Ráðherra undrast ekki úrskurð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. júní 2018 07:15 Lög um uppreist æru voru rædd á fundum allsherjar- og menntamálanefndar á síðasta ári. Fréttablaðið/Ernir „Lagabreytingar gefa alltaf vísbendingu um löggjafarviljann á hverjum tíma og því er viðbúið að breytt viðhorf í lögum hafi áhrif á túlkun þeirra. Að því leyti kemur úrskurður Landsréttar ekki á óvart,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra um úrskurð Landsréttar sem synjaði Atla Helgasyni um endurheimt lögmannsréttinda sinna fyrr í vikunni. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að vegna breytinga á almennum hegningarlögum í fyrrahaust hafi viðtekin dómaframkvæmd ekki þá þýðingu sem hún hafði áður. Ráðherra segir að hafa verði í huga að frumvarpið um afnám uppreistar æru úr lögum hafi aldrei verið hugsað sem annað en tímabundið úrræði til að bregðast við stjórnsýslu sem framkvæmd hafði verið um áratuga skeið en hún hafi stöðvað í maí 2017. „Þannig mátti við því búast að breytt lög myndu breyta réttarframkvæmd á einhvern ófyrirséðan hátt. Það var í þessu ljósi sem ég hafði lagt til endurskoðun laga á heildstæðan hátt en ekki með þeim hætti sem varð ofan á í kjölfar óðagots og stjórnarslita um miðja nótt,“ segir Sigríður. Aðdragandi lagasetningarinnar var mikil reiðibylgja sem gekk yfir samfélagið síðastliðið haust vegna tveggja dæmdra kynferðisbrotamanna sem fengið höfðu uppreist æru. Dómsmálaráðherra boðaði í kjölfarið heildarendurskoðun á lagaákvæðum um uppreist æru og missi borgararéttinda vegna mannorðsflekkunar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk og boðað var til kosninga voru ákvæði um uppreist æru felld brott úr almennum hegningarlögum í miklum flýti en heildarendurskoðun fyrirkomulags við missi og endurheimt réttinda að öðru leyti látin bíða um sinn. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, var lagafrumvarpið samþykkt með afbrigðum frá þingskaparlögum, sama dag og frumvarpið var lagt fram, án samráðs við refsiréttarnefnd og án þess að umsagnarfrestur væri veittur. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var tekið fram að brottfall ákvæðanna úr hegningarlögunum án heildarendurskoðunar á fyrirkomulagi um missi og endurheimt borgararéttinda fæli í sér ólögmæta mannréttindaskerðingu. Vinna við fyrrgreinda heildarendurskoðun er nú á lokametrunum í dómsmálaráðuneytinu og að sögn ráðherra verða frumvarpsdrög kynnt á samráðsvef stjórnarráðsins upp úr mánaðamótum. Einar Hannesson, aðstoðarmaður ráðherra, segir að um almenna breytingu á almennum hegningarlögum verði að ræða og þá verði nálgun breytt í nokkuð mörgum sérlögum sem kveða á um óflekkað mannorð ýmissa starfsstétta. Aðspurður um lögmannsréttindi sérstaklega segir Einar stefnt að því að skilyrðum til að fá lögmannsréttindi verði breytt og í stað kröfu um óflekkað mannorð verði kveðið á um að til að öðlast slík réttindi megi viðkomandi ekki hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað hafi hann verið orðinn 18 ára þegar brotið var framið. Lagt sé upp með að unnt verði að veita undanþágu frá því skilyrði gegn sérstökum meðmælum. Aðspurður um hvort krafa verði gerð um að slík meðmæli komi frá Lögmannafélaginu, segir Einar að frumvarpið sé enn í vinnslu og hafi ekki verið kynnt í ráðuneytinu en bendir þó á að nýgengnir úrskurðir dómstóla sýni að umsagnir þess félags sæti endurskoðun dómstóla og að félagið njóti sérstakrar stöðu umfram önnur félög enda hafi það lögbundnu hlutverki að gegna sem eftirlitsaðili með störfum lögmanna. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda. 22. júní 2018 06:00 Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Landsréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2018 15:24 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Lagabreytingar gefa alltaf vísbendingu um löggjafarviljann á hverjum tíma og því er viðbúið að breytt viðhorf í lögum hafi áhrif á túlkun þeirra. Að því leyti kemur úrskurður Landsréttar ekki á óvart,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra um úrskurð Landsréttar sem synjaði Atla Helgasyni um endurheimt lögmannsréttinda sinna fyrr í vikunni. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að vegna breytinga á almennum hegningarlögum í fyrrahaust hafi viðtekin dómaframkvæmd ekki þá þýðingu sem hún hafði áður. Ráðherra segir að hafa verði í huga að frumvarpið um afnám uppreistar æru úr lögum hafi aldrei verið hugsað sem annað en tímabundið úrræði til að bregðast við stjórnsýslu sem framkvæmd hafði verið um áratuga skeið en hún hafi stöðvað í maí 2017. „Þannig mátti við því búast að breytt lög myndu breyta réttarframkvæmd á einhvern ófyrirséðan hátt. Það var í þessu ljósi sem ég hafði lagt til endurskoðun laga á heildstæðan hátt en ekki með þeim hætti sem varð ofan á í kjölfar óðagots og stjórnarslita um miðja nótt,“ segir Sigríður. Aðdragandi lagasetningarinnar var mikil reiðibylgja sem gekk yfir samfélagið síðastliðið haust vegna tveggja dæmdra kynferðisbrotamanna sem fengið höfðu uppreist æru. Dómsmálaráðherra boðaði í kjölfarið heildarendurskoðun á lagaákvæðum um uppreist æru og missi borgararéttinda vegna mannorðsflekkunar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk og boðað var til kosninga voru ákvæði um uppreist æru felld brott úr almennum hegningarlögum í miklum flýti en heildarendurskoðun fyrirkomulags við missi og endurheimt réttinda að öðru leyti látin bíða um sinn. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, var lagafrumvarpið samþykkt með afbrigðum frá þingskaparlögum, sama dag og frumvarpið var lagt fram, án samráðs við refsiréttarnefnd og án þess að umsagnarfrestur væri veittur. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var tekið fram að brottfall ákvæðanna úr hegningarlögunum án heildarendurskoðunar á fyrirkomulagi um missi og endurheimt borgararéttinda fæli í sér ólögmæta mannréttindaskerðingu. Vinna við fyrrgreinda heildarendurskoðun er nú á lokametrunum í dómsmálaráðuneytinu og að sögn ráðherra verða frumvarpsdrög kynnt á samráðsvef stjórnarráðsins upp úr mánaðamótum. Einar Hannesson, aðstoðarmaður ráðherra, segir að um almenna breytingu á almennum hegningarlögum verði að ræða og þá verði nálgun breytt í nokkuð mörgum sérlögum sem kveða á um óflekkað mannorð ýmissa starfsstétta. Aðspurður um lögmannsréttindi sérstaklega segir Einar stefnt að því að skilyrðum til að fá lögmannsréttindi verði breytt og í stað kröfu um óflekkað mannorð verði kveðið á um að til að öðlast slík réttindi megi viðkomandi ekki hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað hafi hann verið orðinn 18 ára þegar brotið var framið. Lagt sé upp með að unnt verði að veita undanþágu frá því skilyrði gegn sérstökum meðmælum. Aðspurður um hvort krafa verði gerð um að slík meðmæli komi frá Lögmannafélaginu, segir Einar að frumvarpið sé enn í vinnslu og hafi ekki verið kynnt í ráðuneytinu en bendir þó á að nýgengnir úrskurðir dómstóla sýni að umsagnir þess félags sæti endurskoðun dómstóla og að félagið njóti sérstakrar stöðu umfram önnur félög enda hafi það lögbundnu hlutverki að gegna sem eftirlitsaðili með störfum lögmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda. 22. júní 2018 06:00 Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Landsréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2018 15:24 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda. 22. júní 2018 06:00
Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Landsréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2018 15:24