Lofar töfrandi og góðu partíi Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2018 09:00 Logi Pedro Stefánsson segir það hafa haft mikil áhrif á tónlist sína að verða faðir síðastliðið haust. MYND/ERNIR „Ég lofa góðu partíi. Þetta er fyrsta tónlistarhátíðin sem ég kem fram á sem sólólistamaður og ætla eingöngu að flytja efni af nýju plötunni minni, enda er hún ekki nema 27 mínútur að lengd. Með mér verða Young Karin, Birnir, Sturla Atlas, Joey Christ og Flóni, sem öll eru á mála hjá plötufyrirtæki mínu Les Frères Stefson,“ segir Logi Pedro og útilokar að bróðir hans Unnsteinn Manuel stökkvi óvænt á svið til að taka lög Retro Stefson. „Það gerist ekki, enda erum við búnir að skipuleggja kombakk eftir tuttugu ár og ekki degi fyrr.“ Logi Pedro var fjórtán ára þegar hann kom fyrst fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves árið 2006. Sama ár varð hljómsveitin Retro Stefson til en Logi hafði áður verið í öðrum hljómsveitum. „Tónlistin spyr ekki um aldur,“ segir Logi. „Vitaskuld er misjöfn menning í kringum tónlistarmenn og oftar en ekki spilað í klúbbum fullorðinna en það er enginn of ungur til að koma fram á skemmtistað ef haldið er vel utan um hann. Hver og einn þarf að taka ákvörðun fyrir sig en það hentaði mér algjörlega að koma fram fjórtán ára og vafðist aldrei fyrir mér.“ Á nýrri plötu Loga Pedros, Litlum svörtum strákum, er persónuleg tónlist með rólegum lögum í bland við dansvæna söngva. „Lögin segja margar sögur og ég ætla líka að taka rólegu lögin á tónleikunum. Mér finnst gaman að syngja angurvær lög og prófa aðrar tilfinningar á sviðinu en hingað til þar sem ég hef verið meira í því að skapa fjör og partí. Ég býst við að margir sjái á mér nýja hlið en platan hefur gengið miklu betur en ég bjóst við. Nú þegar hafa lögin fengið 1,3 milljónir streyma og ég gæti ekki beðið um betri viðtökur. Ég þori ekki að fullyrða hvort allir þekki lögin mín en vonandi geta sem flestir sungið með. Það er alltaf stærsti sigurinn og draumur tónlistarfólks að áheyrendur taki vel undir.“Barnið í sjálfum sér dýrmætt Logi eignaðist soninn Bjart Esteban í fyrrahaust og segir föðurhlutverkið hafa mikil áhrif á sig sem lagasmið. „Að verða faðir hefur breytt öllu í mínu lífi. Allt verður öðruvísi og betra og maður finnur hvernig hausinn á manni vírast upp á nýtt. En um leið og maður tekst á við mesta ábyrgðarhlutverk lífsins, sem er að ala upp barn, er einnig mikilvægt að týna ekki barninu í sjálfum sér. Viðhorfsbreytingin verður til þess að maður skynjar lífið upp á nýtt og þegar kemur að tónsmíðum og stúdíóvinnu er stórkostlegt að hafa gengið í gegnum svo dýrmæta lífsreynslu.“ Logi er lærður hljóðtæknimaður frá Tækniskólanum og rekur hljóðverið 101derland. „Námið hafði mikil áhrif á tónlistarferilinn og var mjög skemmtilegt. Strax á eftir einbeitti ég mér ákaft að verkfræðilegu hliðinni á því að búa til tónlist en það getur bæði haft neikvæð og jákvæð áhrif á lagasmíðina. Maður tekur svona tímabil og áttar sig svo á því að maður hefur einblínt á að allt hljómi vel í stað þess að hugsa um tilfinninguna í tónlistinni. En svo lærist þetta og úr verður samspil tilfinninga og tónlistarverkfræði sem minnir á gott hjónaband,“ segir Logi.Undir björtum sumarhimni Secret Solstice hefst á sumarsólstöðum, fimmtudaginn 21. júní, og hefur Logi engar áhyggjur af veðri eða vindum á hátíðinni. „Veðrið hefur lítið að segja. Þetta er einfaldlega geggjuð tónlistarhátíð sem vex og dafnar með hverju árinu og það er alltaf mikið fjör. Það tekur tónlistarhátíðir mörg ár að skapa sína eigin menningu og hefðir. Þannig fer fólk í pollagallanum á þjóðhátíð í Dalnum, í vetrarpelsi á Iceland Airwaves en í sumarkjól og stuttermabol á Secret Solstice. Margir skarta glitsteinum og skrautlegri andlitsmálningu, og andrúmsloftið er létt og skemmtilegt. Það er líka einstakt að vera á lifandi útitónleikum í blómlegum görðum undir björtum sumarhimni og enda í klúbbpartíum í Höllinni þar sem skemmtikraftar og hátíðargestir skemmta sér saman undir tónlist atvinnuplötusnúða,“ segir Logi Pedro, fullur tilhlökkunar. Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
„Ég lofa góðu partíi. Þetta er fyrsta tónlistarhátíðin sem ég kem fram á sem sólólistamaður og ætla eingöngu að flytja efni af nýju plötunni minni, enda er hún ekki nema 27 mínútur að lengd. Með mér verða Young Karin, Birnir, Sturla Atlas, Joey Christ og Flóni, sem öll eru á mála hjá plötufyrirtæki mínu Les Frères Stefson,“ segir Logi Pedro og útilokar að bróðir hans Unnsteinn Manuel stökkvi óvænt á svið til að taka lög Retro Stefson. „Það gerist ekki, enda erum við búnir að skipuleggja kombakk eftir tuttugu ár og ekki degi fyrr.“ Logi Pedro var fjórtán ára þegar hann kom fyrst fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves árið 2006. Sama ár varð hljómsveitin Retro Stefson til en Logi hafði áður verið í öðrum hljómsveitum. „Tónlistin spyr ekki um aldur,“ segir Logi. „Vitaskuld er misjöfn menning í kringum tónlistarmenn og oftar en ekki spilað í klúbbum fullorðinna en það er enginn of ungur til að koma fram á skemmtistað ef haldið er vel utan um hann. Hver og einn þarf að taka ákvörðun fyrir sig en það hentaði mér algjörlega að koma fram fjórtán ára og vafðist aldrei fyrir mér.“ Á nýrri plötu Loga Pedros, Litlum svörtum strákum, er persónuleg tónlist með rólegum lögum í bland við dansvæna söngva. „Lögin segja margar sögur og ég ætla líka að taka rólegu lögin á tónleikunum. Mér finnst gaman að syngja angurvær lög og prófa aðrar tilfinningar á sviðinu en hingað til þar sem ég hef verið meira í því að skapa fjör og partí. Ég býst við að margir sjái á mér nýja hlið en platan hefur gengið miklu betur en ég bjóst við. Nú þegar hafa lögin fengið 1,3 milljónir streyma og ég gæti ekki beðið um betri viðtökur. Ég þori ekki að fullyrða hvort allir þekki lögin mín en vonandi geta sem flestir sungið með. Það er alltaf stærsti sigurinn og draumur tónlistarfólks að áheyrendur taki vel undir.“Barnið í sjálfum sér dýrmætt Logi eignaðist soninn Bjart Esteban í fyrrahaust og segir föðurhlutverkið hafa mikil áhrif á sig sem lagasmið. „Að verða faðir hefur breytt öllu í mínu lífi. Allt verður öðruvísi og betra og maður finnur hvernig hausinn á manni vírast upp á nýtt. En um leið og maður tekst á við mesta ábyrgðarhlutverk lífsins, sem er að ala upp barn, er einnig mikilvægt að týna ekki barninu í sjálfum sér. Viðhorfsbreytingin verður til þess að maður skynjar lífið upp á nýtt og þegar kemur að tónsmíðum og stúdíóvinnu er stórkostlegt að hafa gengið í gegnum svo dýrmæta lífsreynslu.“ Logi er lærður hljóðtæknimaður frá Tækniskólanum og rekur hljóðverið 101derland. „Námið hafði mikil áhrif á tónlistarferilinn og var mjög skemmtilegt. Strax á eftir einbeitti ég mér ákaft að verkfræðilegu hliðinni á því að búa til tónlist en það getur bæði haft neikvæð og jákvæð áhrif á lagasmíðina. Maður tekur svona tímabil og áttar sig svo á því að maður hefur einblínt á að allt hljómi vel í stað þess að hugsa um tilfinninguna í tónlistinni. En svo lærist þetta og úr verður samspil tilfinninga og tónlistarverkfræði sem minnir á gott hjónaband,“ segir Logi.Undir björtum sumarhimni Secret Solstice hefst á sumarsólstöðum, fimmtudaginn 21. júní, og hefur Logi engar áhyggjur af veðri eða vindum á hátíðinni. „Veðrið hefur lítið að segja. Þetta er einfaldlega geggjuð tónlistarhátíð sem vex og dafnar með hverju árinu og það er alltaf mikið fjör. Það tekur tónlistarhátíðir mörg ár að skapa sína eigin menningu og hefðir. Þannig fer fólk í pollagallanum á þjóðhátíð í Dalnum, í vetrarpelsi á Iceland Airwaves en í sumarkjól og stuttermabol á Secret Solstice. Margir skarta glitsteinum og skrautlegri andlitsmálningu, og andrúmsloftið er létt og skemmtilegt. Það er líka einstakt að vera á lifandi útitónleikum í blómlegum görðum undir björtum sumarhimni og enda í klúbbpartíum í Höllinni þar sem skemmtikraftar og hátíðargestir skemmta sér saman undir tónlist atvinnuplötusnúða,“ segir Logi Pedro, fullur tilhlökkunar.
Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira