Nú er ég orðinn nöðrubani Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 5. júní 2018 07:00 Í fyrradag sýndist mér ég sjá rottuhala einn renna fimlega bak við strigapoka þegar ég var ásamt tengdó í skúr hans að hella bruggi á vínbelgi. Ég brást víkingalega við og reif pokann upp en þá blasti við mér snákur einn svipljótur. Vildi hann þó spara mér fundinn við sig svo hann flúði út í horn en þar gerði tengdó atlögu að dýrinu með göngustafinn á lofti. Hvæsti snákurinn þá svo hvein í skúrnum. En aftur flúði sá ílangi en þá skipti engum togum að gamli ólífubóndinn, sem hafði flókaskó góða á fótum, steig á kvikindið aftanvert sem komst því hvergi. Var ég kvikur þá sem kúreki í einvígi og náði í rör eitt eigi all lítið og lamdi þann ílanga ofarlega svo nær tók af höfuðið og var það hans bani. Var allt kjurt um stund og taldi ég óhætt að vinda sér í vínið og önnur tilfallandi landbúnaðarstörf sem gengu áfallalaust. Að þeim loknum vildi ég farga vágesti þessum og setti ég því plastpoka utan um puttana til að höndla dýrið. Vildi þá ekki betur til en svo að snákurinn tók upp fyrri hætti og skók ílangan skrokkinn eins og ungviði. Kunni ég þessu illa enda langt um liðið frá því ég hafði vegið snákinn. Nú er freistandi að nota skáldaleyfið og halda því fram að hér hafi verið eiturnaðra mikil á ferðinni. En langnaðra þessi er reyndar alveg meinlaus. Ja, meinlaus, það er kannski ekki rétt að orða það svo því eftir fund þennan er ég svo hvekktur orðinn að ég sé ekki fram á að geta snert garðslöngu næstu árin né lagt mér nokkuð ílangt til munns. Eins og mér fannst nú spagetti gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í fyrradag sýndist mér ég sjá rottuhala einn renna fimlega bak við strigapoka þegar ég var ásamt tengdó í skúr hans að hella bruggi á vínbelgi. Ég brást víkingalega við og reif pokann upp en þá blasti við mér snákur einn svipljótur. Vildi hann þó spara mér fundinn við sig svo hann flúði út í horn en þar gerði tengdó atlögu að dýrinu með göngustafinn á lofti. Hvæsti snákurinn þá svo hvein í skúrnum. En aftur flúði sá ílangi en þá skipti engum togum að gamli ólífubóndinn, sem hafði flókaskó góða á fótum, steig á kvikindið aftanvert sem komst því hvergi. Var ég kvikur þá sem kúreki í einvígi og náði í rör eitt eigi all lítið og lamdi þann ílanga ofarlega svo nær tók af höfuðið og var það hans bani. Var allt kjurt um stund og taldi ég óhætt að vinda sér í vínið og önnur tilfallandi landbúnaðarstörf sem gengu áfallalaust. Að þeim loknum vildi ég farga vágesti þessum og setti ég því plastpoka utan um puttana til að höndla dýrið. Vildi þá ekki betur til en svo að snákurinn tók upp fyrri hætti og skók ílangan skrokkinn eins og ungviði. Kunni ég þessu illa enda langt um liðið frá því ég hafði vegið snákinn. Nú er freistandi að nota skáldaleyfið og halda því fram að hér hafi verið eiturnaðra mikil á ferðinni. En langnaðra þessi er reyndar alveg meinlaus. Ja, meinlaus, það er kannski ekki rétt að orða það svo því eftir fund þennan er ég svo hvekktur orðinn að ég sé ekki fram á að geta snert garðslöngu næstu árin né lagt mér nokkuð ílangt til munns. Eins og mér fannst nú spagetti gott.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar