Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 11:32 Skriðan sem féll er að minnsta kosti fimm hundruð metra löng, að mati Erlu Daggar. Mynd/Erla Dögg Ármannsdóttir Stór öxl féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum snemma í morgun og stíflaði Hítardalsá. Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi á bænum Hítardal, segir stórt fjall í ánni og hún sé alveg stífluð. Stórt lón hafi myndast fyrir ofan skriðuna sem sé að minnsta kosti nokkur hundruð metra löng. Erla Dögg var á sexhjóli með dóttur sinni að kanna aðstæður þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali. Hún segir að skriðan hafi líklega fallið á milli klukkan fjögur og sex í morgun en dóttir hennar hafi heyrt drunurnar. Skriðan er gríðarstór og hefur algerlega stíflað farveg Hítarár. „Það fer mjög stór öxl úr Fagraskógarfjalli fyrir neðan eyðibýlið Velli og fyrir neðan Vallargil. Öxlin fer niður fjallið, fer yfir Hítará og það er bara stórt fjall úti í ánni, hún er alveg stífluð. Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hvað þetta eru mörg hundruð metrar sem er bara stórt fjall af skriðu. Þetta eru hundruð metrar, sennilega ekki meira en kílómetri en allavegana fimmhundruð,“ segir hún. Hún þorir ekki skjóta á hversu há skriðan er en hún hlaupi á einhverjum tuga metra. Lónið teygi sig nú um kílómetra upp ánna og fari stækkandi.Skriðan fór yfir veg sem bændur og veiðimenn nota en ekki veginn inn í Hítardal. Þá segir Erla Dögg að lítið sé um skepnur á þessu svæði á þessum árstíma. „Hafi skepnur verið þarna hefur engin skepna lifað af,“ segir hún. Erla Dögg segist muna eftir skriðu sem féll austanmegin í dalnum fyrir um fimmtán árum en sú hafi ekki verið neitt í líkingu við þá sem féll í dag. „Ég hef bara aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég hefði bara aldrei trúað þessu,“ segir hún.Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að engin byggð sé undir Fagraskógarfjalli og því sé það ekki vaktað. Á loftmyndum af svæðinu megi þó greina eldri skriður í hlíð fjallsins. Hann segir þó að margir rigningardagar hafi verið í sumar hafi lítið verið um stórrigningar. Ekki sé endilega hægt að tengja skriðuna nú við votviðrið í sumar. Ekki sé hægt að segja til um orsakir skriðunnar að svo stöddu.Skriðan er há enda féll heil öxl úr fjallinu, að sögn Erlu Daggar.Erla Dögg ÁrmannsdóttirLón byrjaði strax að myndast í Hítardalsá ofan við skriðuna. Erla Dögg og dóttir hennar voru að kanna umfang lónsins nú fyrir hádegið.Erla Dögg Ármannsdóttir Skriðufall í Hítardal Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Stór öxl féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum snemma í morgun og stíflaði Hítardalsá. Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi á bænum Hítardal, segir stórt fjall í ánni og hún sé alveg stífluð. Stórt lón hafi myndast fyrir ofan skriðuna sem sé að minnsta kosti nokkur hundruð metra löng. Erla Dögg var á sexhjóli með dóttur sinni að kanna aðstæður þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali. Hún segir að skriðan hafi líklega fallið á milli klukkan fjögur og sex í morgun en dóttir hennar hafi heyrt drunurnar. Skriðan er gríðarstór og hefur algerlega stíflað farveg Hítarár. „Það fer mjög stór öxl úr Fagraskógarfjalli fyrir neðan eyðibýlið Velli og fyrir neðan Vallargil. Öxlin fer niður fjallið, fer yfir Hítará og það er bara stórt fjall úti í ánni, hún er alveg stífluð. Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hvað þetta eru mörg hundruð metrar sem er bara stórt fjall af skriðu. Þetta eru hundruð metrar, sennilega ekki meira en kílómetri en allavegana fimmhundruð,“ segir hún. Hún þorir ekki skjóta á hversu há skriðan er en hún hlaupi á einhverjum tuga metra. Lónið teygi sig nú um kílómetra upp ánna og fari stækkandi.Skriðan fór yfir veg sem bændur og veiðimenn nota en ekki veginn inn í Hítardal. Þá segir Erla Dögg að lítið sé um skepnur á þessu svæði á þessum árstíma. „Hafi skepnur verið þarna hefur engin skepna lifað af,“ segir hún. Erla Dögg segist muna eftir skriðu sem féll austanmegin í dalnum fyrir um fimmtán árum en sú hafi ekki verið neitt í líkingu við þá sem féll í dag. „Ég hef bara aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég hefði bara aldrei trúað þessu,“ segir hún.Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að engin byggð sé undir Fagraskógarfjalli og því sé það ekki vaktað. Á loftmyndum af svæðinu megi þó greina eldri skriður í hlíð fjallsins. Hann segir þó að margir rigningardagar hafi verið í sumar hafi lítið verið um stórrigningar. Ekki sé endilega hægt að tengja skriðuna nú við votviðrið í sumar. Ekki sé hægt að segja til um orsakir skriðunnar að svo stöddu.Skriðan er há enda féll heil öxl úr fjallinu, að sögn Erlu Daggar.Erla Dögg ÁrmannsdóttirLón byrjaði strax að myndast í Hítardalsá ofan við skriðuna. Erla Dögg og dóttir hennar voru að kanna umfang lónsins nú fyrir hádegið.Erla Dögg Ármannsdóttir
Skriðufall í Hítardal Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira