Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Trump talaði um Kim sem „hæfileikaríkan“ og sagðist viss um að hann vildi þjóð sinni vel. Vísir/Getty Full eftirvæntingar fylgdist alþjóð með því þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í höndina á Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í fyrrinótt. Um var að ræða fyrsta leiðtogafund ríkjanna tveggja sem lengi hafa átt í hatrömmum deilum. Þrátt fyrir að hafa áður átt í uppnefnastríði og þrátt fyrir linnulaus og grimmileg mannréttindabrot harðræðisstjórnar Kim var kurteisin allsráðandi á fundinum. Trump talaði um Kim sem „hæfileikaríkan“ og sagðist viss um að hann vildi þjóð sinni vel. Vert er að minna á að í Norður-Kóreu er fólki til að mynda hent í fangelsi fyrir glæpi fjölskyldumeðlima, meðal annars fyrir að horfa á suðurkóreskar bíómyndir. Fólk er pyntað, tekið af lífi og því nauðgað. Fjölmiðla-, tjáningar-, athafnafrelsi er svo gott sem ekkert. Mennirnir tveir undirrituðu yfirlýsingu eftir spjall sitt. Þrátt fyrir að vera innihaldsrýr er hún almennt álitin gott fyrsta skref í átt að raunverulegum friði á Kóreuskaga. Í henni var meðal annars kveðið á um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Eftir fundinn hélt Trump blaðamannafund þar sem hann sagði fundinn hafa gengið undursamlega. Forsetinn sagði Kim hafa fallist á þá kröfu Bandaríkjamanna að kjarnorkuafvopnun yrði sannreynanleg og algjör sem og kröfu um að rífa ónefnda eldflaugatilraunastöð. Sjálfur sagðist Trump ekkert hafa gefið eftir. Þvinganir yrðu enn í gildi.Donald Trump ávarpaði blaðamenn að fundi loknum.Vísir/GettyTrump minntist hins vegar á að Bandaríkjamenn væru ekki mótfallnir því að hætta heræfingum í og með Suður-Kóreu. Ýmsir furðuðu sig á ummælunum og sagði talsmaður forsetaembættis Suður-Kóreu óskýrt hvað Trump væri að tala um. Aðrir, til að mynda Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sögðu að Trump hefði náð litlu fram á fundinum. Ljóst er að Norður-Kóreustjórn fagnar fundinum. Ekki var sérstaklega kveðið á um með hvaða hætti kjarnorkuafvopnun færi fram, en hugtakið þykir hafa misjafna merkingu í hugum Kim og Trumps. Einræðisherrann vill að allir afvopnist á skaganum en forsetinn einblínir á kjarnorkuvopn Norður-Kóreu. Kim getur sömuleiðis glaðst yfir því að hafa komið inn úr kuldanum og stigið stórt skref í þá átt að tryggja áframhaldandi líf harðstjórnar sinnar. Þá munu orð Trumps um að hætta heræfingum væntanlega falla í frjóan jarðveg hjá einræðisherranum. Og það gerðu þau svo sannarlega hjá kínversku ríkisstjórninni. Kínverjar hafa lengi hampað þeirri hugmynd að Norður-Kórea ætti að hætta eldflaugatilraunum og Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn heræfingum í staðinn. En þótt ríkisstjórnir Kína, Japans, Rússlands, Bandaríkjanna og Suður- og Norður-Kóreu fagni fundinum og hrósi sigri eru ekki allir sáttir. Mohammad Bagher Nobakht, upplýsingafulltrúi írönsku ríkisstjórnarinnar, varaði Kim sérstaklega við Bandaríkjaforsetanum, en Trump dró Bandaríkin nýverið út úr kjarnorkusamningnum sem stórveldi heims gerðu við Íran. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Full eftirvæntingar fylgdist alþjóð með því þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í höndina á Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í fyrrinótt. Um var að ræða fyrsta leiðtogafund ríkjanna tveggja sem lengi hafa átt í hatrömmum deilum. Þrátt fyrir að hafa áður átt í uppnefnastríði og þrátt fyrir linnulaus og grimmileg mannréttindabrot harðræðisstjórnar Kim var kurteisin allsráðandi á fundinum. Trump talaði um Kim sem „hæfileikaríkan“ og sagðist viss um að hann vildi þjóð sinni vel. Vert er að minna á að í Norður-Kóreu er fólki til að mynda hent í fangelsi fyrir glæpi fjölskyldumeðlima, meðal annars fyrir að horfa á suðurkóreskar bíómyndir. Fólk er pyntað, tekið af lífi og því nauðgað. Fjölmiðla-, tjáningar-, athafnafrelsi er svo gott sem ekkert. Mennirnir tveir undirrituðu yfirlýsingu eftir spjall sitt. Þrátt fyrir að vera innihaldsrýr er hún almennt álitin gott fyrsta skref í átt að raunverulegum friði á Kóreuskaga. Í henni var meðal annars kveðið á um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Eftir fundinn hélt Trump blaðamannafund þar sem hann sagði fundinn hafa gengið undursamlega. Forsetinn sagði Kim hafa fallist á þá kröfu Bandaríkjamanna að kjarnorkuafvopnun yrði sannreynanleg og algjör sem og kröfu um að rífa ónefnda eldflaugatilraunastöð. Sjálfur sagðist Trump ekkert hafa gefið eftir. Þvinganir yrðu enn í gildi.Donald Trump ávarpaði blaðamenn að fundi loknum.Vísir/GettyTrump minntist hins vegar á að Bandaríkjamenn væru ekki mótfallnir því að hætta heræfingum í og með Suður-Kóreu. Ýmsir furðuðu sig á ummælunum og sagði talsmaður forsetaembættis Suður-Kóreu óskýrt hvað Trump væri að tala um. Aðrir, til að mynda Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sögðu að Trump hefði náð litlu fram á fundinum. Ljóst er að Norður-Kóreustjórn fagnar fundinum. Ekki var sérstaklega kveðið á um með hvaða hætti kjarnorkuafvopnun færi fram, en hugtakið þykir hafa misjafna merkingu í hugum Kim og Trumps. Einræðisherrann vill að allir afvopnist á skaganum en forsetinn einblínir á kjarnorkuvopn Norður-Kóreu. Kim getur sömuleiðis glaðst yfir því að hafa komið inn úr kuldanum og stigið stórt skref í þá átt að tryggja áframhaldandi líf harðstjórnar sinnar. Þá munu orð Trumps um að hætta heræfingum væntanlega falla í frjóan jarðveg hjá einræðisherranum. Og það gerðu þau svo sannarlega hjá kínversku ríkisstjórninni. Kínverjar hafa lengi hampað þeirri hugmynd að Norður-Kórea ætti að hætta eldflaugatilraunum og Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn heræfingum í staðinn. En þótt ríkisstjórnir Kína, Japans, Rússlands, Bandaríkjanna og Suður- og Norður-Kóreu fagni fundinum og hrósi sigri eru ekki allir sáttir. Mohammad Bagher Nobakht, upplýsingafulltrúi írönsku ríkisstjórnarinnar, varaði Kim sérstaklega við Bandaríkjaforsetanum, en Trump dró Bandaríkin nýverið út úr kjarnorkusamningnum sem stórveldi heims gerðu við Íran.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28
Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45