Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 10:57 Forysta Íhaldsflokksins reynir nú að berja niður uppreisn hluta flokksins á þingi vegna Brexit. Vísir/EPA Neðri deild breska þingsins greiðir atkvæði um hvort þingmenn fái að ráða úrslitum samnings á milli ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsins um útgöngu Breta í haust. Evrópumálaráðherra ríkisstjórnarinnar varar þingmenn Íhaldsflokksins við því að þeir gætu grafið undan samningsstöðu hennar með því að samþykkja tillöguna. Átök hafa verið innan Íhaldsflokksins um Brexit. Phililip Lee, dómsmálaráðherra, sagði af sér í dag vegna stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Brexit. Lee hefur stutt áframhaldandi veru Breta í ESB. Sagðist hann telja stefnu ríkisstjórnarinnar skaða kjósendur sína. Hópur þingmanna flokksins er talinn ætla að andæfa ríkisstjórninni með því að greiða atkvæði með breytingatillögu við frumvarp um útgönguna úr ESB í dag og á morgun. Hún gengur út á að gefa þingmönnum vald til að hafna samningi ríkisstjórnarinnar við sambandið ef þeim líkar ekki við hann. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að slík tillaga sendi röng skilaboð til ráðamanna í Evrópu. David Davis, Evrópumálaráðherra ríkisstjórnar hennar, segir að þingið muni hafa aðkomu að útgönguferlinu en það geti ekki snúið við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016. Frumvarpið um útgönguna úr Brexit á að tryggja að hún gangi snurðulaust fyrir sig. Lög sem Bretar hafa tekið upp í gegnum ESB yrðu með því gerð að breskum lögum þannig að þingmenn og ríkisstjórnin geti síðar ákveðið að halda þeim eða breyta, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Íhaldsflokkurinn er ekki með hreinan meirihluta á þingi. Hann hefur þurft að reiða sig á stuðnings norður-írskra sambandssinna til að verja minnihlutastjórn sín falli. Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Neðri deild breska þingsins greiðir atkvæði um hvort þingmenn fái að ráða úrslitum samnings á milli ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsins um útgöngu Breta í haust. Evrópumálaráðherra ríkisstjórnarinnar varar þingmenn Íhaldsflokksins við því að þeir gætu grafið undan samningsstöðu hennar með því að samþykkja tillöguna. Átök hafa verið innan Íhaldsflokksins um Brexit. Phililip Lee, dómsmálaráðherra, sagði af sér í dag vegna stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Brexit. Lee hefur stutt áframhaldandi veru Breta í ESB. Sagðist hann telja stefnu ríkisstjórnarinnar skaða kjósendur sína. Hópur þingmanna flokksins er talinn ætla að andæfa ríkisstjórninni með því að greiða atkvæði með breytingatillögu við frumvarp um útgönguna úr ESB í dag og á morgun. Hún gengur út á að gefa þingmönnum vald til að hafna samningi ríkisstjórnarinnar við sambandið ef þeim líkar ekki við hann. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að slík tillaga sendi röng skilaboð til ráðamanna í Evrópu. David Davis, Evrópumálaráðherra ríkisstjórnar hennar, segir að þingið muni hafa aðkomu að útgönguferlinu en það geti ekki snúið við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016. Frumvarpið um útgönguna úr Brexit á að tryggja að hún gangi snurðulaust fyrir sig. Lög sem Bretar hafa tekið upp í gegnum ESB yrðu með því gerð að breskum lögum þannig að þingmenn og ríkisstjórnin geti síðar ákveðið að halda þeim eða breyta, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Íhaldsflokkurinn er ekki með hreinan meirihluta á þingi. Hann hefur þurft að reiða sig á stuðnings norður-írskra sambandssinna til að verja minnihlutastjórn sín falli.
Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38