Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2018 13:30 Þriðjungur þeirra sem létust af völdum lyfja í fyrra höfðu ekki fengið skrifað upp á þau. Vísir/Getty „Við í lyfjateymi embættisins fáum niðurstöður úr mælingum á þeim efnum sem finnast í látnum einstaklingum til skoðunar og eru komin 19 slík andlát á þessu ári. Í þessum andlátum er grunur um að andlát hafi átt sér stað vegna eitrunar en ekki er víst að þau flokkist sem slík í dánarmeinaskrá. Þessi andlát eru samt vísbending um það sem er að gerast hjá fólki í þessum vanda sem getur verið mikill fíknivandi af ýmsum toga og/eða sjálfsvíg,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, sem segir fjölda lyfjatengdra andláta mikið áhyggjuefni. Enda gerist það á sama tíma og dregur úr ávísunum á ópíóíða. Embættið hafi fengið ábendingar frá Tollstjóraembættinu um mikla aukningu á haldlagningu efna. „Áhyggjuefnið núna er þessi skyndilega aukning lyfjatengdra andláta í byrjun ársins sem við höfum fengið til skoðunar en það voru færri andlát í byrjun ársins í fyrra. Þetta gerist á sama tíma og dregur úr ávísunum ópíóíða en við sjáum að heildarmagn ávísaðra dagskammta af ópíóíðum dregst saman um sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2018 miðað við sama tíma í fyrra. Þá höfum við verið að fá ábendingar frá Tollstjóraembættinu um að mikil aukning sé á haldlagningu lyfja sem einstaklingar eru að flytja til landsins. Það bætist ofan á það að meira er ávísað af þessum lyfjum hér á landi en í flestum öðrum löndum. Eins og þessar tölur yfir andlát sýna, þá getur fólk sem misnotar lyfin verið í mikilli hættu og fikt getur haft alvarlegar afleiðingar. Það er enn talsvert í land með að notkun ávanabindandi lyfja verði álíka og í nágrannalöndunum og það er mikið áunnið ef það tekst að fá notkunina í betra horf og draga úr fjölda þeirra sem ánetjast lyfjum,“ segir Ólafur.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Landlækni.VísirÞegar lyfjatengd andlát síðasta árs eru greind kemur í ljós að þriðjungur þeirra sem létust hafði ekki fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir andlát. En inni á milli eru andlát þar sem einstaklingum var ávísað stórum skömmtum af lyfjum frá einum eða fleiri læknum. „Árið 2017 voru andlátin 30 og var meðalaldur hinna látnu 48 ár. Þessir einstaklingar skiptust eftir aldri og því hvaða efni þeir höfðu verið að taka. Í flestum fundust mörg efni, þeir yngri (20-40 ára) höfðu margir tekið sterk verkjalyf ásamt ólöglegum efnum (kannabis, MDMA, amfetamín) en þeir eldri (40 ára og eldri) höfðu flestir tekið þunglyndislyf og neytt áfengis. Um þriðjungur hafði ekki fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir andlát sem bendir til þess að þeir hafi átt gömul lyf eða fengið þau með öðrum hætti. Inni á milli eru andlát þar sem einstaklingar voru að fá ávísað stórum skömmtum af lyfjum frá einum eða fleiri læknum og þá er metið hvort ástæða er til að krefja lækni skýringa,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Við í lyfjateymi embættisins fáum niðurstöður úr mælingum á þeim efnum sem finnast í látnum einstaklingum til skoðunar og eru komin 19 slík andlát á þessu ári. Í þessum andlátum er grunur um að andlát hafi átt sér stað vegna eitrunar en ekki er víst að þau flokkist sem slík í dánarmeinaskrá. Þessi andlát eru samt vísbending um það sem er að gerast hjá fólki í þessum vanda sem getur verið mikill fíknivandi af ýmsum toga og/eða sjálfsvíg,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, sem segir fjölda lyfjatengdra andláta mikið áhyggjuefni. Enda gerist það á sama tíma og dregur úr ávísunum á ópíóíða. Embættið hafi fengið ábendingar frá Tollstjóraembættinu um mikla aukningu á haldlagningu efna. „Áhyggjuefnið núna er þessi skyndilega aukning lyfjatengdra andláta í byrjun ársins sem við höfum fengið til skoðunar en það voru færri andlát í byrjun ársins í fyrra. Þetta gerist á sama tíma og dregur úr ávísunum ópíóíða en við sjáum að heildarmagn ávísaðra dagskammta af ópíóíðum dregst saman um sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2018 miðað við sama tíma í fyrra. Þá höfum við verið að fá ábendingar frá Tollstjóraembættinu um að mikil aukning sé á haldlagningu lyfja sem einstaklingar eru að flytja til landsins. Það bætist ofan á það að meira er ávísað af þessum lyfjum hér á landi en í flestum öðrum löndum. Eins og þessar tölur yfir andlát sýna, þá getur fólk sem misnotar lyfin verið í mikilli hættu og fikt getur haft alvarlegar afleiðingar. Það er enn talsvert í land með að notkun ávanabindandi lyfja verði álíka og í nágrannalöndunum og það er mikið áunnið ef það tekst að fá notkunina í betra horf og draga úr fjölda þeirra sem ánetjast lyfjum,“ segir Ólafur.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Landlækni.VísirÞegar lyfjatengd andlát síðasta árs eru greind kemur í ljós að þriðjungur þeirra sem létust hafði ekki fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir andlát. En inni á milli eru andlát þar sem einstaklingum var ávísað stórum skömmtum af lyfjum frá einum eða fleiri læknum. „Árið 2017 voru andlátin 30 og var meðalaldur hinna látnu 48 ár. Þessir einstaklingar skiptust eftir aldri og því hvaða efni þeir höfðu verið að taka. Í flestum fundust mörg efni, þeir yngri (20-40 ára) höfðu margir tekið sterk verkjalyf ásamt ólöglegum efnum (kannabis, MDMA, amfetamín) en þeir eldri (40 ára og eldri) höfðu flestir tekið þunglyndislyf og neytt áfengis. Um þriðjungur hafði ekki fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir andlát sem bendir til þess að þeir hafi átt gömul lyf eða fengið þau með öðrum hætti. Inni á milli eru andlát þar sem einstaklingar voru að fá ávísað stórum skömmtum af lyfjum frá einum eða fleiri læknum og þá er metið hvort ástæða er til að krefja lækni skýringa,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00
Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent