Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. júní 2018 18:45 „Evrópa stendur frammi fyrir fjölmörgum vandamálum en flóttamannavandinn gæti verið úrslitaatriði fyrir Evrópusambandið“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu fyrir þýska sambandsþinginu í dag. „Annað hvort ráðum við við vandann og Afríkuþjóðir sjá að við trúum enn á góð gildi og fjölþjóðlegt samstarf, ekki einhliða ákvarðanir, eða að fólk missir trú á þeim sameiginlegu gildum sem hafa gert okkur sterk.“Seehofer hefur gefið Merkel frest fram á sunnudag.Með ræðu sinni ítrekaði hún frjálslynda afstöðu sína í garð flóttamannavandans og nauðsyn þess að Evrópusambandið leysi vandann í sameiningu. Að ræðunni lokinni flaug hún til Brussel á tveggja daga leiðtogafund sambandsins þar sem flóttamannamálin eru efst á baugi. Að mati Merkel er um að ræða ögurstund fyrir Evrópusambandið en það er ekki síður úrslitastund fyrir ríkisstjórn Þýskalands. Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, og formaður Kristilega Þjóðarbandalagsins í Bæjaralandi, systurflokks Kristilegra Demókrata flokks Merkel, hefur gefið kanslaranum frest til 1. júlí til að finna viðunandi lausn á flóttamannavandanum annars mun hann herða landamæraeftirlit á suðurlandamærum Þýskalands. Merkel er andsnúin því að herða landamæragæslu og hafa stjórnmálaskýrendur sagt að muni Seehofer láta verða af hótunum sínum verði hann líklega rekinn úr ríkisstjórninni. Það myndi vafalaust þýða brotthvarf bæverska flokksins og fall ríkisstjórnarinnar. Leiðtogafundurinn er þá uppgjör á milli harðlínu-hægriafla í Evrópusambandinu og frjálslyndra Evrópusinna. Þeir leiðtogar sem ræddu við fjölmiðla í upphafi fundar voru sammála um að nauðsynlegt væri að finna skjóta lausn á vandanum en ekki er einhugur um nálgun.Orbán ræðir við Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í upphafi fundar.„Við stöndum frammi fyrir einföldum valkosti,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti. „Viljum við lausnir á vegum þjóðríkjanna eða trúum við á evrópskar lausnir og samvinnu? Fyrir mína parta mun ég verja evrópskar lausnir og samvinnu á vettvangi Evrópusambandsins og Schengen.“ Giueseppe Conte, nýr forsætisráðherra Ítalíu, sótti sinn fyrsta leiðtogaráðsfund. „Dagurinn í dag er afar mikilvægur,“ sagði hann. „Við vonum að orð verði að aðgerðum. Þolinmæði Ítalíu er á þrotum gagnvart orðum og yfirlýsingum, við þurfum beinar aðgerðir.“ Ný ríkisstjórn Ítalíu samanstendur af flokkum sem hafa verið einkar fjandsamlegir í garð flóttamanna. Ítalir telja að önnur ríki Evrópu hafi ekki lagt sitt af mörkum við að taka á móti hælisleitendum. Sebastian Kurz Austurríkiskanslari hefur þá talað fyrir því að athygli Evrópuríkja eigi að beinast að ytri landamærum sambandsins en ekki innri landamærum á milli aðildarríkja. Hann er andvígur því að landamæragæsla á suðurlandamærum Þýskalands verði hert. Victor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, er sá leiðtogi sem hefur staðsett sig fjærst Merkel í þessum efnum. „Við verðum að hlusta á hvað fólkið vill,“ sagði Orbán við fjölmiðlafólk. „Fólkið kallar á eftir tvennu. Í fyrsta lagi að við hleypum ekki fleira fólki inn. Í öðru lagi að við rekum þá sem eru hér fyrir á brott. Ef við ætlum að endurreisa evrópskt lýðræði þurfum við að stefna í þá átt.“ Ungverjaland Þýskaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Merkel stendur á brauðfótum vegna ósættis um hælisleitendur Hætta er á að meirihluti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í ríkisstjórn landsins falli vegna ósættis innan stjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. 14. júní 2018 23:51 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Evrópa stendur frammi fyrir fjölmörgum vandamálum en flóttamannavandinn gæti verið úrslitaatriði fyrir Evrópusambandið“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu fyrir þýska sambandsþinginu í dag. „Annað hvort ráðum við við vandann og Afríkuþjóðir sjá að við trúum enn á góð gildi og fjölþjóðlegt samstarf, ekki einhliða ákvarðanir, eða að fólk missir trú á þeim sameiginlegu gildum sem hafa gert okkur sterk.“Seehofer hefur gefið Merkel frest fram á sunnudag.Með ræðu sinni ítrekaði hún frjálslynda afstöðu sína í garð flóttamannavandans og nauðsyn þess að Evrópusambandið leysi vandann í sameiningu. Að ræðunni lokinni flaug hún til Brussel á tveggja daga leiðtogafund sambandsins þar sem flóttamannamálin eru efst á baugi. Að mati Merkel er um að ræða ögurstund fyrir Evrópusambandið en það er ekki síður úrslitastund fyrir ríkisstjórn Þýskalands. Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, og formaður Kristilega Þjóðarbandalagsins í Bæjaralandi, systurflokks Kristilegra Demókrata flokks Merkel, hefur gefið kanslaranum frest til 1. júlí til að finna viðunandi lausn á flóttamannavandanum annars mun hann herða landamæraeftirlit á suðurlandamærum Þýskalands. Merkel er andsnúin því að herða landamæragæslu og hafa stjórnmálaskýrendur sagt að muni Seehofer láta verða af hótunum sínum verði hann líklega rekinn úr ríkisstjórninni. Það myndi vafalaust þýða brotthvarf bæverska flokksins og fall ríkisstjórnarinnar. Leiðtogafundurinn er þá uppgjör á milli harðlínu-hægriafla í Evrópusambandinu og frjálslyndra Evrópusinna. Þeir leiðtogar sem ræddu við fjölmiðla í upphafi fundar voru sammála um að nauðsynlegt væri að finna skjóta lausn á vandanum en ekki er einhugur um nálgun.Orbán ræðir við Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í upphafi fundar.„Við stöndum frammi fyrir einföldum valkosti,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti. „Viljum við lausnir á vegum þjóðríkjanna eða trúum við á evrópskar lausnir og samvinnu? Fyrir mína parta mun ég verja evrópskar lausnir og samvinnu á vettvangi Evrópusambandsins og Schengen.“ Giueseppe Conte, nýr forsætisráðherra Ítalíu, sótti sinn fyrsta leiðtogaráðsfund. „Dagurinn í dag er afar mikilvægur,“ sagði hann. „Við vonum að orð verði að aðgerðum. Þolinmæði Ítalíu er á þrotum gagnvart orðum og yfirlýsingum, við þurfum beinar aðgerðir.“ Ný ríkisstjórn Ítalíu samanstendur af flokkum sem hafa verið einkar fjandsamlegir í garð flóttamanna. Ítalir telja að önnur ríki Evrópu hafi ekki lagt sitt af mörkum við að taka á móti hælisleitendum. Sebastian Kurz Austurríkiskanslari hefur þá talað fyrir því að athygli Evrópuríkja eigi að beinast að ytri landamærum sambandsins en ekki innri landamærum á milli aðildarríkja. Hann er andvígur því að landamæragæsla á suðurlandamærum Þýskalands verði hert. Victor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, er sá leiðtogi sem hefur staðsett sig fjærst Merkel í þessum efnum. „Við verðum að hlusta á hvað fólkið vill,“ sagði Orbán við fjölmiðlafólk. „Fólkið kallar á eftir tvennu. Í fyrsta lagi að við hleypum ekki fleira fólki inn. Í öðru lagi að við rekum þá sem eru hér fyrir á brott. Ef við ætlum að endurreisa evrópskt lýðræði þurfum við að stefna í þá átt.“
Ungverjaland Þýskaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Merkel stendur á brauðfótum vegna ósættis um hælisleitendur Hætta er á að meirihluti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í ríkisstjórn landsins falli vegna ósættis innan stjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. 14. júní 2018 23:51 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Ríkisstjórn Merkel stendur á brauðfótum vegna ósættis um hælisleitendur Hætta er á að meirihluti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í ríkisstjórn landsins falli vegna ósættis innan stjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. 14. júní 2018 23:51
Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent