Kjaradeila íslenskra ljósmæðra áskorun eða ógn? Helga Gottfreðsdóttir skrifar 4. júlí 2018 07:00 Fyrir nokkrum dögum sat ég ráðstefnu sem bar yfirskriftina 'Normal Labour & Birth Research Conference' þar sem fjallað var um rannsóknir í tengslum við eðlilegt ferli meðgöngu, fæðingar og fyrstu dagana eftir fæðingu. Ráðstefnan var nú haldin í 13. sinn en hún haldin til skiptis á Englandi og í einhverju öðru landi þar sem sérstaklega þykir þurfa að vekja athygli á heilbrigðisþjónustu við verðandi mæður og nýbura. Í ár var ráðstefnan í Michigan í USA. Í umfjöllun um þjónustu við barnshafandi konur og útkomu fæðinga er stuðst við samhæfða skráningu á nokkrum þáttum til að auðvelda samanburð milli landa. Árið 2008 voru Bandaríkin þannig í 30. sæti þegar ungbarnadauði (e. infant mortality) er skoðaður. Samhengi er milli nýbura- og ungbarnadauða og fyrirburafæðinga en tíðni fyrirburafæðinga í Bandaríkjunum er töluvert hærri en í mörgum löndum Evrópu. Árið 2010 var tíðni keisaraskurða í USA rúm 30%. Í Bandaríkjunum sinna ljósmæður tæplega 11% fæðinga, þær hafa starfsleyfi í flestum fylkjum en kerfið er flókið og ákvarðanir um hvernig þjónustan skuli veitt og hver skuli veita hana byggir ekki á bestu þekkingu á hverjum tíma. Á síðustu fjórum árum hafa t.d. birst nokkrar vísindagreinar um ljósmæðrastarf í hinu virta tímariti Lancet, þar sem áhersla er á aðkomu ljósmæðra til að byggja upp hágæða heilbrigðisþjónustu fyrir verðandi mæður og nýbura. Í greinunum er jafnframt vakin athygli á að of miklum fjármunum sé varið í lítinn hluta þjónustu við verðandi mæður og nýbura, þ.e. í bráðatilvik og flókin viðfangsefni, á kostnað þess að byggja frekar upp góða og jafnari þjónustu við allar verðandi mæður. Þannig er mögulega hægt að fyrirbyggja ýmis vandamál s.s. fjölda fyrirburafæðinga og nýta fjármuni þá betur.Upphaf að góðri heilsu Mæðra- og ungbarnadauði er með því lægsta sem þekkist hér á landi. Á sama tíma eru færri keisaraskurðir gerðir hér en í flestum öðrum löndum. Þannig sýna rannsóknir að miðað við önnur lönd er áhætta við meðgöngu og fæðingar lítil á Íslandi og mjög öruggt að fæðast hér. Stöðugt bætist við ný þekking um mikilvægi þess að móðir og barn fái góða þjónustu á meðgöngu og fyrstu vikum eftir fæðingu en þessi tími er upphaf að góðri heilsu til lengri tíma. Þó árangur í heilbrigðisþjónustu sé vissulega háður flóknu samspili félagslegra, efnahagslegra og pólitískra þátta, þá er hægt að færa rök fyrir því að greitt aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu sem veitt er af viðeigandi fagfólki skilar sér í bættu heilsufari þjóðar. Á Íslandi er löng hefð fyrir starfi ljósmæðra en á næsta ári fagnar Ljósmæðrafélag Íslands 100 ára afmæli. Starfssvið ljósmæðra hefur tekið breytingum til samræmis við þekkingu og kröfur á hverjum tíma. Ljósmæður sinna verðandi móður á meðgöngu, veita fæðingarhjálp og þjónustu fyrstu vikuna eftir fæðingu. Þær vinna innan sjúkrahúsa, á heilsugæslustöðvum, á fæðingarstofum og í heimahúsum. Ljósmæður sinna ráðgjöf um kynheilbrigði, brjóstagjafarráðgjöf og ráðgjöf eftir erfiða fæðingarreynslu. Þær sjá jafnframt um flestar reglubundnar ómskoðanir sem gerðar eru í tengslum við meðgöngu hér á landi og vinna við krabbameinsleit svo nokkuð sé nefnt. Hverjir eiga að kenna? Í haust munu tíu nemendur hefja nám við Námsbraut í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Þessir nemendur eru teknir inn í ljósmóðurnámið að undangengnu forvali þar sem fleiri sækja um en komast inn. Við höfum hingað til búið við þann munað að starfssviðið þykir eftirsótt og því getum við valið úr umsækjendum. Nám í ljósmóðurfræði er tveggja ára nám eftir hjúkrunarfræði og í ljósmóðurnámi er u.þ.b. 60% tímans þjálfun á klínískum vettvangi. Til að mennta hæfar ljósmæður þurfum við því ljósmæður í klínísku starfi. Þær ljósmæður hafa margar hverjar langa reynslu að baki en þær eru kjölfestan í því að okkur takist að viðhalda þeim gæðum sem við viljum hafa á okkar námi til að geta skilað hæfum ljósmæðrum til starfa. Nú blasir það við að í jafn fámennri stétt þá skiptir hver einstaklingur máli. Mikið hefur verið lagt í til að viðhalda góðri menntun heilbrigðisstétta hér á landi. Fjöldi klínískra kennara í ljósmóðurfræði hefur nú sagt starfi sínu lausu til að knýja á um bætt kjör. Það hefur áhrif víða. Í haust mæta ljósmæðranemar í skólann og ég veit ekki hverjir eiga að kenna þeim í klínísku námi.Höfundur er prófessor og formaður námsbrautar í ljósmóðurfræði Hjúkrunarfræðideild Háskóla ÍslandsHeimildir: https://www.cdc.gov/nchs/data/databriefs/db23.pdfhttp://www.europeristat.com/reports/european-perinatal-health-report-2010.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum sat ég ráðstefnu sem bar yfirskriftina 'Normal Labour & Birth Research Conference' þar sem fjallað var um rannsóknir í tengslum við eðlilegt ferli meðgöngu, fæðingar og fyrstu dagana eftir fæðingu. Ráðstefnan var nú haldin í 13. sinn en hún haldin til skiptis á Englandi og í einhverju öðru landi þar sem sérstaklega þykir þurfa að vekja athygli á heilbrigðisþjónustu við verðandi mæður og nýbura. Í ár var ráðstefnan í Michigan í USA. Í umfjöllun um þjónustu við barnshafandi konur og útkomu fæðinga er stuðst við samhæfða skráningu á nokkrum þáttum til að auðvelda samanburð milli landa. Árið 2008 voru Bandaríkin þannig í 30. sæti þegar ungbarnadauði (e. infant mortality) er skoðaður. Samhengi er milli nýbura- og ungbarnadauða og fyrirburafæðinga en tíðni fyrirburafæðinga í Bandaríkjunum er töluvert hærri en í mörgum löndum Evrópu. Árið 2010 var tíðni keisaraskurða í USA rúm 30%. Í Bandaríkjunum sinna ljósmæður tæplega 11% fæðinga, þær hafa starfsleyfi í flestum fylkjum en kerfið er flókið og ákvarðanir um hvernig þjónustan skuli veitt og hver skuli veita hana byggir ekki á bestu þekkingu á hverjum tíma. Á síðustu fjórum árum hafa t.d. birst nokkrar vísindagreinar um ljósmæðrastarf í hinu virta tímariti Lancet, þar sem áhersla er á aðkomu ljósmæðra til að byggja upp hágæða heilbrigðisþjónustu fyrir verðandi mæður og nýbura. Í greinunum er jafnframt vakin athygli á að of miklum fjármunum sé varið í lítinn hluta þjónustu við verðandi mæður og nýbura, þ.e. í bráðatilvik og flókin viðfangsefni, á kostnað þess að byggja frekar upp góða og jafnari þjónustu við allar verðandi mæður. Þannig er mögulega hægt að fyrirbyggja ýmis vandamál s.s. fjölda fyrirburafæðinga og nýta fjármuni þá betur.Upphaf að góðri heilsu Mæðra- og ungbarnadauði er með því lægsta sem þekkist hér á landi. Á sama tíma eru færri keisaraskurðir gerðir hér en í flestum öðrum löndum. Þannig sýna rannsóknir að miðað við önnur lönd er áhætta við meðgöngu og fæðingar lítil á Íslandi og mjög öruggt að fæðast hér. Stöðugt bætist við ný þekking um mikilvægi þess að móðir og barn fái góða þjónustu á meðgöngu og fyrstu vikum eftir fæðingu en þessi tími er upphaf að góðri heilsu til lengri tíma. Þó árangur í heilbrigðisþjónustu sé vissulega háður flóknu samspili félagslegra, efnahagslegra og pólitískra þátta, þá er hægt að færa rök fyrir því að greitt aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu sem veitt er af viðeigandi fagfólki skilar sér í bættu heilsufari þjóðar. Á Íslandi er löng hefð fyrir starfi ljósmæðra en á næsta ári fagnar Ljósmæðrafélag Íslands 100 ára afmæli. Starfssvið ljósmæðra hefur tekið breytingum til samræmis við þekkingu og kröfur á hverjum tíma. Ljósmæður sinna verðandi móður á meðgöngu, veita fæðingarhjálp og þjónustu fyrstu vikuna eftir fæðingu. Þær vinna innan sjúkrahúsa, á heilsugæslustöðvum, á fæðingarstofum og í heimahúsum. Ljósmæður sinna ráðgjöf um kynheilbrigði, brjóstagjafarráðgjöf og ráðgjöf eftir erfiða fæðingarreynslu. Þær sjá jafnframt um flestar reglubundnar ómskoðanir sem gerðar eru í tengslum við meðgöngu hér á landi og vinna við krabbameinsleit svo nokkuð sé nefnt. Hverjir eiga að kenna? Í haust munu tíu nemendur hefja nám við Námsbraut í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Þessir nemendur eru teknir inn í ljósmóðurnámið að undangengnu forvali þar sem fleiri sækja um en komast inn. Við höfum hingað til búið við þann munað að starfssviðið þykir eftirsótt og því getum við valið úr umsækjendum. Nám í ljósmóðurfræði er tveggja ára nám eftir hjúkrunarfræði og í ljósmóðurnámi er u.þ.b. 60% tímans þjálfun á klínískum vettvangi. Til að mennta hæfar ljósmæður þurfum við því ljósmæður í klínísku starfi. Þær ljósmæður hafa margar hverjar langa reynslu að baki en þær eru kjölfestan í því að okkur takist að viðhalda þeim gæðum sem við viljum hafa á okkar námi til að geta skilað hæfum ljósmæðrum til starfa. Nú blasir það við að í jafn fámennri stétt þá skiptir hver einstaklingur máli. Mikið hefur verið lagt í til að viðhalda góðri menntun heilbrigðisstétta hér á landi. Fjöldi klínískra kennara í ljósmóðurfræði hefur nú sagt starfi sínu lausu til að knýja á um bætt kjör. Það hefur áhrif víða. Í haust mæta ljósmæðranemar í skólann og ég veit ekki hverjir eiga að kenna þeim í klínísku námi.Höfundur er prófessor og formaður námsbrautar í ljósmóðurfræði Hjúkrunarfræðideild Háskóla ÍslandsHeimildir: https://www.cdc.gov/nchs/data/databriefs/db23.pdfhttp://www.europeristat.com/reports/european-perinatal-health-report-2010.html
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar