Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Sighvatur skrifar 29. júní 2018 06:00 Anthony Kennedy hefur stutt réttindi samkynhneigðra, rétt kvenna til fóstureyðinga og réttindi fanga. Fréttablaðið/AP Anthony Kennedy, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum þann 31. júlí næstkomandi. Kennedy hefur undanfarinn áratug verið í oddastöðu milli hins frjálslynda hluta og hins íhaldssama hluta réttarins. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir þetta himnasendingu fyrir Repúblikana fyrir kosningarnar í nóvember en þá verður meðal annars kosið um 33 sæti af 100 í öldungadeild bandaríska þingsins. Kjarnafylgi flokksins hafi hingað til ekki verið mjög áhugasamt um kosningarnar en þetta mál gæti breytt því.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Repúblikanar hafa nú 51 sæti í öldungadeildinni sem þarf að staðfesta tilnefningu forsetans á nýjum hæstaréttardómara. Ljóst er að Donald Trump mun nota tækifærið og tilnefna íhaldssaman dómara og hefur hann talað um að hann vilji fá dómara sem geti setið í réttinum næstu 40 til 45 árin. „Demókratar munu reyna allt til að stoppa tilnefninguna fram yfir kosningarnar í nóvember. Ef þeir hins vegar tefja málið hafa Repúblikanar gott vopn í kosningunum í íhaldssömum fylkjum,“ segir Friðjón. Hann telur að þótt meirihluti Repúblikana sé tæpur verði hart sótt að Demókrötum þar sem þeir eigi nú stærstan hluta þeirra sæta sem kosið verður um.Friðjón Friðjónsson„Mögulega getur farið svo að hæstiréttur verði þó nokkuð mikið íhaldssamari en bandarískur almenningur. Það getur orðið ákveðið rof þarna á milli, sem er áhyggjuefni. Það er hætta á því að almenningur líti á hæstarétt sem öldungaráð sem sé ekki í tengslum við almenning.“ Friðjón telur þó að Trump muni tilnefna einstakling sem hafi óvefengjanlega hæfileika til að sitja í hæstarétti þótt hann hafi íhaldssamar skoðanir. Níu dómarar eiga sæti í hæstarétti Bandaríkjanna. Af þeim sem nú skipa réttinn voru fimm skipaðir af forsetum úr röðum Repúblikana og fjórir af forsetum úr röðum Demókrata. Kennedy, sem verður 82 ára nokkrum dögum áður en hann lætur af embætti, hefur verið hæstaréttardómari frá 1988. Hann hefur lengstan starfsaldur af núverandi dómurum en hann var skipaður í forsetatíð Ronalds Reagan. Hann hefur meðal annars stutt hinn frjálslynda hóp réttarins í málum sem tengjast réttindum samkynhneigðra, rétti kvenna til fóstureyðinga, dauðarefsingum og réttindum fanga sem var haldið án ákæru í fangabúðunum í Guantanamo. Hins vegar hefur Kennedy stutt íhaldssama hlutann í málum sem snúa að byssueign, takmörkun á reglum um fjárframlög til kosningabaráttu og í ákvörðunum sem höfðu mikil áhrif á úrslit forsetakosninganna árið 2000. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Anthony Kennedy, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum þann 31. júlí næstkomandi. Kennedy hefur undanfarinn áratug verið í oddastöðu milli hins frjálslynda hluta og hins íhaldssama hluta réttarins. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir þetta himnasendingu fyrir Repúblikana fyrir kosningarnar í nóvember en þá verður meðal annars kosið um 33 sæti af 100 í öldungadeild bandaríska þingsins. Kjarnafylgi flokksins hafi hingað til ekki verið mjög áhugasamt um kosningarnar en þetta mál gæti breytt því.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Repúblikanar hafa nú 51 sæti í öldungadeildinni sem þarf að staðfesta tilnefningu forsetans á nýjum hæstaréttardómara. Ljóst er að Donald Trump mun nota tækifærið og tilnefna íhaldssaman dómara og hefur hann talað um að hann vilji fá dómara sem geti setið í réttinum næstu 40 til 45 árin. „Demókratar munu reyna allt til að stoppa tilnefninguna fram yfir kosningarnar í nóvember. Ef þeir hins vegar tefja málið hafa Repúblikanar gott vopn í kosningunum í íhaldssömum fylkjum,“ segir Friðjón. Hann telur að þótt meirihluti Repúblikana sé tæpur verði hart sótt að Demókrötum þar sem þeir eigi nú stærstan hluta þeirra sæta sem kosið verður um.Friðjón Friðjónsson„Mögulega getur farið svo að hæstiréttur verði þó nokkuð mikið íhaldssamari en bandarískur almenningur. Það getur orðið ákveðið rof þarna á milli, sem er áhyggjuefni. Það er hætta á því að almenningur líti á hæstarétt sem öldungaráð sem sé ekki í tengslum við almenning.“ Friðjón telur þó að Trump muni tilnefna einstakling sem hafi óvefengjanlega hæfileika til að sitja í hæstarétti þótt hann hafi íhaldssamar skoðanir. Níu dómarar eiga sæti í hæstarétti Bandaríkjanna. Af þeim sem nú skipa réttinn voru fimm skipaðir af forsetum úr röðum Repúblikana og fjórir af forsetum úr röðum Demókrata. Kennedy, sem verður 82 ára nokkrum dögum áður en hann lætur af embætti, hefur verið hæstaréttardómari frá 1988. Hann hefur lengstan starfsaldur af núverandi dómurum en hann var skipaður í forsetatíð Ronalds Reagan. Hann hefur meðal annars stutt hinn frjálslynda hóp réttarins í málum sem tengjast réttindum samkynhneigðra, rétti kvenna til fóstureyðinga, dauðarefsingum og réttindum fanga sem var haldið án ákæru í fangabúðunum í Guantanamo. Hins vegar hefur Kennedy stutt íhaldssama hlutann í málum sem snúa að byssueign, takmörkun á reglum um fjárframlög til kosningabaráttu og í ákvörðunum sem höfðu mikil áhrif á úrslit forsetakosninganna árið 2000.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00
Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20