Þegar Jordan ákvað að niðurlægja Clyde Drexler Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júní 2018 22:45 Drexler reynir hér að stöðva Jordan í rimmu liðanna. Það gekk ekkert allt of vel. vísir/getty Besti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, var einstakur keppnismaður og á því fékk Clyde Drexler að kenna fyrir 26 árum síðan. Jordan og félagar í Chicago Bulls voru þá í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar gegn Portland Trail Blazers. Jordan mætti óeðlilega grimmur til leiks því fjölmargir voru að halda því fram að stjarna Portland, Clyde Drexler, væri á sama plani og Jordan. Það fór ekki vel í Jordan sem ákvað að láta Drexler finna fyrir því og sýna heiminum að hann væri langt frá því að vera í sama klassa. „Þetta var mjög persónulegt fyrir Jordan. Fullkomin áskorun fyrir mann sem þurfti stanslaust á áskorunum að halda. Hann setti sér það markmið að bæði slátra Portland og Drexler,“ skrifaði David Halberstam í bók sinni um Jordan.On This Date: ¯\_(ツ)_/¯ pic.twitter.com/CVveiXZffL — ESPN (@espn) June 3, 2018 Danny Ainge var leikmaður Portland á þessum tíma og hann segir að það sé ómannlegt sem hafi átt sér stað í þessari rimmu. „Drexler byrjaði á því að gefa honum frítt skot fyrir utan og Michael setti því sex þrista í röð í andlitið á honum,“ sagði Ainge en fagnið eftir sjötta þristinn er ógleymanlegt og má sjá hér að ofan. Ainge sagðist hafa upplifað að óvild Jordan í garð Drexler hefði verið persónuleg. Jordan leyfði Drexler varla að snerta boltann í sókninni. „Það var eins og Jordan hefði tekið öllum blaðaskrifunum sem persónulegri móðgun. Þetta var eins og að fylgjast með morðingja á vellinum. Leyniskytta sem kemur til þess að drepa þig og rífur svo úr þér hjartað.“ Bulls var miklu betra liðið og vann seríuna í sex leikjum. Það var þó ekki nóg því um sumarið fór Draumaliðið í fyrsta sinn á Ólympíuleikana fyrir Bandaríkin. Þar hélt Jordan áfram að gera Drexler lífið leitt með stanslausu ruslatali um að Drexler gæti ekki stöðvað hann. Á endanum urðu aðrir leikmenn að biðja Jordan um að hætta að snúa hnífnum í sári Drexler. Hann varð við því en á öllum æfingum er hann spilaði vörn gegn Drexler lagði hann sig meira fram en venjulega á æfingunum. Jordan gat ekki hætt að sýna Drexler að hann væri miklu betri leikmaður sem hann vissulega var. NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira
Besti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, var einstakur keppnismaður og á því fékk Clyde Drexler að kenna fyrir 26 árum síðan. Jordan og félagar í Chicago Bulls voru þá í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar gegn Portland Trail Blazers. Jordan mætti óeðlilega grimmur til leiks því fjölmargir voru að halda því fram að stjarna Portland, Clyde Drexler, væri á sama plani og Jordan. Það fór ekki vel í Jordan sem ákvað að láta Drexler finna fyrir því og sýna heiminum að hann væri langt frá því að vera í sama klassa. „Þetta var mjög persónulegt fyrir Jordan. Fullkomin áskorun fyrir mann sem þurfti stanslaust á áskorunum að halda. Hann setti sér það markmið að bæði slátra Portland og Drexler,“ skrifaði David Halberstam í bók sinni um Jordan.On This Date: ¯\_(ツ)_/¯ pic.twitter.com/CVveiXZffL — ESPN (@espn) June 3, 2018 Danny Ainge var leikmaður Portland á þessum tíma og hann segir að það sé ómannlegt sem hafi átt sér stað í þessari rimmu. „Drexler byrjaði á því að gefa honum frítt skot fyrir utan og Michael setti því sex þrista í röð í andlitið á honum,“ sagði Ainge en fagnið eftir sjötta þristinn er ógleymanlegt og má sjá hér að ofan. Ainge sagðist hafa upplifað að óvild Jordan í garð Drexler hefði verið persónuleg. Jordan leyfði Drexler varla að snerta boltann í sókninni. „Það var eins og Jordan hefði tekið öllum blaðaskrifunum sem persónulegri móðgun. Þetta var eins og að fylgjast með morðingja á vellinum. Leyniskytta sem kemur til þess að drepa þig og rífur svo úr þér hjartað.“ Bulls var miklu betra liðið og vann seríuna í sex leikjum. Það var þó ekki nóg því um sumarið fór Draumaliðið í fyrsta sinn á Ólympíuleikana fyrir Bandaríkin. Þar hélt Jordan áfram að gera Drexler lífið leitt með stanslausu ruslatali um að Drexler gæti ekki stöðvað hann. Á endanum urðu aðrir leikmenn að biðja Jordan um að hætta að snúa hnífnum í sári Drexler. Hann varð við því en á öllum æfingum er hann spilaði vörn gegn Drexler lagði hann sig meira fram en venjulega á æfingunum. Jordan gat ekki hætt að sýna Drexler að hann væri miklu betri leikmaður sem hann vissulega var.
NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira