Aron: Eigum að vinna svona lið með stærri mun á heimavelli Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Laugardalshöll skrifar 13. júní 2018 23:06 Aron skoraði fimm mörk í kvöld vísir/ernir Ísland er komið á HM 2019 í handbolta eftir 34-31 sigur á Litháum í Laugardalshöll. Aron Pálmarsson sagðist finna fyrir létti í leikslok að hafa klárað verkefnið. „Þetta var erfitt, en þetta tókst. Þvílíkur léttir,“ sagði Aron eftir leikinn. Hvernig var tilfinningin þegar dómarinn flautaði til leiksloka? „Hún var góð. Þegar það voru tvær mínútur eftir þá vissi maður að þetta var komið og það var gríðarlegur léttir. Þetta var mjög erfitt og mér fannst við gera okkur erfitt fyrir.“ „Vorum að klikka mikið á dauðafærum og við hefðum átt að vera búnir að klára þetta. Þeir eru drullu seigir og svo voru þeir að skora skítamörk, úr blokkinni inn og Bjöggi var í þeim. Það er svolítið vont að fá það upp á hausinn en við sýndum karakter og héldum þetta út. Auðvitað áttum við að fara áfram í gegnum þetta lið.“ Íslenska liðið gerði Litháunum frekar auðvelt fyrir með því að hleypa inn auðveldum mörkum og voru oft á tíðum hálf klaufalegir í vörninni. „Mér fannst við vera með þá sóknarlega. Þeir komu framar í seinni og þá vorum við með smá tvist í okkar kerfum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum alltaf að opna þá og klikka á dauðafærum sem eru byrjendamistök sem við eigum ekki að gera.“ „Að sama skapi þá skorum við yfir þrjátíu mörk sem er allt í lagi en mér finnst við eiga að vinna svona lið á heimavelli með stærri mun. En mér er alveg sama, við erum komnir á HM.“ Ísland hefur aðeins misst af einu stórmóti á þessari öld, að undanskildum Ólympíuleikum, en það er alltaf jafn sætt að komast þangað inn. „Þetta er alltaf, sérstaklega svona leikir, smá léttir en maður getur ekki tekið þessu sem sjálfsögðum hlut að komast inn á þessi mót. Maður er þakklátur fyrir það og ég er ánægður með að við þurfum að halda þessum standard. Megum ekki vera að detta niður og ég er ánægður með „professionalismann“ í okkur í kringum allt, nýju leikmennina og starfsfólkið.“ „Það á bara að vera eðlilegt fyrir íslenskan handbolta að vera með landslið á stórmótum.“ Strákarnir fara nú í sumarfrí, en verður Aron ekki með augun á skjánum á laugardaginn þegar hinir „strákarnir okkar“ mæta Argentínu á HM í fótbolta? „Klárlega. Ég verð „all in“ á HM. Fer reyndar ekki á HM en ég fylgist með strákunum og verð þeirra aðal stuðningsmaður,“ sagði Aron Pálmarsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Ísland er komið á HM 2019 í handbolta eftir 34-31 sigur á Litháum í Laugardalshöll. Aron Pálmarsson sagðist finna fyrir létti í leikslok að hafa klárað verkefnið. „Þetta var erfitt, en þetta tókst. Þvílíkur léttir,“ sagði Aron eftir leikinn. Hvernig var tilfinningin þegar dómarinn flautaði til leiksloka? „Hún var góð. Þegar það voru tvær mínútur eftir þá vissi maður að þetta var komið og það var gríðarlegur léttir. Þetta var mjög erfitt og mér fannst við gera okkur erfitt fyrir.“ „Vorum að klikka mikið á dauðafærum og við hefðum átt að vera búnir að klára þetta. Þeir eru drullu seigir og svo voru þeir að skora skítamörk, úr blokkinni inn og Bjöggi var í þeim. Það er svolítið vont að fá það upp á hausinn en við sýndum karakter og héldum þetta út. Auðvitað áttum við að fara áfram í gegnum þetta lið.“ Íslenska liðið gerði Litháunum frekar auðvelt fyrir með því að hleypa inn auðveldum mörkum og voru oft á tíðum hálf klaufalegir í vörninni. „Mér fannst við vera með þá sóknarlega. Þeir komu framar í seinni og þá vorum við með smá tvist í okkar kerfum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum alltaf að opna þá og klikka á dauðafærum sem eru byrjendamistök sem við eigum ekki að gera.“ „Að sama skapi þá skorum við yfir þrjátíu mörk sem er allt í lagi en mér finnst við eiga að vinna svona lið á heimavelli með stærri mun. En mér er alveg sama, við erum komnir á HM.“ Ísland hefur aðeins misst af einu stórmóti á þessari öld, að undanskildum Ólympíuleikum, en það er alltaf jafn sætt að komast þangað inn. „Þetta er alltaf, sérstaklega svona leikir, smá léttir en maður getur ekki tekið þessu sem sjálfsögðum hlut að komast inn á þessi mót. Maður er þakklátur fyrir það og ég er ánægður með að við þurfum að halda þessum standard. Megum ekki vera að detta niður og ég er ánægður með „professionalismann“ í okkur í kringum allt, nýju leikmennina og starfsfólkið.“ „Það á bara að vera eðlilegt fyrir íslenskan handbolta að vera með landslið á stórmótum.“ Strákarnir fara nú í sumarfrí, en verður Aron ekki með augun á skjánum á laugardaginn þegar hinir „strákarnir okkar“ mæta Argentínu á HM í fótbolta? „Klárlega. Ég verð „all in“ á HM. Fer reyndar ekki á HM en ég fylgist með strákunum og verð þeirra aðal stuðningsmaður,“ sagði Aron Pálmarsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30