Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2018 08:00 „Í myndunum reyni ég að varpa ljósi á það vandasama starf rannsóknarfólks að gefa náttúrunni merkingu,“ segir Þorsteinn Cameron ljósmyndari. Fréttablaðið/Ernir Þegar viðtalið við Þorstein Cameron hefst er myndasmiður Fréttablaðsins nýbúinn að smella af honum mynd svo fyrsta spurning til hans er: Hvernig finnst ljósmyndara að sitja fyrir? „Ha, ha, ég er tiltölulega vanari að vera hinum megin við vélina en á móti kemur að maður veit hvernig þetta á að ganga fyrir sig.“ Myndirnar á sýningunni tók Þorsteinn í fyrrasumar. Hann hefur starfað sem jöklaleiðsögumaður á Sólheimajökli og Svínafellsjökli undanfarin sumur og kveðst hafa tekið margar týpískar myndir af jöklum. Nú hafi hann langað að gera þeim ný skil. „Titillinn á sýningunni, Línur fyrir lönd, vísar í þá tilhneigingu mannsins að kortleggja og túlka náttúruna. Fyrr á tímum voru óhljóð og hreyfingar jökla útskýrðar með hinum ýmsu furðusögum en nú höfum við skipt út hjátrúnni fyrir mælingar og líkön. Í myndunum reyni ég að varpa ljósi á það vandasama starf rannsóknarfólks að gefa náttúrunni merkingu og skapa þekkingu í beinum og óbeinum átökum við landslagið.“ Hann segir sýningargesti almennt hrifna af myndunum og hann geti ekki beðið um meira. „Ég gaf út litla bók í tilefni af sýningunni og kom heim með 20 eintök, þau seldust öll upp þegar ég opnaði, það kom mér skemmtilega á óvart.“ Þorsteinn er búsettur í Melbourne í Ástralíu núna og stundar þar mastersnám við Photography Studies College. „Ég er hálf-ástralskur en hef ekki búið í Ástralíu síðan ég var átta ára, þá flutti ég hingað heim. Föðurfjölskyldan er öll búsett þar úti og ég hef oft farið í heimsóknir til hennar gegnum árin en með því að stoppa bara mánuð í senn gefst lítill tími til að sinna henni og kynnast landinu.“ Í vinnu sinni sem leiðsögumaður kveðst Þorsteinn hafa áttað sig á að þó margt sé vitað um jöklana á Íslandi sé líka margt óljóst. „Ég var forvitinn um hvernig þekkingin á umhverfi okkar verður til, hvaða starfsemi liggur að baki allri þeirri tölfræði sem við lesum í greinum og bókum um það. Ég kynntist fólki sem vinnur fyrir Jöklarannsóknafélag Íslands og ákvað að slást í för með því í tvo leiðangra, á Langjökul og Vatnajökul. Úr spratt þetta ljósmyndaverkefni sem opnar glugga inn í þann heim. Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna en á jöklum myndar tæknin þá brú sem gerir okkur fært að skilja náttúruna og umhverfið. Það er sú saga sem ég er að reyna að segja á sýningunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Þegar viðtalið við Þorstein Cameron hefst er myndasmiður Fréttablaðsins nýbúinn að smella af honum mynd svo fyrsta spurning til hans er: Hvernig finnst ljósmyndara að sitja fyrir? „Ha, ha, ég er tiltölulega vanari að vera hinum megin við vélina en á móti kemur að maður veit hvernig þetta á að ganga fyrir sig.“ Myndirnar á sýningunni tók Þorsteinn í fyrrasumar. Hann hefur starfað sem jöklaleiðsögumaður á Sólheimajökli og Svínafellsjökli undanfarin sumur og kveðst hafa tekið margar týpískar myndir af jöklum. Nú hafi hann langað að gera þeim ný skil. „Titillinn á sýningunni, Línur fyrir lönd, vísar í þá tilhneigingu mannsins að kortleggja og túlka náttúruna. Fyrr á tímum voru óhljóð og hreyfingar jökla útskýrðar með hinum ýmsu furðusögum en nú höfum við skipt út hjátrúnni fyrir mælingar og líkön. Í myndunum reyni ég að varpa ljósi á það vandasama starf rannsóknarfólks að gefa náttúrunni merkingu og skapa þekkingu í beinum og óbeinum átökum við landslagið.“ Hann segir sýningargesti almennt hrifna af myndunum og hann geti ekki beðið um meira. „Ég gaf út litla bók í tilefni af sýningunni og kom heim með 20 eintök, þau seldust öll upp þegar ég opnaði, það kom mér skemmtilega á óvart.“ Þorsteinn er búsettur í Melbourne í Ástralíu núna og stundar þar mastersnám við Photography Studies College. „Ég er hálf-ástralskur en hef ekki búið í Ástralíu síðan ég var átta ára, þá flutti ég hingað heim. Föðurfjölskyldan er öll búsett þar úti og ég hef oft farið í heimsóknir til hennar gegnum árin en með því að stoppa bara mánuð í senn gefst lítill tími til að sinna henni og kynnast landinu.“ Í vinnu sinni sem leiðsögumaður kveðst Þorsteinn hafa áttað sig á að þó margt sé vitað um jöklana á Íslandi sé líka margt óljóst. „Ég var forvitinn um hvernig þekkingin á umhverfi okkar verður til, hvaða starfsemi liggur að baki allri þeirri tölfræði sem við lesum í greinum og bókum um það. Ég kynntist fólki sem vinnur fyrir Jöklarannsóknafélag Íslands og ákvað að slást í för með því í tvo leiðangra, á Langjökul og Vatnajökul. Úr spratt þetta ljósmyndaverkefni sem opnar glugga inn í þann heim. Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna en á jöklum myndar tæknin þá brú sem gerir okkur fært að skilja náttúruna og umhverfið. Það er sú saga sem ég er að reyna að segja á sýningunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira