Verndum störf á landsbyggðinni Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 7. júní 2018 07:00 Fyrir nokkrum dögum boðaði Landsbankinn styttingu afgreiðslutíma í ellefu útibúum á landsbyggðinni. Fjórtán starfsmönnum var sagt upp samhliða breytingunum. Landsbankinn hefur skilgreinda samfélagsstefnu sem segir: „Landsbankinn hefur markað stefnu í samfélagsábyrgð þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Stefnan miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa að ábyrgum stjórnháttum í rekstri bankans.“ Sjálfbærni samfélaga byggist á því að skapa umhverfi sem mætir þörfum nútímans og skapa möguleika fyrir komandi kynslóðir til að þróast áfram á eigin vélarafli. Þegar vegið er að fjölbreytni í atvinnulífi og þjónustu með þessum hætti er verið að draga úr styrk samfélagsins til sjálfbærni. Þótt hægt sé að færa rök fyrir því að bankaafgreiðsla í útibúum fari minnkandi með aukinni tækni, er bankastarfsemi í heild ekki að dragast saman. Því er það mjög undarlegt og í hrópandi ósamræmi við samfélagsstefnu Landsbankans að fækka starfsmönnum í útibúum sínum um landið. Þeim væri í lófa lagið að flytja verkefni og störf sem hægt er að vinna án staðsetningar út á land. Tækninni fleygir jú fram jafnt yfir landið. Ljósleiðaravæðing landsins virkar í báðar áttir og engin einstefna í þeim efnum. Landsbankinn er í eigu ríkisins og þessi stefna er í ósamræmi við stefnu stjórnvalda um aukna áherslu í byggðamálum. Eins og segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þá felast mikil verðmæti í því að landi öllu sé haldið í blómlegri byggð og það sé mikilvægt að landsmenn eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustu og atvinnutækifærum um allt land.Öflug byggðastefna Í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar er lögð áherslu á blómlega byggð um allt land. Í þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun sem nú er í vinnslu á Alþingi er viðfangsefnið að takast á við fækkun íbúa á einstökum svæðum og einhæft atvinnulíf í takt við tæknibreytingar og þróun. Markmiðið er að jafna aðgengi að þjónustu og atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun um allt land. Þá skiptir máli að opinberum aðilum sé falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar. Það skiptir miklu máli að ríkið hafi forgang í því að flytja verkefni og störf út um landið. Nýlega tilkynnti félags- og jafnréttisráðherra að velferðarráðuneytið hyggist styrkja starfseiningu Vinnumálastofnunar á Hvammstanga og flytja tvö störf þangað í kjölfar aukinna verkefna Fæðingarorlofssjóðs. Þetta er dæmi um gott fordæmi þar sem störf vegna nýrra verkefna eru flutt út á land til að styrkja þá starfsemi sem fyrir er. Einnig væri hægt að flytja verkefni frá stofnunum ríkisins og ráðuneyta til að efla opinberar stofnanir á landsbyggðinni. Opinber störf út á land Með samþykkt nýrra laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði var samþykkt bráðabirgðaákvæði sem fól í sér að ráðherra skuli í samstarfi við forsætisráðherra láta semja aðgerðaáætlun fyrir Stjórnarráðið, þar sem afmarka skyldi stjórnsýsluverkefni ráðuneyta og undirstofnana þeirra sem talið er ákjósanlegt að flytja til embætta sýslumanna. Við sameiningu sýslumannsembætta um landið var lögð áhersla á að styrkja embættin með því að flytja verkefni til þeirra. Þetta hefur ekki gengið sem skyldi. Það hefur þurft að fara í uppsagnir hjá sýslumannsembættum um landið og þjónusta útibúa verið minnkuð þvert á loforð um eflingu og aukinn styrk. Þetta þarf alls ekki að vera svona, því opinberum störfum er ekki að fækka á landsvísu. Þau eru bara með óeðlilega samþjöppunareiginlega og sogast til höfuðborgarsvæðisins. Því fjölgar tómum fasteignum ríkisins um landið sem þarf að greiða af skatta og skyldur og hita upp. Ríkið má ekki vera frumkvöðull í að draga úr litrófi atvinnulífsins um landið og Landsbankinn þarf að standa við sína samfélagsstefnu og styðja við öfluga og blómlega byggð í öllu landinu. Það sem við þurfum er öflug byggðastefna og standa svo við hana. Svo það takist skiptir máli að hafa hana að leiðarljósi í öllum framkvæmdum og fjármálastefnu ríkisins.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í NV kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum boðaði Landsbankinn styttingu afgreiðslutíma í ellefu útibúum á landsbyggðinni. Fjórtán starfsmönnum var sagt upp samhliða breytingunum. Landsbankinn hefur skilgreinda samfélagsstefnu sem segir: „Landsbankinn hefur markað stefnu í samfélagsábyrgð þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Stefnan miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa að ábyrgum stjórnháttum í rekstri bankans.“ Sjálfbærni samfélaga byggist á því að skapa umhverfi sem mætir þörfum nútímans og skapa möguleika fyrir komandi kynslóðir til að þróast áfram á eigin vélarafli. Þegar vegið er að fjölbreytni í atvinnulífi og þjónustu með þessum hætti er verið að draga úr styrk samfélagsins til sjálfbærni. Þótt hægt sé að færa rök fyrir því að bankaafgreiðsla í útibúum fari minnkandi með aukinni tækni, er bankastarfsemi í heild ekki að dragast saman. Því er það mjög undarlegt og í hrópandi ósamræmi við samfélagsstefnu Landsbankans að fækka starfsmönnum í útibúum sínum um landið. Þeim væri í lófa lagið að flytja verkefni og störf sem hægt er að vinna án staðsetningar út á land. Tækninni fleygir jú fram jafnt yfir landið. Ljósleiðaravæðing landsins virkar í báðar áttir og engin einstefna í þeim efnum. Landsbankinn er í eigu ríkisins og þessi stefna er í ósamræmi við stefnu stjórnvalda um aukna áherslu í byggðamálum. Eins og segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þá felast mikil verðmæti í því að landi öllu sé haldið í blómlegri byggð og það sé mikilvægt að landsmenn eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustu og atvinnutækifærum um allt land.Öflug byggðastefna Í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar er lögð áherslu á blómlega byggð um allt land. Í þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun sem nú er í vinnslu á Alþingi er viðfangsefnið að takast á við fækkun íbúa á einstökum svæðum og einhæft atvinnulíf í takt við tæknibreytingar og þróun. Markmiðið er að jafna aðgengi að þjónustu og atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun um allt land. Þá skiptir máli að opinberum aðilum sé falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar. Það skiptir miklu máli að ríkið hafi forgang í því að flytja verkefni og störf út um landið. Nýlega tilkynnti félags- og jafnréttisráðherra að velferðarráðuneytið hyggist styrkja starfseiningu Vinnumálastofnunar á Hvammstanga og flytja tvö störf þangað í kjölfar aukinna verkefna Fæðingarorlofssjóðs. Þetta er dæmi um gott fordæmi þar sem störf vegna nýrra verkefna eru flutt út á land til að styrkja þá starfsemi sem fyrir er. Einnig væri hægt að flytja verkefni frá stofnunum ríkisins og ráðuneyta til að efla opinberar stofnanir á landsbyggðinni. Opinber störf út á land Með samþykkt nýrra laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði var samþykkt bráðabirgðaákvæði sem fól í sér að ráðherra skuli í samstarfi við forsætisráðherra láta semja aðgerðaáætlun fyrir Stjórnarráðið, þar sem afmarka skyldi stjórnsýsluverkefni ráðuneyta og undirstofnana þeirra sem talið er ákjósanlegt að flytja til embætta sýslumanna. Við sameiningu sýslumannsembætta um landið var lögð áhersla á að styrkja embættin með því að flytja verkefni til þeirra. Þetta hefur ekki gengið sem skyldi. Það hefur þurft að fara í uppsagnir hjá sýslumannsembættum um landið og þjónusta útibúa verið minnkuð þvert á loforð um eflingu og aukinn styrk. Þetta þarf alls ekki að vera svona, því opinberum störfum er ekki að fækka á landsvísu. Þau eru bara með óeðlilega samþjöppunareiginlega og sogast til höfuðborgarsvæðisins. Því fjölgar tómum fasteignum ríkisins um landið sem þarf að greiða af skatta og skyldur og hita upp. Ríkið má ekki vera frumkvöðull í að draga úr litrófi atvinnulífsins um landið og Landsbankinn þarf að standa við sína samfélagsstefnu og styðja við öfluga og blómlega byggð í öllu landinu. Það sem við þurfum er öflug byggðastefna og standa svo við hana. Svo það takist skiptir máli að hafa hana að leiðarljósi í öllum framkvæmdum og fjármálastefnu ríkisins.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í NV kjördæmi
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar