétt hjá henni því persónulegur Twitter reikningur Trumps Bandaríkjaforseta tapaði tæplega 200 þúsund fylgjendum. Það er þó töluvert minni rýrnun en hjá mörgum öðrum. Meiri athygli vakti þó að opinber Twitter reikningur forsetaembættisins bætti við sig fylgjendum á sama tíma og allir aðrir voru að tapa þeim. Engin góð skýring hefur verið lögð fram á því hvernig það gerðist. Þess má geta að Barack Obama, forveri Trumps í embætti, missti tvær milljón fylgjenda í gær. Stjórnendur Twitter lýstu því yfir að aðgerðirnar í gær væru aðeins fyrsti liðurinn í umfangsmeiri tiltekt þar sem reynt verði að útrýma gervinotendum að mestu. Samfélagsmiðlar Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Margir helstu áhrifavaldar á samfélagsmiðlinum Twitter misstu milljónir fylgjenda í gær. Ástæðan er að stjórnendur Twitter hafa skorið upp herör gegn fölskum reikningum sem notaðir eru í ýmsum vafasömum tilgangi. Meðal annars er hægt að kaupa sér gervi-fylgjendur sem eru í raun bara tölvuforrit sem hækka fylgjendafjöldann. Í sumum tilvikum eru þessir gervi-fylgjendur líka að safna upplýsingum um aðra notendur fyrir tölvuhakkara eða senda út fjölpóst með auglýsingum. Enginn er með fleiri fylgjendur á Twitter en söngkonan Katy Perry. Hún fór úr 109,6 milljón fylgjendum niður í 107 milljónir eftir að byrjað var að eyða fölsku reikningunum í gær. Fyrrum fjandkona hennar Taylor Swift missti tæplega tvær milljónir fylgjenda og er nú aðeins áhrifavaldur í lífi 83 milljóna. Sjónarsviptir. Lily Allen missti hálfa milljón fylgjenda og tók því nokkuð vel í fyrstu.Lost half a million followers today lol— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Átta mínútum síðar var hún hins vegar mætt aftur á Twitter í allt öðrum hugleiðingum og lagði fram áhugaverða samsæriskenningu. Sagðist hún hafa tekið eftir því að frægir hægrimenn virtust ekki missa neina fylgjendur vegna átaksins gegn gervifylgjendum, sem væri einkennilegt.Looking at numbers of some prominent right wingers and theirs don't seem to be moving so drastically, which is odd, dontcha think ? #Twittercull— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Það er reyndar ekki alveg rétt hjá henni því persónulegur Twitter reikningur Trumps Bandaríkjaforseta tapaði tæplega 200 þúsund fylgjendum. Það er þó töluvert minni rýrnun en hjá mörgum öðrum. Meiri athygli vakti þó að opinber Twitter reikningur forsetaembættisins bætti við sig fylgjendum á sama tíma og allir aðrir voru að tapa þeim. Engin góð skýring hefur verið lögð fram á því hvernig það gerðist. Þess má geta að Barack Obama, forveri Trumps í embætti, missti tvær milljón fylgjenda í gær. Stjórnendur Twitter lýstu því yfir að aðgerðirnar í gær væru aðeins fyrsti liðurinn í umfangsmeiri tiltekt þar sem reynt verði að útrýma gervinotendum að mestu.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira