Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. júní 2018 15:30 "Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fréttablaðið/Anton Brink Þetta var illa ígrunduð ákvörðun, hún var illa undirbúin og það var ekki búið að afla henni fylgis. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um framferði Bandaríkjastjórnar sem hefur síðustu vikur skilið að börn ólöglegra innflytjenda og foreldra þeirra. Silja segir að svo virðist sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ákveðið að skrifa undir forsetatilskipunina án þess að gera félögum sínum í Repúblikanaflokknum viðvart. Í tilskipuninni felst að hætt verði að aðskilja fjölskyldur við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna eins og verið hefur síðustu vikur. „Talsmenn Trumps voru úti um allar koppagrundir að verja þessa stefnu og framfylgd hennar og á meðan er Trump að snúa stefnunni við í Hvíta húsinu. Þetta er svo óreiðukennt að maður veit ekki hvar maður á að grípa niður,“ segir Silja sem bætir við að undirritunin sé enn einn liðurinn í leikhúsi fáránleikans því mikið af gagnrýni Trumps á Barack Obama, forvera hans í starfi, hafi gengið út á að hann hefði alltaf verið að taka ákvarðanir með forsetatilskipunum. „Hann gerir það nánast á hverjum degi, liggur við.“Fleiri en tvö þúsund börn hafa verið skilin frá foreldrum sínum síðast liðnar vikur og óvíst er hvort þau finni aftur foreldra sína.vísir/apEkki stefna heldur mannréttindabrot Silja segir að það sé í raun erfitt að kalla þetta stefnu því í raun séu þetta mannréttindabrot. Það sé ekki víst að hægt verði að koma fjölskyldunum saman á ný. „Það er enginn hægur vegur að koma þessum 2300 börnum aftur til sinna foreldra vegna þess að framkvæmdin hefur verið svo óreiðukennd. Það er ekkert víst að yngstu börnin þekki foreldra sína aftur – þó þetta sé stuttur tími fyrir fullorðna manneskju.“ Þetta sé grimmúðleg stefna og ekki sjái fyrir endann á afleiðingum hennar.Fjárhagslegir hagsmunir í húfi Eftir að málið komst í hámæli spurði Silja sig hvaða fjárhagslegu hagsmunir liggi að baki stefnunni. Silja segir að fyrirtæki, sem eru verktakar hjá hernum, hafi að undanförnu auglýst eftir starfsfólki vegna þess að þau reikna með uppgripum í byggingu og rekstri einangrunarrýma fyrir börn. „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið sem eru á bak við þetta“.Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum.Vísir/APLeið til að kynda undir ótta hjá þjóðernissinnum Silja vekur athygli á því að það styttist í kosningar, sem eru í nóvember, og sá litli stuðningur sem þó var fyrir aðskilnaði barna og foreldra hafi verið mestur hjá hvítum karlmönnum sem ekki hafi háskólamenntun og að þangað hafi Trump sótt fylgi sitt. „Þetta er leið til þess að keyra upp ótta hjá þjóðernissinnum til þess að virkja kjósendur til fylgis við sig í grófustu útfærslunni.“Engin mynstur önnur en óreiða Fræðasamfélagið hefur haft mikið verk á sínum höndum því fræðimenn þurfa að greina atburði síðastliðinna vikna. Silja segir að sem fræðimaður leiti hún alltaf í mynstur, til að mynda hafi hún geta greint ákveðin mynstur og skýra stefnu hjá George W. Bush sem hafi haft ákveðna kjölfestu sem menn gátu þá verið annað hvort fylgjandi eða mótfallnir. Það sama sé ekki uppi á teningnum með Trump því það séu engin önnur mynstur en óreiða. „Stjórnmálastíllinn er óreiða. Mynstrið er óreiða. Kannski er einhver hugsun þarna einhvers staðar á bakvið en maður getur hvorki spáð fyrir um hvernig og hvenær þegar kemur að Trump,“ segir Silja sem heldur áfram: „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ Einu merkin sem eru alveg skýr að mati Silju er þjóðernisrembingur. „Það er verið að kynda undir þjóðernishyggju og það eru forsendur til að vekja fasískar tilhneigingar og að vinna á þeim grundvelli.“ Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Þetta var illa ígrunduð ákvörðun, hún var illa undirbúin og það var ekki búið að afla henni fylgis. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um framferði Bandaríkjastjórnar sem hefur síðustu vikur skilið að börn ólöglegra innflytjenda og foreldra þeirra. Silja segir að svo virðist sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ákveðið að skrifa undir forsetatilskipunina án þess að gera félögum sínum í Repúblikanaflokknum viðvart. Í tilskipuninni felst að hætt verði að aðskilja fjölskyldur við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna eins og verið hefur síðustu vikur. „Talsmenn Trumps voru úti um allar koppagrundir að verja þessa stefnu og framfylgd hennar og á meðan er Trump að snúa stefnunni við í Hvíta húsinu. Þetta er svo óreiðukennt að maður veit ekki hvar maður á að grípa niður,“ segir Silja sem bætir við að undirritunin sé enn einn liðurinn í leikhúsi fáránleikans því mikið af gagnrýni Trumps á Barack Obama, forvera hans í starfi, hafi gengið út á að hann hefði alltaf verið að taka ákvarðanir með forsetatilskipunum. „Hann gerir það nánast á hverjum degi, liggur við.“Fleiri en tvö þúsund börn hafa verið skilin frá foreldrum sínum síðast liðnar vikur og óvíst er hvort þau finni aftur foreldra sína.vísir/apEkki stefna heldur mannréttindabrot Silja segir að það sé í raun erfitt að kalla þetta stefnu því í raun séu þetta mannréttindabrot. Það sé ekki víst að hægt verði að koma fjölskyldunum saman á ný. „Það er enginn hægur vegur að koma þessum 2300 börnum aftur til sinna foreldra vegna þess að framkvæmdin hefur verið svo óreiðukennd. Það er ekkert víst að yngstu börnin þekki foreldra sína aftur – þó þetta sé stuttur tími fyrir fullorðna manneskju.“ Þetta sé grimmúðleg stefna og ekki sjái fyrir endann á afleiðingum hennar.Fjárhagslegir hagsmunir í húfi Eftir að málið komst í hámæli spurði Silja sig hvaða fjárhagslegu hagsmunir liggi að baki stefnunni. Silja segir að fyrirtæki, sem eru verktakar hjá hernum, hafi að undanförnu auglýst eftir starfsfólki vegna þess að þau reikna með uppgripum í byggingu og rekstri einangrunarrýma fyrir börn. „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið sem eru á bak við þetta“.Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum.Vísir/APLeið til að kynda undir ótta hjá þjóðernissinnum Silja vekur athygli á því að það styttist í kosningar, sem eru í nóvember, og sá litli stuðningur sem þó var fyrir aðskilnaði barna og foreldra hafi verið mestur hjá hvítum karlmönnum sem ekki hafi háskólamenntun og að þangað hafi Trump sótt fylgi sitt. „Þetta er leið til þess að keyra upp ótta hjá þjóðernissinnum til þess að virkja kjósendur til fylgis við sig í grófustu útfærslunni.“Engin mynstur önnur en óreiða Fræðasamfélagið hefur haft mikið verk á sínum höndum því fræðimenn þurfa að greina atburði síðastliðinna vikna. Silja segir að sem fræðimaður leiti hún alltaf í mynstur, til að mynda hafi hún geta greint ákveðin mynstur og skýra stefnu hjá George W. Bush sem hafi haft ákveðna kjölfestu sem menn gátu þá verið annað hvort fylgjandi eða mótfallnir. Það sama sé ekki uppi á teningnum með Trump því það séu engin önnur mynstur en óreiða. „Stjórnmálastíllinn er óreiða. Mynstrið er óreiða. Kannski er einhver hugsun þarna einhvers staðar á bakvið en maður getur hvorki spáð fyrir um hvernig og hvenær þegar kemur að Trump,“ segir Silja sem heldur áfram: „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ Einu merkin sem eru alveg skýr að mati Silju er þjóðernisrembingur. „Það er verið að kynda undir þjóðernishyggju og það eru forsendur til að vekja fasískar tilhneigingar og að vinna á þeim grundvelli.“
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15
Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04
Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33