Virði Basko lækkaði um 690 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júní 2018 08:00 Basko rekur meðal annars verslanir 10-11. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Virði eignarhaldsfélagsins Basko, sem á og rekur meðal annars verslanir 10-11, lækkaði um tæp 37 prósent í bókum stærsta hluthafa félagsins, framtakssjóðsins Horns III, á síðasta ári. Félagið var metið á um 1.190 milljónir í lok ársins borið saman við 1.885 milljónir í lok árs 2016. Framtakssjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa, jók eignarhlut sinn í Basko úr 80 prósentum í 88 prósent í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi sjóðsins. Sjóðurinn keypti fyrir tveimur árum 80 prósenta hlut í Basko af félögum tengdum stjórnendum þess, þar á meðal Árna Pétri Jónssyni forstjóra og bresku matvöruversluninni Iceland Foods, fyrir rúmlega 1,5 milljarða króna. Var félagið metið á tæpa 1,9 milljarða í viðskiptunum. Þá sýndi Skeljungur því áhuga síðasta sumar að kaupa Basko fyrir allt að 2,2 milljarða en stjórn olíufélagsins hætti hins vegar við áformin þar sem „ýmsar forsendur“, eins og það var orðað í tilkynningu félagsins, gengu ekki eftir. Fyrir utan verslanir 10-11 rekur Basko meðal annars verslanir Ice land, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill. Félagið keypti á síðasta ári auk þess helmingshlut í Eldum rétt. Fyrr á árinu var greint frá því að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, en ekki hefur fengist upplýst um hvaða verslanir eru að ræða. Framtakssjóðurinn, sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða, tapaði 1.824 milljónum króna í fyrra en tapið nam um 207 milljónum árið áður. Annar framtakssjóður í stýringu Landsbréfa, Horn II, hagnaðist um ríflega 2,7 milljarða króna í fyrra, en sjóðurinn seldi á árinu 60 prósenta hlut sinn í Keahótelum fyrir um fimm milljarða og færði upp tæplega helmingshlut sinn í Hvatningu, stærsta eiganda Bláa lónsins, um 49 prósent en hluturinn var metinn á ríflega átta milljarða í lok síðasta árs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja endurvekja viðræðurnar Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. 28. febrúar 2018 08:00 Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Virði eignarhaldsfélagsins Basko, sem á og rekur meðal annars verslanir 10-11, lækkaði um tæp 37 prósent í bókum stærsta hluthafa félagsins, framtakssjóðsins Horns III, á síðasta ári. Félagið var metið á um 1.190 milljónir í lok ársins borið saman við 1.885 milljónir í lok árs 2016. Framtakssjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa, jók eignarhlut sinn í Basko úr 80 prósentum í 88 prósent í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi sjóðsins. Sjóðurinn keypti fyrir tveimur árum 80 prósenta hlut í Basko af félögum tengdum stjórnendum þess, þar á meðal Árna Pétri Jónssyni forstjóra og bresku matvöruversluninni Iceland Foods, fyrir rúmlega 1,5 milljarða króna. Var félagið metið á tæpa 1,9 milljarða í viðskiptunum. Þá sýndi Skeljungur því áhuga síðasta sumar að kaupa Basko fyrir allt að 2,2 milljarða en stjórn olíufélagsins hætti hins vegar við áformin þar sem „ýmsar forsendur“, eins og það var orðað í tilkynningu félagsins, gengu ekki eftir. Fyrir utan verslanir 10-11 rekur Basko meðal annars verslanir Ice land, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill. Félagið keypti á síðasta ári auk þess helmingshlut í Eldum rétt. Fyrr á árinu var greint frá því að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, en ekki hefur fengist upplýst um hvaða verslanir eru að ræða. Framtakssjóðurinn, sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða, tapaði 1.824 milljónum króna í fyrra en tapið nam um 207 milljónum árið áður. Annar framtakssjóður í stýringu Landsbréfa, Horn II, hagnaðist um ríflega 2,7 milljarða króna í fyrra, en sjóðurinn seldi á árinu 60 prósenta hlut sinn í Keahótelum fyrir um fimm milljarða og færði upp tæplega helmingshlut sinn í Hvatningu, stærsta eiganda Bláa lónsins, um 49 prósent en hluturinn var metinn á ríflega átta milljarða í lok síðasta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja endurvekja viðræðurnar Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. 28. febrúar 2018 08:00 Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Vilja endurvekja viðræðurnar Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. 28. febrúar 2018 08:00
Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39
Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00