Ballið búið á Borðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2018 10:11 Aðstandendur veitingastaðarins Borðsins sem stendur við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur hafa ákveðið að loka staðnum. vísir/ERNIR Aðstandendur veitingastaðarins Borðsins, sem stendur við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur, hafa ákveðið að loka staðnum. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu staðarins. Helsta ástæðan fyrir því að staðurinn lokar er ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja þeim um sölu á léttvíni og bjór. Eigendur Borðsins, þau Friðrik Ársælsson, Rakel Eva Sævarsdóttir, Martina Vigdís Nardini og Jón Helgi Sen Erlendsson, hafa um langt skeið barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi. Greint var frá því í fyrra að klaufaskapur af hálfu borgarinnar hafi leitt til þess að í fyrstu var tekið með jákvæðum hætti í umsókn eigenda Borðsins um vínveitingaleyfi en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjaði þó beiðninni á þeim forsendum að Ægissíða er ekki aðalgata í gildandi aðalskipulagi. Lög kveða á um að til að njóta vínveitingaleyfis þurfi rekstur að vera í húsnæði við aðalgötu eða innan skilgreinds nærþjónustukjarna. Það var síðan í byrjun apríl, síðastliðinn, sem vínveitingaleyfið fékkst en, að því er séð verður, allt of seint.Aðstendendur Borðsins þakka fyrir sig.Borðið„Eftir á að hyggja má segja að staðurinn hafi lifað óvenju lengi án vínveitingaleyfis, en það er að sjálfsögðu hlýjum móttökum íbúa hverfisins og þeim mikla meðbyr sem við höfum alltaf fengið frá viðskiptavinum okkar að þakka.“ Þá segir ennfremur: „Það segir sig hins vegar sjálft að á veitingastöðum þar sem boðið er upp á vandaðan mat, sem eldaður er af reynslumiklum matreiðslumönnum, góða þjónustu og notalegt andrúmsloft, gera viðskiptavinir jafnframt kröfu um að boðið sé upp á vín, bjór og jafnvel kokteila með.“ Það hafi tekið sinn toll af eigendum staðarins að hafa ekki vínveitingaleyfi í tvö ár. „Allir þeir sem til þekkja vita að rekstur slíkra veitingastaða án veitinga og tilheyrandi lengri opnunartíma gengur einfaldlega ekki upp til lengri tíma. Þegar vínveitingaleyfið kom í hús eftir tveggja ára baráttu og bið, vorum við sem að staðnum stöndum einfaldlega búin að missa dampinn og að einhverju leyti trúna á konseptinu og töldum fyrir bestu að leyfa nýjum aðila að byrja upp á nýtt. “ Tengdar fréttir Viðmót borgarinnar dregur úr framkvæmdagleði og sköpun Einn eigenda veitingastaðarins Borðsins á Ægisíðu, segir synjun Reykjavíkurborgar á vínveitingarleyfi til staðarins einkennast af mismunun og skipulagsklúðri. 19. apríl 2017 11:54 Klaufaskapur borgarinnar og Borðið fær ekki að selja vín Þetta kemur fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfest hefur synjun byggingafulltrúa á leyfi til vínveitinga. 19. apríl 2017 10:45 Borðið fær loksins vínveitingaleyfi Borðið hefur barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi í nokkurn tíma. 13. apríl 2018 16:03 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Aðstandendur veitingastaðarins Borðsins, sem stendur við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur, hafa ákveðið að loka staðnum. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu staðarins. Helsta ástæðan fyrir því að staðurinn lokar er ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja þeim um sölu á léttvíni og bjór. Eigendur Borðsins, þau Friðrik Ársælsson, Rakel Eva Sævarsdóttir, Martina Vigdís Nardini og Jón Helgi Sen Erlendsson, hafa um langt skeið barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi. Greint var frá því í fyrra að klaufaskapur af hálfu borgarinnar hafi leitt til þess að í fyrstu var tekið með jákvæðum hætti í umsókn eigenda Borðsins um vínveitingaleyfi en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjaði þó beiðninni á þeim forsendum að Ægissíða er ekki aðalgata í gildandi aðalskipulagi. Lög kveða á um að til að njóta vínveitingaleyfis þurfi rekstur að vera í húsnæði við aðalgötu eða innan skilgreinds nærþjónustukjarna. Það var síðan í byrjun apríl, síðastliðinn, sem vínveitingaleyfið fékkst en, að því er séð verður, allt of seint.Aðstendendur Borðsins þakka fyrir sig.Borðið„Eftir á að hyggja má segja að staðurinn hafi lifað óvenju lengi án vínveitingaleyfis, en það er að sjálfsögðu hlýjum móttökum íbúa hverfisins og þeim mikla meðbyr sem við höfum alltaf fengið frá viðskiptavinum okkar að þakka.“ Þá segir ennfremur: „Það segir sig hins vegar sjálft að á veitingastöðum þar sem boðið er upp á vandaðan mat, sem eldaður er af reynslumiklum matreiðslumönnum, góða þjónustu og notalegt andrúmsloft, gera viðskiptavinir jafnframt kröfu um að boðið sé upp á vín, bjór og jafnvel kokteila með.“ Það hafi tekið sinn toll af eigendum staðarins að hafa ekki vínveitingaleyfi í tvö ár. „Allir þeir sem til þekkja vita að rekstur slíkra veitingastaða án veitinga og tilheyrandi lengri opnunartíma gengur einfaldlega ekki upp til lengri tíma. Þegar vínveitingaleyfið kom í hús eftir tveggja ára baráttu og bið, vorum við sem að staðnum stöndum einfaldlega búin að missa dampinn og að einhverju leyti trúna á konseptinu og töldum fyrir bestu að leyfa nýjum aðila að byrja upp á nýtt. “
Tengdar fréttir Viðmót borgarinnar dregur úr framkvæmdagleði og sköpun Einn eigenda veitingastaðarins Borðsins á Ægisíðu, segir synjun Reykjavíkurborgar á vínveitingarleyfi til staðarins einkennast af mismunun og skipulagsklúðri. 19. apríl 2017 11:54 Klaufaskapur borgarinnar og Borðið fær ekki að selja vín Þetta kemur fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfest hefur synjun byggingafulltrúa á leyfi til vínveitinga. 19. apríl 2017 10:45 Borðið fær loksins vínveitingaleyfi Borðið hefur barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi í nokkurn tíma. 13. apríl 2018 16:03 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Viðmót borgarinnar dregur úr framkvæmdagleði og sköpun Einn eigenda veitingastaðarins Borðsins á Ægisíðu, segir synjun Reykjavíkurborgar á vínveitingarleyfi til staðarins einkennast af mismunun og skipulagsklúðri. 19. apríl 2017 11:54
Klaufaskapur borgarinnar og Borðið fær ekki að selja vín Þetta kemur fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfest hefur synjun byggingafulltrúa á leyfi til vínveitinga. 19. apríl 2017 10:45
Borðið fær loksins vínveitingaleyfi Borðið hefur barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi í nokkurn tíma. 13. apríl 2018 16:03