Capital minnist fallinna félaga á forsíðu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. júní 2018 09:00 William Krampf, lögreglustjóri í Annapolis, ræðir við blaðamenn. Fyrir aftan hann stendur Pat Furgurson, blaðamaður hjá Capital Gazette. Nordicphotos/AFP „Fimm starfsmenn The Capital Gazette, þau Gerald Fischman, Rob Hiaasen, John McNamara, Rebecca Smith og Wendi Winters, voru myrt á fimmtudaginn þegar vopnaður maður gekk inn á skrifstofu blaðsins og hóf skothríð.“ Svona hófst forsíðufrétt bandaríska héraðsfréttablaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis gær. Blaðið greindi frá mannskæðri skotárás á eigin ritstjórnarskrifstofu sem kostaði fimm manns lífið en tveir aðrir særðust í árásinni.Capital minntist starfsmanna á forsíðu sinni í gær. mynd/CapitalVígamaðurinn, hinn 38 ára gamli Jarrod W. Ramos, var handtekinn á staðnum, en hann hefur átt í útistöðum við ritstjórn blaðsins undanfarin ár, eftir að blaðið greindi frá því að hann hefði ofsótt fyrrverandi skólasystur sínar. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Ramos ruddist inn á skrifstofur Capital Gazette vopnaður haglabyssu eftir að hafa skotið á starfsfólk þar í gegnum rúðu. Klukkan var þá um 14.30 að staðartíma. Blaðamenn og annað starfsfólk greindi frá atburðunum er þeir gerðust á samfélagsmiðlum. William Krampf, lögreglustjórinn í Annapolis, sagði í gær að það hefði verið augljóst markmið Ramos að drepa og særa sem flesta. Blaðamenn Capital Gazette voru staðráðnir í að láta ódæðisverkið ekki stöðva útgáfu blaðsins. „Ég get sagt ykkur eitt. Við munum gefa út blað á morgun, fjandinn hafi það.“ Ramos var leiddur fyrir dómara í gær. Hann hefur á síðustu árum haft í hótunum við blaðamenn og starfsfólk Capital Gazette. Eftir umfjöllun blaðsins árið 2011 stefndi hann blaðinu fyrir meiðyrði en málinu var vísað frá þar sem Ramos gat ekki bent á rangfærslur í fréttaflutningnum. Hann var á endanum dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita blaðamennina.Jarrod W. Ramos. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann hefur lengi átt í útistöðum við blaðið. mynd/AnneArundelCapital Gazette á sér langa og ríkulega sögu. Blaðið var stofnað árið 1884 og beinir athyglinni að málefnum Annapolis-borgar. Fjölmargir blaðamenn slitu barnsskónum hjá blaðinu og héldu þaðan til stærri miðla eins og The New York Times og The Washington Post. „Blaðið okkar er eitt það elsta í Bandaríkjunum. Þetta er öflugt blað og líkt og öll önnur fréttablöð erum við fjölskylda sem vinnum þar,“ sagði Joshua McKerrow, ljósmyndari hjá Capital, í samtali við The New York Times. „Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
„Fimm starfsmenn The Capital Gazette, þau Gerald Fischman, Rob Hiaasen, John McNamara, Rebecca Smith og Wendi Winters, voru myrt á fimmtudaginn þegar vopnaður maður gekk inn á skrifstofu blaðsins og hóf skothríð.“ Svona hófst forsíðufrétt bandaríska héraðsfréttablaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis gær. Blaðið greindi frá mannskæðri skotárás á eigin ritstjórnarskrifstofu sem kostaði fimm manns lífið en tveir aðrir særðust í árásinni.Capital minntist starfsmanna á forsíðu sinni í gær. mynd/CapitalVígamaðurinn, hinn 38 ára gamli Jarrod W. Ramos, var handtekinn á staðnum, en hann hefur átt í útistöðum við ritstjórn blaðsins undanfarin ár, eftir að blaðið greindi frá því að hann hefði ofsótt fyrrverandi skólasystur sínar. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Ramos ruddist inn á skrifstofur Capital Gazette vopnaður haglabyssu eftir að hafa skotið á starfsfólk þar í gegnum rúðu. Klukkan var þá um 14.30 að staðartíma. Blaðamenn og annað starfsfólk greindi frá atburðunum er þeir gerðust á samfélagsmiðlum. William Krampf, lögreglustjórinn í Annapolis, sagði í gær að það hefði verið augljóst markmið Ramos að drepa og særa sem flesta. Blaðamenn Capital Gazette voru staðráðnir í að láta ódæðisverkið ekki stöðva útgáfu blaðsins. „Ég get sagt ykkur eitt. Við munum gefa út blað á morgun, fjandinn hafi það.“ Ramos var leiddur fyrir dómara í gær. Hann hefur á síðustu árum haft í hótunum við blaðamenn og starfsfólk Capital Gazette. Eftir umfjöllun blaðsins árið 2011 stefndi hann blaðinu fyrir meiðyrði en málinu var vísað frá þar sem Ramos gat ekki bent á rangfærslur í fréttaflutningnum. Hann var á endanum dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita blaðamennina.Jarrod W. Ramos. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann hefur lengi átt í útistöðum við blaðið. mynd/AnneArundelCapital Gazette á sér langa og ríkulega sögu. Blaðið var stofnað árið 1884 og beinir athyglinni að málefnum Annapolis-borgar. Fjölmargir blaðamenn slitu barnsskónum hjá blaðinu og héldu þaðan til stærri miðla eins og The New York Times og The Washington Post. „Blaðið okkar er eitt það elsta í Bandaríkjunum. Þetta er öflugt blað og líkt og öll önnur fréttablöð erum við fjölskylda sem vinnum þar,“ sagði Joshua McKerrow, ljósmyndari hjá Capital, í samtali við The New York Times. „Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira