Dráttarbátur ekki til á Húsavík þrátt fyrir fjármagn frá ríkinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. júlí 2018 08:00 Hafnarsamlag Norðurlands fékk styrk frá Hafnabótasjóði fyrir 60 prósentum af kaupverði Seifs. Vegagerðin Ekki hafa enn verið fest kaup á dráttarbáti sem gert var ráð fyrir í lögum frá 2013 um fjármögnun uppbyggingar innviða vegna atvinnustarfsemi á Bakka. Í kostnaðaráætlun í almennum athugasemdum með lögunum er gert ráð fyrir 290 milljónum í hönnun og útboð á dráttarbáti. „Það ferli er í rauninni ekki hafið,“ segir Þórir Örn Gunnarsson, hafnarstjóri á Húsavík, aðspurður um bátinn og féð sem veitt var til hönnunar hans og smíði. „Við erum ekki búnir með framkvæmdina, en hún var af slíkri stærðargráðu að þessi fjármunir voru allir nýttir í hana og dugðu ekki til. Við þurfum svo að setja þetta í ferli,“ segir Þórir. Hann segir að fyrir hefði legið að sveitarfélagið og höfnin myndu þurfa að bera einhvern kostnað af framkvæmdunum enda verkefnið ekki að fullu fjármagnað af ríkinu. Ákveðið hefði verið að nota allt fjármagnið í framkvæmdirnar og gera samning við hafnarsamlag Norðurlands um þjónustuna á meðan peningum yrði safnað fyrir dráttarbát. Hafnasamlag Norðurlands á Akureyri fékk glænýjan dráttarbát, Seif, á dögunum og styrkti Hafnabótasjóður þau kaup um 60 prósent af kaupverðinu, en báturinn kostaði 490 milljónir. Í frétt frá Vegagerðinni segir að með tilkomu bátsins opnist möguleikar á að þjónusta aðrar hafnir á Norðurlandi eins og til dæmis Húsavíkurhöfn þar sem mikil þörf sé á þjónustu dráttarbáts eftir að starfsemi hófst í stóriðjunni á Bakka. Aðspurður segir Þórir að samkomulag hafi verið um samvinnu milli Húsavíkurhafnar og Hafnasamlags Norðurlands og mun Sleipnir, eldri dráttarbáturinn frá Akureyri sem Seifur leysir af hólmi, sinna þjónustu í Húsavíkurhöfn þangað til Húsvíkingar hafa efni á sínum eigin dráttarbát. En hann segir ekkert vafamál að nauðsynlegt sé að hafa dráttarbát að staðaldri á Húsavík, fleira komi til en atvinnustarfsemin á Bakka. „Umferðin hér hefur aukist það mikið, auk þess sem skemmtiferðaskipin bætist við á sumrin, þar sem mikil aukning hafi verið. „Við erum að fara úr þremur skipum árið 2015 upp í 48 til 49 skip í ár. Svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi farþegabáta hér í siglingum, hvalaskoðunarbátarnir, þannig að þetta er orðin mjög mikil umferð hér og hafnarsvæðið er þröngt,“ segir Þórir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Ekki hafa enn verið fest kaup á dráttarbáti sem gert var ráð fyrir í lögum frá 2013 um fjármögnun uppbyggingar innviða vegna atvinnustarfsemi á Bakka. Í kostnaðaráætlun í almennum athugasemdum með lögunum er gert ráð fyrir 290 milljónum í hönnun og útboð á dráttarbáti. „Það ferli er í rauninni ekki hafið,“ segir Þórir Örn Gunnarsson, hafnarstjóri á Húsavík, aðspurður um bátinn og féð sem veitt var til hönnunar hans og smíði. „Við erum ekki búnir með framkvæmdina, en hún var af slíkri stærðargráðu að þessi fjármunir voru allir nýttir í hana og dugðu ekki til. Við þurfum svo að setja þetta í ferli,“ segir Þórir. Hann segir að fyrir hefði legið að sveitarfélagið og höfnin myndu þurfa að bera einhvern kostnað af framkvæmdunum enda verkefnið ekki að fullu fjármagnað af ríkinu. Ákveðið hefði verið að nota allt fjármagnið í framkvæmdirnar og gera samning við hafnarsamlag Norðurlands um þjónustuna á meðan peningum yrði safnað fyrir dráttarbát. Hafnasamlag Norðurlands á Akureyri fékk glænýjan dráttarbát, Seif, á dögunum og styrkti Hafnabótasjóður þau kaup um 60 prósent af kaupverðinu, en báturinn kostaði 490 milljónir. Í frétt frá Vegagerðinni segir að með tilkomu bátsins opnist möguleikar á að þjónusta aðrar hafnir á Norðurlandi eins og til dæmis Húsavíkurhöfn þar sem mikil þörf sé á þjónustu dráttarbáts eftir að starfsemi hófst í stóriðjunni á Bakka. Aðspurður segir Þórir að samkomulag hafi verið um samvinnu milli Húsavíkurhafnar og Hafnasamlags Norðurlands og mun Sleipnir, eldri dráttarbáturinn frá Akureyri sem Seifur leysir af hólmi, sinna þjónustu í Húsavíkurhöfn þangað til Húsvíkingar hafa efni á sínum eigin dráttarbát. En hann segir ekkert vafamál að nauðsynlegt sé að hafa dráttarbát að staðaldri á Húsavík, fleira komi til en atvinnustarfsemin á Bakka. „Umferðin hér hefur aukist það mikið, auk þess sem skemmtiferðaskipin bætist við á sumrin, þar sem mikil aukning hafi verið. „Við erum að fara úr þremur skipum árið 2015 upp í 48 til 49 skip í ár. Svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi farþegabáta hér í siglingum, hvalaskoðunarbátarnir, þannig að þetta er orðin mjög mikil umferð hér og hafnarsvæðið er þröngt,“ segir Þórir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira