Gummi Gumm: Mikilvægasta ákvörðunin að taka Tedda inn Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Laugardalshöll skrifar 13. júní 2018 22:25 Guðmundur Guðmundsson þjálfar landslið Íslands. vísir/getty Ísland er komið á HM í handbolta á næsta ári eftir 34-31 sigur á Litháen í Laugardalshöll í kvöld. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var eðlilega mjög ánægður í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur, eins og við bjuggumst við. Enda er andstæðingurinn með mjög gott lið. Ég var alveg búinn að búa mig undir svona viðureignir á móti þeim þegar ég var búinn að greina þá en þetta hafðist,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Það var frábær barátta í liðinu og við spiluðum sóknarleikinn mjög vel. Varnarleikurinn hann datt aðeins niður á köflum og þeir skoruðu of mikið á línu. En á endanum get ég ekki annað en hrósað liðinu mínu fyrir frábæran leik og frábæra baráttu.“ „Svo verð ég bara að taka það fram að ég hef ekki upplifað svona frábæra stemmingu hjá áhorfendum í áraraðir og það var ómetanlegur stuðningur sem við fengum frá íslensku áhorfendunum hér í kvöld,“ sagði landsliðsþjálfarinn en meðlimir Tólfunnar, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í fótbolta, voru mættir að styðja strákana áfram í troðfullri Laugardalshöll. Guðmundur gerði breytingu á leikmannahópnum í dag, Theodór Sigurbjörnsson kom inn fyrir Ragnar Jóhannsson. Theodór fékk stórt hlutverk í dag þar sem Arnór Þór Gunnarsson var rekinn út af með beint rautt spjald snemma leiks og Theodór þurfti að taka stöðu hans í horninu. Það gerði hann af listibrag og skilaði fimm mörkum, næst markahæstur í liði Íslands. Var ákvörðunin að skipta Theodóri inn fyrir Ragnar taktísk hjá Guðmundi? „Já hún var það. Þetta var ein mikilvægasta ákvörðunin sem við tókum fyrir leikinn og er ég mjög ánægður með hana. Hann stóð sig frábærlega. Við lendum í því að hann dettur út og fær rauða spjaldið hann Addi og þá erum við komnir í svolítil erfið mál. Hann kemur inn Teddi og klárar þetta alveg stórkostlega. Mjög mikilvægt að hafa hann til staðar.“ Arnór Þór fékk beint rautt fyrir að þruma boltanum í höfuðið á Aistis Pazemeckas, markmanni Litháa, úr vítakasti. Það var lítið hægt að segja við þeim dómi. „Líklega ekki. Mér fannst markvörðurinn hreyfa sig en ég get ekki dæmt um það, maður sér þetta ekki þegar það gerist. Þetta eru góðir dómarar og ég verð að treysta þeim fyrir þessari ákvörðun.“ Ísland hefur verið nokkuð reglulegur gestur á stórmótum undan farin ár en þó hefur það farið þannig að á árunum 1999 og 2009 vorum við ekki með á HM. Sú „bölvun“ er þó brotin og við verðum með 2019. „Nú er þetta spennandi verkefni fyrir okkur alla og liðið að takast á við það að fara á HM. HM verður sérstaklega stórt og skemmtilegt, bæði haldið í Þýskalandi og Danmörku, og ég held það verði einstakt að taka þátt í því.“ „Ég er náttúrulega einstaklega ánægður að vera þjálfari íslenska landsliðsins og vera búinn að taka þátt í því að koma því á HM. Svo er smá bónus að Barein er komið líka á HM, það er skemmtilegt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Sjá meira
Ísland er komið á HM í handbolta á næsta ári eftir 34-31 sigur á Litháen í Laugardalshöll í kvöld. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var eðlilega mjög ánægður í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur, eins og við bjuggumst við. Enda er andstæðingurinn með mjög gott lið. Ég var alveg búinn að búa mig undir svona viðureignir á móti þeim þegar ég var búinn að greina þá en þetta hafðist,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Það var frábær barátta í liðinu og við spiluðum sóknarleikinn mjög vel. Varnarleikurinn hann datt aðeins niður á köflum og þeir skoruðu of mikið á línu. En á endanum get ég ekki annað en hrósað liðinu mínu fyrir frábæran leik og frábæra baráttu.“ „Svo verð ég bara að taka það fram að ég hef ekki upplifað svona frábæra stemmingu hjá áhorfendum í áraraðir og það var ómetanlegur stuðningur sem við fengum frá íslensku áhorfendunum hér í kvöld,“ sagði landsliðsþjálfarinn en meðlimir Tólfunnar, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í fótbolta, voru mættir að styðja strákana áfram í troðfullri Laugardalshöll. Guðmundur gerði breytingu á leikmannahópnum í dag, Theodór Sigurbjörnsson kom inn fyrir Ragnar Jóhannsson. Theodór fékk stórt hlutverk í dag þar sem Arnór Þór Gunnarsson var rekinn út af með beint rautt spjald snemma leiks og Theodór þurfti að taka stöðu hans í horninu. Það gerði hann af listibrag og skilaði fimm mörkum, næst markahæstur í liði Íslands. Var ákvörðunin að skipta Theodóri inn fyrir Ragnar taktísk hjá Guðmundi? „Já hún var það. Þetta var ein mikilvægasta ákvörðunin sem við tókum fyrir leikinn og er ég mjög ánægður með hana. Hann stóð sig frábærlega. Við lendum í því að hann dettur út og fær rauða spjaldið hann Addi og þá erum við komnir í svolítil erfið mál. Hann kemur inn Teddi og klárar þetta alveg stórkostlega. Mjög mikilvægt að hafa hann til staðar.“ Arnór Þór fékk beint rautt fyrir að þruma boltanum í höfuðið á Aistis Pazemeckas, markmanni Litháa, úr vítakasti. Það var lítið hægt að segja við þeim dómi. „Líklega ekki. Mér fannst markvörðurinn hreyfa sig en ég get ekki dæmt um það, maður sér þetta ekki þegar það gerist. Þetta eru góðir dómarar og ég verð að treysta þeim fyrir þessari ákvörðun.“ Ísland hefur verið nokkuð reglulegur gestur á stórmótum undan farin ár en þó hefur það farið þannig að á árunum 1999 og 2009 vorum við ekki með á HM. Sú „bölvun“ er þó brotin og við verðum með 2019. „Nú er þetta spennandi verkefni fyrir okkur alla og liðið að takast á við það að fara á HM. HM verður sérstaklega stórt og skemmtilegt, bæði haldið í Þýskalandi og Danmörku, og ég held það verði einstakt að taka þátt í því.“ „Ég er náttúrulega einstaklega ánægður að vera þjálfari íslenska landsliðsins og vera búinn að taka þátt í því að koma því á HM. Svo er smá bónus að Barein er komið líka á HM, það er skemmtilegt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30