Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júní 2018 05:55 Bandaríkjafroseti heldur hér á skjalinu sem undirritað var. SKjáskot Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. Fátt annað er vitað um plaggið á þessari stundu. Gert er ráð fyrir því að Trump muni kynna innihald skjalsins á blaðamannafundi síðar í dag.Uppfært 06:40:Innihald skjalsins er í fjórum liðum að sögn breska ríkisútvarpins:1. Bandaríkin og Norður-Kórea skuldbinda sig til að koma á sambandi milli ríkjanna í samræmi við vilja íbúa þeirra um frið og velsæld.2. Bandaríkin og Norður-Kóreu munu vinna saman að því að tryggja viðvarandi og stöðugan frið á Kóreuskaganum.3. Í samræmi við Panmunjom-yfirlýsinguna frá 27. apríl 2018 mun Norður-Kóreu vinna að algjörri kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans.4. Bandaríkin og Norður-Kórea skuldbinda sig til að bera kennsl á og endurheimta lík stríðsfanga, auk tafalausrar heimsendingar þeirra sem borið hefur verið kennsl á."The world will see a major change" - Kim Jong-un's words as he and Donald Trump sign a "historic" document after #TrumpKimSummit https://t.co/slT5YzZ7IR pic.twitter.com/PEVsdA1XjR— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 12, 2018 Kim sagði eftir undirritunina að Norður-Kóreu hafi ákveðið að „segja skilið við fortíðina“ og að „heimsbyggðin muni upplifa gríðarlegar breytingar“ á Kóreuskaganum. Trump tók í sama streng. Hann segist stoltur af því sem átti sér stað og að samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu muni gjörbreytast frá því sem áður var. Aðspurður út í kjarnorkuafvopnun sagði Trump að hún myndi eiga sér stað „mjög, mjög fljótlega.“ Athygli vekur að skjalið kveður á um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Þetta kann að hljóma eins og gríðarstórt skref en Kim hefur áður talað með þeim hætti að hann vilji losa Norður-Kóreu við kjarnavopn. Það gerði hann til að mynda á fundi sínum með suður-kóreskum embættismönnum í Panmunjom, sem vísað er til í skjalinu. Enginn veit hvernig Kim túlkar „algjöra kjarnorkuafvopnun.“ Einnig er athyglisvert að talað sé um Kóreuskagann í þessu samhengi. Það megi túlka sem svo að Suður-Kórea hafi haft einhverja aðkomu að gerð skjalsins. Eintaki af skjalinu verður dreift til viðstaddra fréttamanna á næstu klukkustundum. Vísir var með beina lýsingu af fundi Kim og Trump í nótt. Hana má nálgast hér.Fréttin verður uppfærð.LATEST: Preview of the Kim-Trump statement pic.twitter.com/VYzCe0u1Er— Chad O'Carroll (@chadocl) June 12, 2018 Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. Fátt annað er vitað um plaggið á þessari stundu. Gert er ráð fyrir því að Trump muni kynna innihald skjalsins á blaðamannafundi síðar í dag.Uppfært 06:40:Innihald skjalsins er í fjórum liðum að sögn breska ríkisútvarpins:1. Bandaríkin og Norður-Kórea skuldbinda sig til að koma á sambandi milli ríkjanna í samræmi við vilja íbúa þeirra um frið og velsæld.2. Bandaríkin og Norður-Kóreu munu vinna saman að því að tryggja viðvarandi og stöðugan frið á Kóreuskaganum.3. Í samræmi við Panmunjom-yfirlýsinguna frá 27. apríl 2018 mun Norður-Kóreu vinna að algjörri kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans.4. Bandaríkin og Norður-Kórea skuldbinda sig til að bera kennsl á og endurheimta lík stríðsfanga, auk tafalausrar heimsendingar þeirra sem borið hefur verið kennsl á."The world will see a major change" - Kim Jong-un's words as he and Donald Trump sign a "historic" document after #TrumpKimSummit https://t.co/slT5YzZ7IR pic.twitter.com/PEVsdA1XjR— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 12, 2018 Kim sagði eftir undirritunina að Norður-Kóreu hafi ákveðið að „segja skilið við fortíðina“ og að „heimsbyggðin muni upplifa gríðarlegar breytingar“ á Kóreuskaganum. Trump tók í sama streng. Hann segist stoltur af því sem átti sér stað og að samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu muni gjörbreytast frá því sem áður var. Aðspurður út í kjarnorkuafvopnun sagði Trump að hún myndi eiga sér stað „mjög, mjög fljótlega.“ Athygli vekur að skjalið kveður á um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Þetta kann að hljóma eins og gríðarstórt skref en Kim hefur áður talað með þeim hætti að hann vilji losa Norður-Kóreu við kjarnavopn. Það gerði hann til að mynda á fundi sínum með suður-kóreskum embættismönnum í Panmunjom, sem vísað er til í skjalinu. Enginn veit hvernig Kim túlkar „algjöra kjarnorkuafvopnun.“ Einnig er athyglisvert að talað sé um Kóreuskagann í þessu samhengi. Það megi túlka sem svo að Suður-Kórea hafi haft einhverja aðkomu að gerð skjalsins. Eintaki af skjalinu verður dreift til viðstaddra fréttamanna á næstu klukkustundum. Vísir var með beina lýsingu af fundi Kim og Trump í nótt. Hana má nálgast hér.Fréttin verður uppfærð.LATEST: Preview of the Kim-Trump statement pic.twitter.com/VYzCe0u1Er— Chad O'Carroll (@chadocl) June 12, 2018
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30
Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53
Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38