Dagskráin á Airwaves með jafnt kynjahlutfall Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. júlí 2018 06:00 Áheyrendur á Airwaves hafa í mörg ár verið í jöfnum kynjahlutföllum. Í ár mun það vera endurspeglað á sviðinu. Iceland Airwaves hátíðin er meðlimur í Keychange átakinu, evrópskt átak til að breyta tónlistarbransanum og koma fleiri konum í sviðsljósið. Átakið snýst um að fá tónlistarhátíðir með og að þær nái að vera með að minnsta kosti helmingshlutfall kvenna á dagskránni hjá sér fyrir árið 2022. Iceland Airwaves hátíðin er í ár búin að ná þessu hlutfalli. „Okkur hjá Airwaves finnst það að vinna með Keychange ekki vera það að „uppfylla kvóta“. Tónlistin sem við völdum þetta árið og í framtíðinni er valin með gæði í huga og einnig það að passa inn í hátíðina. Vegna þessa erum við með heilan helling af tónlist sem er með konum í forgrunni: Fever Ray, Eivør og miklu, miklu fleiri. Fyrir utan íslensku böndin sem eru stútfull af konum eins og Bríet, Between Mountains, Cyber, Mammút, Mr. Silla og fleiri. Hlutirnir hafa breyst svo mikið upp á síðkastið hvað varðar konur í tónlist. Ég er frá Ástralíu og ég man vel eftir því að hafa verið sagt af útvarpsstöðvunum þar í landi að þær gætu aðeins spilað og stutt einn kvenkyns listamann í einu. Þessa dagana er þetta orðið allt öðruvísi sem betur fer og hellingur af spennandi dóti fær meiri og meiri athygli. Það er einnig gaman að segja frá því að kynjahlutfall tónleikagesta Airwaves hátíðarinnar hafa verið jöfn um árabil og því gaman að það endurspeglist nú á sviðinu hjá okkur,“ segir Will Larnach-Jones hjá Iceland Airwaves.Konur standa jafnfætis körlum á Iceland Airwaves í ár.VísirÞær tónlistarhátíðir sem taka þátt í verkefninu eru meðal annars Musikcentrum Öst, Reeperbahn Festival, BIME, Tallinn Music Week, Way Out West, Liverpool Sound City og Mutek. Einn hluti Keychange átaksins er sá að 60 listamenn og frumkvöðlar alls staðar að úr Evrópu munu taka þátt í tónlistarhátíðum um víða veröld þar sem þau munu koma fram, vinna með öðrum listamönnum og taka þátt í listasmiðjum. „Í ár verðum við hjá Airwaves með fimm frábæra listamenn sem taka þátt í því – þetta eru Kat Frankie frá Þýskalandi, Mueveloreina frá Spáni, Vaz dúó frá Svíþjóð, Mari Kalkun frá Eistlandi og Tawiah frá Bretlandi. Einnig kemur slatti af Keychange fulltrúum á hátíðina til að upplifa stemminguna og sjá íslenska listamenn. Keychange styrkir einnig íslenskar konur í að taka þátt í tónlistartengdum ráðstefnum og sýningum. Meðal annars eru þetta þær Anna Ásthildur, Hildur Maral, María Rut, Melina Rathjen og Steinunn Camilla. Og einnig eru styrkt nokkrar tónlistarkonur og bönd skipuð konum, meðal annars dj flugvél og geimskip, Fever Dream, Kría og Milkywhale.” Iceland Airwaves hátíðin fer fram 7. – 10. nóvember í ár. Um 120 sveitir hafa þegar verið kynntar til leiks. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Airwaves fær 22 milljónir Á borgarráðsfundi borgarinnar var lagður fram samningur við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves þar sem fjárstyrkur út árið 2019 var kynntur. Þar kennir ýmissa grasa eins og að hátíðin fái tugi milljóna. 26. maí 2018 06:00 Fimmtíu ný atriði kynnt á Airwaves Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gaf í dag út sína þriðju tilkynningu þegar forsvarsmenn Airwaves kynntu fimmtíu atriði sem koma fram. 24. maí 2018 15:15 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Iceland Airwaves hátíðin er meðlimur í Keychange átakinu, evrópskt átak til að breyta tónlistarbransanum og koma fleiri konum í sviðsljósið. Átakið snýst um að fá tónlistarhátíðir með og að þær nái að vera með að minnsta kosti helmingshlutfall kvenna á dagskránni hjá sér fyrir árið 2022. Iceland Airwaves hátíðin er í ár búin að ná þessu hlutfalli. „Okkur hjá Airwaves finnst það að vinna með Keychange ekki vera það að „uppfylla kvóta“. Tónlistin sem við völdum þetta árið og í framtíðinni er valin með gæði í huga og einnig það að passa inn í hátíðina. Vegna þessa erum við með heilan helling af tónlist sem er með konum í forgrunni: Fever Ray, Eivør og miklu, miklu fleiri. Fyrir utan íslensku böndin sem eru stútfull af konum eins og Bríet, Between Mountains, Cyber, Mammút, Mr. Silla og fleiri. Hlutirnir hafa breyst svo mikið upp á síðkastið hvað varðar konur í tónlist. Ég er frá Ástralíu og ég man vel eftir því að hafa verið sagt af útvarpsstöðvunum þar í landi að þær gætu aðeins spilað og stutt einn kvenkyns listamann í einu. Þessa dagana er þetta orðið allt öðruvísi sem betur fer og hellingur af spennandi dóti fær meiri og meiri athygli. Það er einnig gaman að segja frá því að kynjahlutfall tónleikagesta Airwaves hátíðarinnar hafa verið jöfn um árabil og því gaman að það endurspeglist nú á sviðinu hjá okkur,“ segir Will Larnach-Jones hjá Iceland Airwaves.Konur standa jafnfætis körlum á Iceland Airwaves í ár.VísirÞær tónlistarhátíðir sem taka þátt í verkefninu eru meðal annars Musikcentrum Öst, Reeperbahn Festival, BIME, Tallinn Music Week, Way Out West, Liverpool Sound City og Mutek. Einn hluti Keychange átaksins er sá að 60 listamenn og frumkvöðlar alls staðar að úr Evrópu munu taka þátt í tónlistarhátíðum um víða veröld þar sem þau munu koma fram, vinna með öðrum listamönnum og taka þátt í listasmiðjum. „Í ár verðum við hjá Airwaves með fimm frábæra listamenn sem taka þátt í því – þetta eru Kat Frankie frá Þýskalandi, Mueveloreina frá Spáni, Vaz dúó frá Svíþjóð, Mari Kalkun frá Eistlandi og Tawiah frá Bretlandi. Einnig kemur slatti af Keychange fulltrúum á hátíðina til að upplifa stemminguna og sjá íslenska listamenn. Keychange styrkir einnig íslenskar konur í að taka þátt í tónlistartengdum ráðstefnum og sýningum. Meðal annars eru þetta þær Anna Ásthildur, Hildur Maral, María Rut, Melina Rathjen og Steinunn Camilla. Og einnig eru styrkt nokkrar tónlistarkonur og bönd skipuð konum, meðal annars dj flugvél og geimskip, Fever Dream, Kría og Milkywhale.” Iceland Airwaves hátíðin fer fram 7. – 10. nóvember í ár. Um 120 sveitir hafa þegar verið kynntar til leiks.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Airwaves fær 22 milljónir Á borgarráðsfundi borgarinnar var lagður fram samningur við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves þar sem fjárstyrkur út árið 2019 var kynntur. Þar kennir ýmissa grasa eins og að hátíðin fái tugi milljóna. 26. maí 2018 06:00 Fimmtíu ný atriði kynnt á Airwaves Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gaf í dag út sína þriðju tilkynningu þegar forsvarsmenn Airwaves kynntu fimmtíu atriði sem koma fram. 24. maí 2018 15:15 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Airwaves fær 22 milljónir Á borgarráðsfundi borgarinnar var lagður fram samningur við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves þar sem fjárstyrkur út árið 2019 var kynntur. Þar kennir ýmissa grasa eins og að hátíðin fái tugi milljóna. 26. maí 2018 06:00
Fimmtíu ný atriði kynnt á Airwaves Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gaf í dag út sína þriðju tilkynningu þegar forsvarsmenn Airwaves kynntu fimmtíu atriði sem koma fram. 24. maí 2018 15:15