Búa vinnumarkaðinn undir fjórðu iðnbyltinguna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. júní 2018 20:00 Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. Skýrsla sérfræðingahóps Vinnumálastofnunar, ASÍ, Hagstofu Íslands og Samtaka atvinnulífsins um færni- og menntunarþörf á íslenskum vinnumarkaði var kynnt í velferðarráðuneytinu í morgun. Þar er lagt til að settur verði á fót sérfræðingahópur um færnispár og landfærniráð að erlendri fyrirmynd sem myndu fylgjast með þróuninni og nýta til stefnumótunar í menntakerfinu og víðar. „Það er gríðarlega mikilvægt að við sem samfélag horfum til framtíðar í þessum efnum og kortleggum til framtíðar hvernig vinnumarkaðurinn mun breytast," segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.Skýrslan verður lögð fyrir menntamálaráðherra og er einnig fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir fjórðu iðnbyltinguna svokölluðu, þar sem talið er að aukin tæknivæðing muni leysa viss störf af hólmi á næstu árum. Í skýrslunni er farið yfir menntunarstig ýmissa stétta og fram kemur að mesta ofmenntunin sé hjá starfsfólki í fiskveiðum. Meiri menntunar er hins vegar þörf í eðlisfræði, stærðfræði og verkfræði. Þá virðast nýútskrifaðir háskólanemar nú helst flykkjast í sérfræðistörf er tengjast heilbrigðisvísindum. „Þar er mikið stökk bara á síðustu árum og við höfum tengt það aðeins við vöxt líftæknifyrirtækja; Alvogen og Alvotech, Íslenska erfðagreiningu og fleiri fyrirtæki," segir Sigurður Björnsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þá sýnir greiningin fram á endurnýjunarþörf í vissum stéttum, líkt og hjá kennurum en meðalaldur þeirra hefur hækkað um ríflega tvö ár frá 2008. Svipuð staða er uppi í ýmsum iðngreinum. „Líkt og í pípulögnum til dæmis og málmiðnaði og víðar. Það er ekki ólíklegt að þar sé orðin meiri endurnýjunarþörf en víða annars staðar," segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. Skýrsla sérfræðingahóps Vinnumálastofnunar, ASÍ, Hagstofu Íslands og Samtaka atvinnulífsins um færni- og menntunarþörf á íslenskum vinnumarkaði var kynnt í velferðarráðuneytinu í morgun. Þar er lagt til að settur verði á fót sérfræðingahópur um færnispár og landfærniráð að erlendri fyrirmynd sem myndu fylgjast með þróuninni og nýta til stefnumótunar í menntakerfinu og víðar. „Það er gríðarlega mikilvægt að við sem samfélag horfum til framtíðar í þessum efnum og kortleggum til framtíðar hvernig vinnumarkaðurinn mun breytast," segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.Skýrslan verður lögð fyrir menntamálaráðherra og er einnig fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir fjórðu iðnbyltinguna svokölluðu, þar sem talið er að aukin tæknivæðing muni leysa viss störf af hólmi á næstu árum. Í skýrslunni er farið yfir menntunarstig ýmissa stétta og fram kemur að mesta ofmenntunin sé hjá starfsfólki í fiskveiðum. Meiri menntunar er hins vegar þörf í eðlisfræði, stærðfræði og verkfræði. Þá virðast nýútskrifaðir háskólanemar nú helst flykkjast í sérfræðistörf er tengjast heilbrigðisvísindum. „Þar er mikið stökk bara á síðustu árum og við höfum tengt það aðeins við vöxt líftæknifyrirtækja; Alvogen og Alvotech, Íslenska erfðagreiningu og fleiri fyrirtæki," segir Sigurður Björnsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þá sýnir greiningin fram á endurnýjunarþörf í vissum stéttum, líkt og hjá kennurum en meðalaldur þeirra hefur hækkað um ríflega tvö ár frá 2008. Svipuð staða er uppi í ýmsum iðngreinum. „Líkt og í pípulögnum til dæmis og málmiðnaði og víðar. Það er ekki ólíklegt að þar sé orðin meiri endurnýjunarþörf en víða annars staðar," segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira