Að kjósa það versta Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 19. júní 2018 07:00 Eldri karli, sem vinnur á kaffiteríunni á hóteli einu í bænum Baza, er skelfilega illa við mig. Ástæðan er örugglega sú að ég á það til að koma þarna inn og sitja tímunum saman yfir einum skitnum kaffibolla. Þar að auki sting ég tölvu minni í samband og ráfa um veraldarvefinn í boði hótelsins. Ef ég leyfi mér að fara á salernið mæti ég síðan svip hans sem segir: já, var það ekki? Rennerí á snyrtinguna í þokkabót. Hann afgreiðir mig venjulega ekki fyrr en hann er búinn að klappa vaskinum drykklanga stund. En ég hef líka horn í síðu hans. Ekki fyrir hundshausinn gagnvart mér. Hins vegar dettur þarna inn góðmenni eitt á hverjum morgni sem er svo líkur argentínska skáldinu Jorge Luis Borges að ég var að spá í að fá Guðberg til að þýða hann. Hann er reyndar haltur en ekki blindur en það breytir því ekki að þegar ég sit og skrifa heyri ég rödd Borges koma úr munni þessa manns sem er ósköp vinalegt. Mér var því illa brugðið þegar sá þykkjufulli fer að skamma Borges fyrir að hafa skilið eitthvað eftir í sambandi uppi á herbergi og rekur hann eins og rakka til að kippa því í liðinn. En hvað er ég þá að gera þarna? Jú, mig grunar að eftir allt saman höfum við lúmskt gaman af því sem hæfir okkur illa. Eða hvernig öðruvísi má útskýra það að fólk horfi á sápuóperur, hlusti á Enrique Iglesias, kjósi auðkýfingaflokka þó það sé blankt og leiti að fréttum og ummælum sem skaprauna því til að getað skrifa önnur ummæli sem enn minni sómi er að? Hvað ætli Borges segi um það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eldri karli, sem vinnur á kaffiteríunni á hóteli einu í bænum Baza, er skelfilega illa við mig. Ástæðan er örugglega sú að ég á það til að koma þarna inn og sitja tímunum saman yfir einum skitnum kaffibolla. Þar að auki sting ég tölvu minni í samband og ráfa um veraldarvefinn í boði hótelsins. Ef ég leyfi mér að fara á salernið mæti ég síðan svip hans sem segir: já, var það ekki? Rennerí á snyrtinguna í þokkabót. Hann afgreiðir mig venjulega ekki fyrr en hann er búinn að klappa vaskinum drykklanga stund. En ég hef líka horn í síðu hans. Ekki fyrir hundshausinn gagnvart mér. Hins vegar dettur þarna inn góðmenni eitt á hverjum morgni sem er svo líkur argentínska skáldinu Jorge Luis Borges að ég var að spá í að fá Guðberg til að þýða hann. Hann er reyndar haltur en ekki blindur en það breytir því ekki að þegar ég sit og skrifa heyri ég rödd Borges koma úr munni þessa manns sem er ósköp vinalegt. Mér var því illa brugðið þegar sá þykkjufulli fer að skamma Borges fyrir að hafa skilið eitthvað eftir í sambandi uppi á herbergi og rekur hann eins og rakka til að kippa því í liðinn. En hvað er ég þá að gera þarna? Jú, mig grunar að eftir allt saman höfum við lúmskt gaman af því sem hæfir okkur illa. Eða hvernig öðruvísi má útskýra það að fólk horfi á sápuóperur, hlusti á Enrique Iglesias, kjósi auðkýfingaflokka þó það sé blankt og leiti að fréttum og ummælum sem skaprauna því til að getað skrifa önnur ummæli sem enn minni sómi er að? Hvað ætli Borges segi um það?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar