Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2018 08:00 „Í myndunum reyni ég að varpa ljósi á það vandasama starf rannsóknarfólks að gefa náttúrunni merkingu,“ segir Þorsteinn Cameron ljósmyndari. Fréttablaðið/Ernir Þegar viðtalið við Þorstein Cameron hefst er myndasmiður Fréttablaðsins nýbúinn að smella af honum mynd svo fyrsta spurning til hans er: Hvernig finnst ljósmyndara að sitja fyrir? „Ha, ha, ég er tiltölulega vanari að vera hinum megin við vélina en á móti kemur að maður veit hvernig þetta á að ganga fyrir sig.“ Myndirnar á sýningunni tók Þorsteinn í fyrrasumar. Hann hefur starfað sem jöklaleiðsögumaður á Sólheimajökli og Svínafellsjökli undanfarin sumur og kveðst hafa tekið margar týpískar myndir af jöklum. Nú hafi hann langað að gera þeim ný skil. „Titillinn á sýningunni, Línur fyrir lönd, vísar í þá tilhneigingu mannsins að kortleggja og túlka náttúruna. Fyrr á tímum voru óhljóð og hreyfingar jökla útskýrðar með hinum ýmsu furðusögum en nú höfum við skipt út hjátrúnni fyrir mælingar og líkön. Í myndunum reyni ég að varpa ljósi á það vandasama starf rannsóknarfólks að gefa náttúrunni merkingu og skapa þekkingu í beinum og óbeinum átökum við landslagið.“ Hann segir sýningargesti almennt hrifna af myndunum og hann geti ekki beðið um meira. „Ég gaf út litla bók í tilefni af sýningunni og kom heim með 20 eintök, þau seldust öll upp þegar ég opnaði, það kom mér skemmtilega á óvart.“ Þorsteinn er búsettur í Melbourne í Ástralíu núna og stundar þar mastersnám við Photography Studies College. „Ég er hálf-ástralskur en hef ekki búið í Ástralíu síðan ég var átta ára, þá flutti ég hingað heim. Föðurfjölskyldan er öll búsett þar úti og ég hef oft farið í heimsóknir til hennar gegnum árin en með því að stoppa bara mánuð í senn gefst lítill tími til að sinna henni og kynnast landinu.“ Í vinnu sinni sem leiðsögumaður kveðst Þorsteinn hafa áttað sig á að þó margt sé vitað um jöklana á Íslandi sé líka margt óljóst. „Ég var forvitinn um hvernig þekkingin á umhverfi okkar verður til, hvaða starfsemi liggur að baki allri þeirri tölfræði sem við lesum í greinum og bókum um það. Ég kynntist fólki sem vinnur fyrir Jöklarannsóknafélag Íslands og ákvað að slást í för með því í tvo leiðangra, á Langjökul og Vatnajökul. Úr spratt þetta ljósmyndaverkefni sem opnar glugga inn í þann heim. Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna en á jöklum myndar tæknin þá brú sem gerir okkur fært að skilja náttúruna og umhverfið. Það er sú saga sem ég er að reyna að segja á sýningunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Þegar viðtalið við Þorstein Cameron hefst er myndasmiður Fréttablaðsins nýbúinn að smella af honum mynd svo fyrsta spurning til hans er: Hvernig finnst ljósmyndara að sitja fyrir? „Ha, ha, ég er tiltölulega vanari að vera hinum megin við vélina en á móti kemur að maður veit hvernig þetta á að ganga fyrir sig.“ Myndirnar á sýningunni tók Þorsteinn í fyrrasumar. Hann hefur starfað sem jöklaleiðsögumaður á Sólheimajökli og Svínafellsjökli undanfarin sumur og kveðst hafa tekið margar týpískar myndir af jöklum. Nú hafi hann langað að gera þeim ný skil. „Titillinn á sýningunni, Línur fyrir lönd, vísar í þá tilhneigingu mannsins að kortleggja og túlka náttúruna. Fyrr á tímum voru óhljóð og hreyfingar jökla útskýrðar með hinum ýmsu furðusögum en nú höfum við skipt út hjátrúnni fyrir mælingar og líkön. Í myndunum reyni ég að varpa ljósi á það vandasama starf rannsóknarfólks að gefa náttúrunni merkingu og skapa þekkingu í beinum og óbeinum átökum við landslagið.“ Hann segir sýningargesti almennt hrifna af myndunum og hann geti ekki beðið um meira. „Ég gaf út litla bók í tilefni af sýningunni og kom heim með 20 eintök, þau seldust öll upp þegar ég opnaði, það kom mér skemmtilega á óvart.“ Þorsteinn er búsettur í Melbourne í Ástralíu núna og stundar þar mastersnám við Photography Studies College. „Ég er hálf-ástralskur en hef ekki búið í Ástralíu síðan ég var átta ára, þá flutti ég hingað heim. Föðurfjölskyldan er öll búsett þar úti og ég hef oft farið í heimsóknir til hennar gegnum árin en með því að stoppa bara mánuð í senn gefst lítill tími til að sinna henni og kynnast landinu.“ Í vinnu sinni sem leiðsögumaður kveðst Þorsteinn hafa áttað sig á að þó margt sé vitað um jöklana á Íslandi sé líka margt óljóst. „Ég var forvitinn um hvernig þekkingin á umhverfi okkar verður til, hvaða starfsemi liggur að baki allri þeirri tölfræði sem við lesum í greinum og bókum um það. Ég kynntist fólki sem vinnur fyrir Jöklarannsóknafélag Íslands og ákvað að slást í för með því í tvo leiðangra, á Langjökul og Vatnajökul. Úr spratt þetta ljósmyndaverkefni sem opnar glugga inn í þann heim. Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna en á jöklum myndar tæknin þá brú sem gerir okkur fært að skilja náttúruna og umhverfið. Það er sú saga sem ég er að reyna að segja á sýningunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira