Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2018 16:45 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/AP Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. Hann sagði Ísrael ekki hafa skipt sér af styrjöldinni í Sýrlandi hingað til en aukin áhrif Íran þar í landi leiddu til þess að endurskoða þyrfti athafnaleysið. Sagði hann sérstaklega að Assad sjálfur væri ekki lengur ónæmur fyrir árásum. „Hann er ekki lengur ónæmur, ríkisstjórn hans er ekki lengur ónæm. Ef hann skýtur á okkur, eins og við höfum sýnt, munum við eyða sveitum hans,“ sagði Netanyahu á fundi í London í dag.Hann sagði að Sýrlendingar yrðu að skilja að Ísrael mundi ekki sætta sig við að íranski herinn komi sér fyrir í Sýrlandi. Þá gaf sagði Netanyahu að vera Írana í Sýrlandi skapaði ógn fyrir sveitir Assad. Þau ummæli forsætisráðherrans um að Ísrael hafi ekki skipt sér af styrjöldinni í Sýrlandi er þó ekki rétt. Ísraelsmenn hafa reglulega gert árásir á Hezbollah og Írani í Sýrlandi. Í síðasta mánuði voru gerðar árásir á tuga skotmarka í Sýrlandi eftir að eldflaugum var skotið þaðan á Gólan hæðir. Yfirvöld Ísrael sögðu Írani hafa gert árásirnar og gerðu þeir í kjölfarið umfangsmiklar árásir í Sýrlandi og sögðust hafa valdið verulegum skaða á innviðum Íran þar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiSagði kjarnorkusamkomulagið úr myndinniNetanyahu er nú að ljúka þriggja daga ferðalagi um Evrópu en hann byrjaði í Berlín og fór síðan til Parísar þar sem hann ræddi við Angelu Merkel og Emmanuel Macron. Nú í dag talaði hann við Theresu May og var kjarnorkusamkomulagið við Íran til umræðu. Merkel, Macron og May hafa reynt að halda lífi í samkomulaginu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá því og tilkynnti nýjar refsiaðgerðir gegn Íran. Netanyahu sagði samkomulagið úr myndinni. Efnahagsstyrkur Bandaríkjanna væri nú að sjá um það. „Þið verðið að velja hvort þið viljið eiga í viðskiptum við Íran eða Bandaríkin. Það er auðveld ákvörðun og allir eru að velja rétt.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Eldflaugum skotið á bækistöðvar íranskra hermanna í norðurhluta Sýrlands. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íranar telja Ísraela hins vegar líklegasta. Írönsk yfirvöld hafna því að íranskir hermenn hafi fallið í árásunum. 1. maí 2018 06:00 Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. Hann sagði Ísrael ekki hafa skipt sér af styrjöldinni í Sýrlandi hingað til en aukin áhrif Íran þar í landi leiddu til þess að endurskoða þyrfti athafnaleysið. Sagði hann sérstaklega að Assad sjálfur væri ekki lengur ónæmur fyrir árásum. „Hann er ekki lengur ónæmur, ríkisstjórn hans er ekki lengur ónæm. Ef hann skýtur á okkur, eins og við höfum sýnt, munum við eyða sveitum hans,“ sagði Netanyahu á fundi í London í dag.Hann sagði að Sýrlendingar yrðu að skilja að Ísrael mundi ekki sætta sig við að íranski herinn komi sér fyrir í Sýrlandi. Þá gaf sagði Netanyahu að vera Írana í Sýrlandi skapaði ógn fyrir sveitir Assad. Þau ummæli forsætisráðherrans um að Ísrael hafi ekki skipt sér af styrjöldinni í Sýrlandi er þó ekki rétt. Ísraelsmenn hafa reglulega gert árásir á Hezbollah og Írani í Sýrlandi. Í síðasta mánuði voru gerðar árásir á tuga skotmarka í Sýrlandi eftir að eldflaugum var skotið þaðan á Gólan hæðir. Yfirvöld Ísrael sögðu Írani hafa gert árásirnar og gerðu þeir í kjölfarið umfangsmiklar árásir í Sýrlandi og sögðust hafa valdið verulegum skaða á innviðum Íran þar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiSagði kjarnorkusamkomulagið úr myndinniNetanyahu er nú að ljúka þriggja daga ferðalagi um Evrópu en hann byrjaði í Berlín og fór síðan til Parísar þar sem hann ræddi við Angelu Merkel og Emmanuel Macron. Nú í dag talaði hann við Theresu May og var kjarnorkusamkomulagið við Íran til umræðu. Merkel, Macron og May hafa reynt að halda lífi í samkomulaginu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá því og tilkynnti nýjar refsiaðgerðir gegn Íran. Netanyahu sagði samkomulagið úr myndinni. Efnahagsstyrkur Bandaríkjanna væri nú að sjá um það. „Þið verðið að velja hvort þið viljið eiga í viðskiptum við Íran eða Bandaríkin. Það er auðveld ákvörðun og allir eru að velja rétt.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Eldflaugum skotið á bækistöðvar íranskra hermanna í norðurhluta Sýrlands. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íranar telja Ísraela hins vegar líklegasta. Írönsk yfirvöld hafna því að íranskir hermenn hafi fallið í árásunum. 1. maí 2018 06:00 Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Eldflaugum skotið á bækistöðvar íranskra hermanna í norðurhluta Sýrlands. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íranar telja Ísraela hins vegar líklegasta. Írönsk yfirvöld hafna því að íranskir hermenn hafi fallið í árásunum. 1. maí 2018 06:00
Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45
Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55
Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09
Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00