Mynd af íslenska landsliðinu sögð minna á áróður nasista Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júní 2018 17:13 Sitt sýnist hverjum um myndmálið. Twitter Nokkrar deilur hafa vaknað á samfélagsmiðlum um teiknaða mynd af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu sem sumum þykir minna á áróður nasista. Er það sérstaklega notkun á rún fyrir stafinn S, sem margir tengja við stormsveitir nasista, sem fyrir brjóstið á fólki. Myndin gengur manna á milli en svo virðist sem hún tengist Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar má finna myndband sem nýtir sama myndefni.We are ready for Russia.What about you?#fyririsland pic.twitter.com/jexJTGxp4u— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 1, 2018 Áróðursplakat sem nasistar prentuðu fyrir hernám Danmerkur í seinni heimsstyrjöldÞriðja ríkiðÍ umræðum á samfélagsmiðlum virðist stór hluti fólks sjá mjög neikvæða hluti út úr myndinni sem sýnir landsliðsmennina sem reiða víkinga á leið í orrustu. Þá hafa nokkrir birt myndir af áróðri nasista sem nota mjög svipað myndmál um aríska víkinga. Ekki hjálpar að í bakgrunni virðist vera mynd af Moskvu í logum, nokkuð sem stóð til að raungera á sínum tíma. Líklega átti þetta þó frekar að vera íslenskt eldfjall og vísun til HM í Rússlandi. Aðrir setja spurningamerki við að KSÍ skuli vera að deila myndinni. Einn notandi segir það líta út eins og myndin hafi verið hönnuð af svörnum andstæðingi íslenska landsliðsins. „Ákveðið menningarlegt ólæsi í þessari vinnu,“ bætir annar við. Enn aðrir vilja meina að nasistar eigi ekki að komast upp með að eigna sér rúnir og norrænt myndmál. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem blandar sér í umræðuna og segir að SS eigi ekki rúnaletrið frekar en annað fornnorrænt menningargóss sem þeir nýttu sér. Þeir sem taka myndinni verst eiga það margir sameiginlegt að hafa verið í Þýskalandi eða eiga tengsl við Þjóðverja. Þar í landi gæti mörgum þótt myndin í það minnsta óæskileg ef ekki beinlínis ögrandi. Deilurnar um táknræna þýðingu klæðnaðs frá þýska merkinu Thor Steinar eru til marks um hversu flókið samspil myndmáls og hugrenningartengsla getur orðið. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Nokkrar deilur hafa vaknað á samfélagsmiðlum um teiknaða mynd af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu sem sumum þykir minna á áróður nasista. Er það sérstaklega notkun á rún fyrir stafinn S, sem margir tengja við stormsveitir nasista, sem fyrir brjóstið á fólki. Myndin gengur manna á milli en svo virðist sem hún tengist Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar má finna myndband sem nýtir sama myndefni.We are ready for Russia.What about you?#fyririsland pic.twitter.com/jexJTGxp4u— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 1, 2018 Áróðursplakat sem nasistar prentuðu fyrir hernám Danmerkur í seinni heimsstyrjöldÞriðja ríkiðÍ umræðum á samfélagsmiðlum virðist stór hluti fólks sjá mjög neikvæða hluti út úr myndinni sem sýnir landsliðsmennina sem reiða víkinga á leið í orrustu. Þá hafa nokkrir birt myndir af áróðri nasista sem nota mjög svipað myndmál um aríska víkinga. Ekki hjálpar að í bakgrunni virðist vera mynd af Moskvu í logum, nokkuð sem stóð til að raungera á sínum tíma. Líklega átti þetta þó frekar að vera íslenskt eldfjall og vísun til HM í Rússlandi. Aðrir setja spurningamerki við að KSÍ skuli vera að deila myndinni. Einn notandi segir það líta út eins og myndin hafi verið hönnuð af svörnum andstæðingi íslenska landsliðsins. „Ákveðið menningarlegt ólæsi í þessari vinnu,“ bætir annar við. Enn aðrir vilja meina að nasistar eigi ekki að komast upp með að eigna sér rúnir og norrænt myndmál. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem blandar sér í umræðuna og segir að SS eigi ekki rúnaletrið frekar en annað fornnorrænt menningargóss sem þeir nýttu sér. Þeir sem taka myndinni verst eiga það margir sameiginlegt að hafa verið í Þýskalandi eða eiga tengsl við Þjóðverja. Þar í landi gæti mörgum þótt myndin í það minnsta óæskileg ef ekki beinlínis ögrandi. Deilurnar um táknræna þýðingu klæðnaðs frá þýska merkinu Thor Steinar eru til marks um hversu flókið samspil myndmáls og hugrenningartengsla getur orðið.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira