Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 15:04 Íhaldsmenn hafa lengi haft undirtökun í hæstarétti. Nýjasti liðsstyrkur þeirra er Neil Gorsuch sem Trump skipaði í fyrra eftir að Repúblikanar beittu öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að Obama tækist að skipa sinn mann Vísir/Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. Atkvæði dómaranna níu skiptust eftir flokkslínum; fimm íhaldsmenn studdu Trump í málinu en hinir fjórir eru frjálslyndari og voru á öndverðu meiði. Þetta er mikill sigur fyrir Trump en hann var sakaður um að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár um mismunun þegar hann setti hömlur á ferðafrelsi fólks frá sjö löndum: Íran, Sýrlandi, Líbíu, Jemen, Sómalíu, Norður-Kóreu og Venesúela. Var þetta útfærsla Trumps á kosningaloforði sínu um að stöðva flæði múslima til Bandaríkjanna. Úrskurður hæstaréttar sendir skýr skilaboð um að forsetinn hafi víðar valdheimildir þegar kemur að innflytjendamálum í þágu þjóðaröryggis. Sonia Sotomayor, sem var skipuð hæstaréttadómari af Obama forvera Trumps, skilaði séráliti. Hún sagði að meirihlutinn hafi hunsað gildishlaðnar yfirlýsingar Trump um múslima og þann tilgang ferðabannsins að halda óæskilegum trúarbrögðum í skefjum. Það grafi undan grunnstoðum trúfrelsis og umburðarlyndis í samfélaginu og sendi þau skilaboð að fólk sem aðhyllist öðrum trúarbrögðum en meirihlutinn séu annars flokks þegnar og utangarðs. Þá líkti hún ákvörðun kollega sinna við úrskurðinn árið 1944 þegar hæstiréttur lagði blessun sína yfir vistun japansk-ættaða Bandaríkjamanna í fangabúðum til stríðsloka. Eins og sjá má á Twitter skilaboðum forsetans er hann meira en lítið sáttur og kannski örlítið hissa.SUPREME COURT UPHOLDS TRUMP TRAVEL BAN. Wow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2018 Jemen Líbía Sómalía Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. Atkvæði dómaranna níu skiptust eftir flokkslínum; fimm íhaldsmenn studdu Trump í málinu en hinir fjórir eru frjálslyndari og voru á öndverðu meiði. Þetta er mikill sigur fyrir Trump en hann var sakaður um að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár um mismunun þegar hann setti hömlur á ferðafrelsi fólks frá sjö löndum: Íran, Sýrlandi, Líbíu, Jemen, Sómalíu, Norður-Kóreu og Venesúela. Var þetta útfærsla Trumps á kosningaloforði sínu um að stöðva flæði múslima til Bandaríkjanna. Úrskurður hæstaréttar sendir skýr skilaboð um að forsetinn hafi víðar valdheimildir þegar kemur að innflytjendamálum í þágu þjóðaröryggis. Sonia Sotomayor, sem var skipuð hæstaréttadómari af Obama forvera Trumps, skilaði séráliti. Hún sagði að meirihlutinn hafi hunsað gildishlaðnar yfirlýsingar Trump um múslima og þann tilgang ferðabannsins að halda óæskilegum trúarbrögðum í skefjum. Það grafi undan grunnstoðum trúfrelsis og umburðarlyndis í samfélaginu og sendi þau skilaboð að fólk sem aðhyllist öðrum trúarbrögðum en meirihlutinn séu annars flokks þegnar og utangarðs. Þá líkti hún ákvörðun kollega sinna við úrskurðinn árið 1944 þegar hæstiréttur lagði blessun sína yfir vistun japansk-ættaða Bandaríkjamanna í fangabúðum til stríðsloka. Eins og sjá má á Twitter skilaboðum forsetans er hann meira en lítið sáttur og kannski örlítið hissa.SUPREME COURT UPHOLDS TRUMP TRAVEL BAN. Wow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2018
Jemen Líbía Sómalía Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira