Nei, ekki ljósaperu! Fjalar Sigurðarson skrifar 7. júní 2018 07:00 Hún er lífseig sú árátta að skreyta umræðu um nýsköpun með mynd af glóperu, gömlu góðu ljósaperunni. Margt gefur tilefni til að endurskoða þessa klisju. Í fyrsta lagi þá þrengja klisjur að hugsun. Þegar seilst er eftir klisju sleppir fólk því að hugsa, situr fast í gömlu fari og missir af tækifæri til að fá nýjar og spennandi hugmyndir. Glóperan er aldargömul og er tákn um úrelta og orkufreka tækni á hraðri útleið. En meginástæðan fyrir því að glópera hentar illa sem tákn fyrir nýsköpun er að nýsköpun þarf alls ekki að vera uppfinning. Nýnæmið er oft fólgið í því að nota þekkta tækni eða hugmyndir á nýjan hátt. Með því að vitna ítrekað í glóperu Edisons er nýsköpun jafnað við uppfinningu, og það enga smá uppfinningu. Mark nýsköpunar er þannig sett svo hátt að samlíkingin gæti dregið kjark úr þeim sem ætla sér ekki endilega að gjörbylta lífsháttum margra kynslóða. Snjallt hugvitsfólk þarf ekki að bera sig saman við Edison eða aðra uppfinningamenn. Hagnýtar og snjallar lausnir koma í öllum stærðum og gerðum. Fyrsta skrefið er að móta hugmyndina og kynna sér skrefin sem þarf að stíga og í hvaða röð þarf að stíga þau.Heimsækið vefinn okkar Á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is er mikið af hentugu efni til að kynna sér og fara í gegnum þegar unnið er með nýsköpun og nýjar hugmyndir. Auk upplýsinga eru þar sniðmát fyrir hugmyndavinnu og reiknilíkön fyrir rekstrar- og viðskiptaáætlanir. Fyrsta skref þitt sem frumkvöðull ætti að vera að heimsækja vefinn okkar www.nmi.is – og stíga fyrstu skrefin í að útfæra hugmyndina þína, hversu stór eða smá sem hún er. Útfærslan og nánari vinna er sú deigla sem mun skera úr um gildi hugmyndarinnar. Og hún þarf alls ekki að vera glópera.Höfundur er markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Hún er lífseig sú árátta að skreyta umræðu um nýsköpun með mynd af glóperu, gömlu góðu ljósaperunni. Margt gefur tilefni til að endurskoða þessa klisju. Í fyrsta lagi þá þrengja klisjur að hugsun. Þegar seilst er eftir klisju sleppir fólk því að hugsa, situr fast í gömlu fari og missir af tækifæri til að fá nýjar og spennandi hugmyndir. Glóperan er aldargömul og er tákn um úrelta og orkufreka tækni á hraðri útleið. En meginástæðan fyrir því að glópera hentar illa sem tákn fyrir nýsköpun er að nýsköpun þarf alls ekki að vera uppfinning. Nýnæmið er oft fólgið í því að nota þekkta tækni eða hugmyndir á nýjan hátt. Með því að vitna ítrekað í glóperu Edisons er nýsköpun jafnað við uppfinningu, og það enga smá uppfinningu. Mark nýsköpunar er þannig sett svo hátt að samlíkingin gæti dregið kjark úr þeim sem ætla sér ekki endilega að gjörbylta lífsháttum margra kynslóða. Snjallt hugvitsfólk þarf ekki að bera sig saman við Edison eða aðra uppfinningamenn. Hagnýtar og snjallar lausnir koma í öllum stærðum og gerðum. Fyrsta skrefið er að móta hugmyndina og kynna sér skrefin sem þarf að stíga og í hvaða röð þarf að stíga þau.Heimsækið vefinn okkar Á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is er mikið af hentugu efni til að kynna sér og fara í gegnum þegar unnið er með nýsköpun og nýjar hugmyndir. Auk upplýsinga eru þar sniðmát fyrir hugmyndavinnu og reiknilíkön fyrir rekstrar- og viðskiptaáætlanir. Fyrsta skref þitt sem frumkvöðull ætti að vera að heimsækja vefinn okkar www.nmi.is – og stíga fyrstu skrefin í að útfæra hugmyndina þína, hversu stór eða smá sem hún er. Útfærslan og nánari vinna er sú deigla sem mun skera úr um gildi hugmyndarinnar. Og hún þarf alls ekki að vera glópera.Höfundur er markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar