Konur, rísið upp – krefjist samninga við ljósmæður! Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 4. júlí 2018 06:00 Sú furðulega staðreynd blasir við að hjúkrunarfræðingar sem ákveða að bæta við sig tveggja ára háskólanámi og gerast ljósmæður lækka í launum. Ætli þetta gerist nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli? Hvernig stendur á því að ríkið leiðréttir ekki þessa fáránlegu vitleysu? Jú, staðan er þannig að í hvert sinn sem reynt er að leiðrétta laun ákveðinna hópa, og þá meina ég að leiðrétta augljóst misrétti, ætlar allt vitlaust að verða. ASÍ notaði bráðnauðsynlega launahækkun grunnskóla- og tónlistarkennara til að lýsa yfir forsendubresti á vinnumarkaði. Það má öllum ljóst vera að þjóðfélag okkar þarf á vel menntuðum kennurum að halda og ekki síður vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki, þar með töldum ljósmæðrum. Hvað er mikilvægara í einu þjóðfélagi en að búa vel að börnum frá fæðingu og til fullorðinsára? Sú var tíð að kvennahreyfingin á Íslandi setti heilbrigðismál og þá sérstaklega heilsu kvenna í öndvegi þegar ríkisvaldið brást. Kvennahreyfingin safnaði ótrúlega miklum peningum til byggingar Landspítala, hún safnaði líka fyrir sérstakri kvennadeild og konur hafa stutt dyggilega við baráttuna gegn brjóstakrabbameini, að ekki sé minnst á Barnaspítala Hringsins. Kvennahreyfingin hefur líka lengi barist fyrir launajafnrétti kynjanna og því að störf kvenna séu metin að verðleikum en á því hefur verið mikill misbrestur. Nú er heilsu mæðra og ungbarna ógnað. Verðandi mæður eru kvíðafullar. Ljósmæður eru að hætta störfum eftir árangurslausa kjarabaráttu mánuðum saman. Nú verðum við að rísa upp, konur þessa lands, og krefjast þess að menntun ljósmæðra verði metin eins og hver önnur háskólamenntun og að störfum þeirra verði sýnd sú virðing sem þeim ber. Ég skora á kvennahreyfingar um allt land að láta í sér heyra, mótmælum allar. Sendum skilaboð til ríkisstjórnarinnar: það verður að semja og það strax! Líf og heilsa kvenna og ungbarna er í veði. Samningar við ljósmæður snúast um réttlæti og þeir ógna hvorki einu né neinu á vinnumarkaði.Höfundur er fv. þingkona Kvennalistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sú furðulega staðreynd blasir við að hjúkrunarfræðingar sem ákveða að bæta við sig tveggja ára háskólanámi og gerast ljósmæður lækka í launum. Ætli þetta gerist nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli? Hvernig stendur á því að ríkið leiðréttir ekki þessa fáránlegu vitleysu? Jú, staðan er þannig að í hvert sinn sem reynt er að leiðrétta laun ákveðinna hópa, og þá meina ég að leiðrétta augljóst misrétti, ætlar allt vitlaust að verða. ASÍ notaði bráðnauðsynlega launahækkun grunnskóla- og tónlistarkennara til að lýsa yfir forsendubresti á vinnumarkaði. Það má öllum ljóst vera að þjóðfélag okkar þarf á vel menntuðum kennurum að halda og ekki síður vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki, þar með töldum ljósmæðrum. Hvað er mikilvægara í einu þjóðfélagi en að búa vel að börnum frá fæðingu og til fullorðinsára? Sú var tíð að kvennahreyfingin á Íslandi setti heilbrigðismál og þá sérstaklega heilsu kvenna í öndvegi þegar ríkisvaldið brást. Kvennahreyfingin safnaði ótrúlega miklum peningum til byggingar Landspítala, hún safnaði líka fyrir sérstakri kvennadeild og konur hafa stutt dyggilega við baráttuna gegn brjóstakrabbameini, að ekki sé minnst á Barnaspítala Hringsins. Kvennahreyfingin hefur líka lengi barist fyrir launajafnrétti kynjanna og því að störf kvenna séu metin að verðleikum en á því hefur verið mikill misbrestur. Nú er heilsu mæðra og ungbarna ógnað. Verðandi mæður eru kvíðafullar. Ljósmæður eru að hætta störfum eftir árangurslausa kjarabaráttu mánuðum saman. Nú verðum við að rísa upp, konur þessa lands, og krefjast þess að menntun ljósmæðra verði metin eins og hver önnur háskólamenntun og að störfum þeirra verði sýnd sú virðing sem þeim ber. Ég skora á kvennahreyfingar um allt land að láta í sér heyra, mótmælum allar. Sendum skilaboð til ríkisstjórnarinnar: það verður að semja og það strax! Líf og heilsa kvenna og ungbarna er í veði. Samningar við ljósmæður snúast um réttlæti og þeir ógna hvorki einu né neinu á vinnumarkaði.Höfundur er fv. þingkona Kvennalistans
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar