Fleiri gerendur leita sér hjálpar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2018 19:30 Um fjórðungi fleiri gerendur í ofbeldissamböndum hafa leitað sér hjálpar hjá meðferðarstöðinni Heimilisfriði í ár en í fyrra. Flestir sem leita til þeirra eru karlar og telur sálfræðingur að umræða síðustu missera hafi leitt til sjálfsskoðunar hjá mörgum. Meðferðarúrræðið Heimilisfriður sem rekið er á vegum Velferðarráðuneytisins hét upphaflega Karlar til ábyrgðar og var stofnað fyrir tuttugu árum. Meðferðin hefur fyrst og fremst verið fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum þrátt fyrir að konum hafi einnig verið boðið upp á aðstoð á síðustu árum. Á þessum tuttugu árum hafa um 920 manns leitað til þeirra en undanfarið hefur orðið greinileg fjölgun, eða í kringum 25% á milli þessa árs og því síðasta. Sálfræðingur og annar upphafsmanna úrræðisins segir mikinn stíganda í starfseminni. „Núna undanfarna sex mánuði hafa komið rétt tæplega fimmtíu manns, nýir skjólstæðingar auk allra sem voru fyrir og allra sem eru að koma í endurkomur," segir Andrés Ragnarsson, sálfræðingur. Barnaverndar- og lögregluyfirvöld hafa vísað fólki á úrræðið en einhverjir hafa einnig leitað það uppi sjálfir. Um 85 til 90% þeirra sem leita til Heimilsfriðar eru karlar og er það oftast alvarlegasta ofbeldið að sögn Andrésar. Hann telur umræðu síðustu missera og metoo byltinguna hafa áhrif. „Það sem við erum að gera núna er afskaplega gott að mínu viti og við erum að opna eitthvað sem hefur verið þagað um allt, allt of lengi," segir Andrés. Einhverjir hafi beinlínis vísað til þessa við komuna. „Ég hef ekki tölu yfir hversu margir en nokkrir hafa gert það. Vísað í það, að þá hafi eitthvað farið í gang, og þeir farið að skoða og uppgötvað hreinlega að það sem þeir voru að gera var ekki bara „eitthvað", heldur var þetta ofbeldi sem þeir voru að beita." Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Um fjórðungi fleiri gerendur í ofbeldissamböndum hafa leitað sér hjálpar hjá meðferðarstöðinni Heimilisfriði í ár en í fyrra. Flestir sem leita til þeirra eru karlar og telur sálfræðingur að umræða síðustu missera hafi leitt til sjálfsskoðunar hjá mörgum. Meðferðarúrræðið Heimilisfriður sem rekið er á vegum Velferðarráðuneytisins hét upphaflega Karlar til ábyrgðar og var stofnað fyrir tuttugu árum. Meðferðin hefur fyrst og fremst verið fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum þrátt fyrir að konum hafi einnig verið boðið upp á aðstoð á síðustu árum. Á þessum tuttugu árum hafa um 920 manns leitað til þeirra en undanfarið hefur orðið greinileg fjölgun, eða í kringum 25% á milli þessa árs og því síðasta. Sálfræðingur og annar upphafsmanna úrræðisins segir mikinn stíganda í starfseminni. „Núna undanfarna sex mánuði hafa komið rétt tæplega fimmtíu manns, nýir skjólstæðingar auk allra sem voru fyrir og allra sem eru að koma í endurkomur," segir Andrés Ragnarsson, sálfræðingur. Barnaverndar- og lögregluyfirvöld hafa vísað fólki á úrræðið en einhverjir hafa einnig leitað það uppi sjálfir. Um 85 til 90% þeirra sem leita til Heimilsfriðar eru karlar og er það oftast alvarlegasta ofbeldið að sögn Andrésar. Hann telur umræðu síðustu missera og metoo byltinguna hafa áhrif. „Það sem við erum að gera núna er afskaplega gott að mínu viti og við erum að opna eitthvað sem hefur verið þagað um allt, allt of lengi," segir Andrés. Einhverjir hafi beinlínis vísað til þessa við komuna. „Ég hef ekki tölu yfir hversu margir en nokkrir hafa gert það. Vísað í það, að þá hafi eitthvað farið í gang, og þeir farið að skoða og uppgötvað hreinlega að það sem þeir voru að gera var ekki bara „eitthvað", heldur var þetta ofbeldi sem þeir voru að beita."
Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent