Varðandi kjaramál Guðmundur Steingrímsson skrifar 9. júlí 2018 06:00 Mikið rosalega væri það glimrandi fínt ef allir sem búa og vinna á Íslandi væru ánægðir með launin sín. Um leið og ég skrifa þessa setningu átta ég mig hins vegar á því hversu fjarlægt þetta markmið er. Kraftar samfélagsins virðast virka þannig, að öðrum megin er fólk sem er ánægt með að borga öðrum sem minnst laun. Hinum megin borðsins situr svo fólk sem er ánægt ef það fær sem hæst laun. Kannski virkar samfélagið best þegar báðir aðilar eru fúlir. Eða hvað? Þótt sátt virðist fjarlæg á stundum, þá er það engu að síður eitt mikilvægasta verkefni hvers heilbrigðs þjóðfélags að skapa sem mesta sátt. Þótt þetta sé eins konar Sysifosarverkefni – þar sem markmiðið næst aldrei fullkomlega – verður samt að reyna, sífellt og ætíð. Það verður að segjast eins og er, að einhverra hluta vegna gengur þessi vinna mjög brösulega á Íslandi. Óánægja stórra stétta með kjör sín er djúp og viðvarandi. Á köflum sér maður ekki almennilega hvernig er hægt að mæta óánægjunni án þess að kollvarpa efnahagslífinu. Það er úr vöndu að ráða.Að rífast við hafið Maður vill að ljósmæður séu sáttar. Maður vill að kennarar séu sáttir. Maður vill að hjúkrunarfræðingar kjósi frekar að vinna á spítölunum en hjá flugfélögunum eftir háskólanám sitt. Að kröftum þeirra sé frekar varið í það að sinna sjúkum en að spyrja flugfarþega hvort þeir vilji Sprite eða Kók. En þá verða sem sagt kjörin að verða betri. Í frjálsu samfélagi ríkir samkeppni um vinnuafl. Að segja stórum stéttum, eins og í skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu, að laun þeirra séu víst góð er eins og að rífast við hafið. Það þýðir ekki neitt. Hafið ræður. Sama gildir á vinnumarkaði: Ef kjör eru slæm, fer fólk. Ef laun eru góð, kemur fólk. Sé maður ráðamaður er vel hægt að pirra sig á þessum veruleika. Það er hægt að halda mikla reiðilestra út af því að heilbrigðismenntað fólk fáist ekki til að vinna í heilbrigðiskerfinu. Það er hægt að berja fast í fullt af borðum og hvessa sig. Á endanum ræður samt fólkið. Og veruleikinn blasir við: Það vantar hundruð til starfa. Landspítalinn er rekinn með kraftaverki á hverjum degi. Mann grunar að þeir sem ráða í stjórnmálunum séu orðnir samdauna þessum veruleika, í einu allsherjar tilbrigði við grunnmöntru þjóðarinnar: Fyrst hlutir hafa reddast, þá hljóta þeir að reddast áfram. Ef maður er alltaf að redda, þá gera aðrir ráð fyrir því að maður reddi. Maður verður reddarinn.Að rækta traust En það er ekki hægt að byggja heilt þjóðfélag á reddurum og kraftaverkum. Það stefnir í óefni. Bensínið er að verða búið. Það ríkir vaxandi kergja. Hún sprettur af langþreytu. Nú þarf að gera allsherjarátak í því að skapa sem mesta sátt innan stórra grundvallarstétta á Íslandi, til þess að manna heilbrigðiskerfið og aðra mikilvæga vinnustaði. Það gengur ekki að hafa fólk eins og útspýtt hundskinn. Það verður að vera hægt að búa á Íslandi, vinna og njóta lífsins á sama tíma. Og það vilja líklega allir að þessi grunnkerfi séu í lagi. Þannig að. Hvað er best að gera? Ég held að það verði að koma kjarabaráttu á Íslandi upp úr þessum farvegi sem hún er í, þar sem hver stétt er að berjast fyrir sig. Það gengur ekki til lengdar. Það þarf að ná heildarsátt, fá alla að borðinu, sammælast um helstu markmið, eins og til dæmis að menntun skuli borga sig, að fólk fáist til starfa, að verðbólga fari ekki af stað þrátt fyrir kjarabætur, að fólk efst í launastiganum haldi aftur af sér, að álögur séu ekki of íþyngjandi, vinnuvikan ekki of löng og svo framvegis. Þetta er verkefnið. Margar nágrannaþjóðir okkar gera þetta svona. Kjaramálin eru í ákveðnum farvegi. Það er búið að sammælast um markmið og áherslur. Það er búið að skilgreina sameiginlega – enda eru í raun og veru allir í sama liði – hvert efnahagslegt svigrúm samfélagsins er til kjarabóta og svo eru gerðir samningar á þeim grunni. Það hefur einu sinni tekist að nálgast þessi mál svona á Íslandi, með Þjóðarsáttinni í gamla daga. Það var vel heppnað. Það er svolítið undarlegt að það módel hafi ekki verið notað aftur. En ástæðan er einföld: Á Íslandi ríkir marghliða tortryggni. Fáir treysta nokkrum. Tortryggnin hefur grafið um sig á löngum tíma. Traust hefur ekki verið ræktað. Það tók mörg ár að byggja upp traust milli fólks til þess að gera Þjóðarsáttina að veruleika á sínum tíma. Nú þarf að endurtaka þá vinnu.Getur ekki einhver reddað því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Mikið rosalega væri það glimrandi fínt ef allir sem búa og vinna á Íslandi væru ánægðir með launin sín. Um leið og ég skrifa þessa setningu átta ég mig hins vegar á því hversu fjarlægt þetta markmið er. Kraftar samfélagsins virðast virka þannig, að öðrum megin er fólk sem er ánægt með að borga öðrum sem minnst laun. Hinum megin borðsins situr svo fólk sem er ánægt ef það fær sem hæst laun. Kannski virkar samfélagið best þegar báðir aðilar eru fúlir. Eða hvað? Þótt sátt virðist fjarlæg á stundum, þá er það engu að síður eitt mikilvægasta verkefni hvers heilbrigðs þjóðfélags að skapa sem mesta sátt. Þótt þetta sé eins konar Sysifosarverkefni – þar sem markmiðið næst aldrei fullkomlega – verður samt að reyna, sífellt og ætíð. Það verður að segjast eins og er, að einhverra hluta vegna gengur þessi vinna mjög brösulega á Íslandi. Óánægja stórra stétta með kjör sín er djúp og viðvarandi. Á köflum sér maður ekki almennilega hvernig er hægt að mæta óánægjunni án þess að kollvarpa efnahagslífinu. Það er úr vöndu að ráða.Að rífast við hafið Maður vill að ljósmæður séu sáttar. Maður vill að kennarar séu sáttir. Maður vill að hjúkrunarfræðingar kjósi frekar að vinna á spítölunum en hjá flugfélögunum eftir háskólanám sitt. Að kröftum þeirra sé frekar varið í það að sinna sjúkum en að spyrja flugfarþega hvort þeir vilji Sprite eða Kók. En þá verða sem sagt kjörin að verða betri. Í frjálsu samfélagi ríkir samkeppni um vinnuafl. Að segja stórum stéttum, eins og í skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu, að laun þeirra séu víst góð er eins og að rífast við hafið. Það þýðir ekki neitt. Hafið ræður. Sama gildir á vinnumarkaði: Ef kjör eru slæm, fer fólk. Ef laun eru góð, kemur fólk. Sé maður ráðamaður er vel hægt að pirra sig á þessum veruleika. Það er hægt að halda mikla reiðilestra út af því að heilbrigðismenntað fólk fáist ekki til að vinna í heilbrigðiskerfinu. Það er hægt að berja fast í fullt af borðum og hvessa sig. Á endanum ræður samt fólkið. Og veruleikinn blasir við: Það vantar hundruð til starfa. Landspítalinn er rekinn með kraftaverki á hverjum degi. Mann grunar að þeir sem ráða í stjórnmálunum séu orðnir samdauna þessum veruleika, í einu allsherjar tilbrigði við grunnmöntru þjóðarinnar: Fyrst hlutir hafa reddast, þá hljóta þeir að reddast áfram. Ef maður er alltaf að redda, þá gera aðrir ráð fyrir því að maður reddi. Maður verður reddarinn.Að rækta traust En það er ekki hægt að byggja heilt þjóðfélag á reddurum og kraftaverkum. Það stefnir í óefni. Bensínið er að verða búið. Það ríkir vaxandi kergja. Hún sprettur af langþreytu. Nú þarf að gera allsherjarátak í því að skapa sem mesta sátt innan stórra grundvallarstétta á Íslandi, til þess að manna heilbrigðiskerfið og aðra mikilvæga vinnustaði. Það gengur ekki að hafa fólk eins og útspýtt hundskinn. Það verður að vera hægt að búa á Íslandi, vinna og njóta lífsins á sama tíma. Og það vilja líklega allir að þessi grunnkerfi séu í lagi. Þannig að. Hvað er best að gera? Ég held að það verði að koma kjarabaráttu á Íslandi upp úr þessum farvegi sem hún er í, þar sem hver stétt er að berjast fyrir sig. Það gengur ekki til lengdar. Það þarf að ná heildarsátt, fá alla að borðinu, sammælast um helstu markmið, eins og til dæmis að menntun skuli borga sig, að fólk fáist til starfa, að verðbólga fari ekki af stað þrátt fyrir kjarabætur, að fólk efst í launastiganum haldi aftur af sér, að álögur séu ekki of íþyngjandi, vinnuvikan ekki of löng og svo framvegis. Þetta er verkefnið. Margar nágrannaþjóðir okkar gera þetta svona. Kjaramálin eru í ákveðnum farvegi. Það er búið að sammælast um markmið og áherslur. Það er búið að skilgreina sameiginlega – enda eru í raun og veru allir í sama liði – hvert efnahagslegt svigrúm samfélagsins er til kjarabóta og svo eru gerðir samningar á þeim grunni. Það hefur einu sinni tekist að nálgast þessi mál svona á Íslandi, með Þjóðarsáttinni í gamla daga. Það var vel heppnað. Það er svolítið undarlegt að það módel hafi ekki verið notað aftur. En ástæðan er einföld: Á Íslandi ríkir marghliða tortryggni. Fáir treysta nokkrum. Tortryggnin hefur grafið um sig á löngum tíma. Traust hefur ekki verið ræktað. Það tók mörg ár að byggja upp traust milli fólks til þess að gera Þjóðarsáttina að veruleika á sínum tíma. Nú þarf að endurtaka þá vinnu.Getur ekki einhver reddað því?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar