„Íslendingar verða bara að vonast til að dragast á móti Englandi næst“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2018 17:00 Íslensku strákarnir fagna sigri á Englendingum á EM 2016. Vísir/Getty Íslenska landsliðið mun sitja eftir í sínum riðli á HM í fótbolta í Rússlandi ef marka má opinbera spá bandaríska blaðsins Sports Illustrated. Það þarf svo sem ekki að koma mikið á óvart að íslenska landsliðinu sé ekki spáð áfram í frumraun sinni á stærsta sviðinu en Sports Illustrated spáir Argentínu og Króatíu upp úr riðlinum. Blaðamaður Sports Illustrated er hinsvegar á því að D-riðill Íslendinga sé einn sá allra sterkasti í keppninni og að öll fjögur liðin eigi þannig raunhæfa möguleika á því að komast áfram. Það sé ekki þannig í nærri því öllum riðlum keppninnar í ár. Aðalhluti umfjallarinnar snýst um Argentínu og að hvort Lionel Messi og félögum takist loksins að komast alla leið upp á topp. Argentínska liðið tapaði í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum, liðið hefur líka tapað úrslitaleikjum í Suðurameríkukeppninni og Messi er því enn að bíða eftir fyrsta titlinum með Argentínu. Margir bíða spenntir eftir því hvort Messi takist að leika eftir afrek Diego Maradona og fá heimsbikarinn í hendurnar.It doesn't get more deadly at the World Cup than Group D So which two will emerge from the balanced quartet? And is there reason for Messi & Co. to be worried? (by @Citizen_Kay)https://t.co/KgRHqEuNEr — Sports Illustrated (@SInow) June 7, 2018 Jóhann Berg Guðmundsson er sá leikmaður íslenska liðsins sem blaðið ráðleggur lesendum sínum að fylgjst vel með. Jóhann Berg átti mjög gott tímabil með Burnley í ensku úrvalsdeildinni og mætir inn á HM fullur sjálfstrausts. Blaðamaður Sports Illustrated hugleiðir líka um fyrsta leik argentínska landsliðsins á móti Íslandi en árangur íslenska liðsins er að hans mati ein besta fréttin í íþróttaheiminum í dag. Árangur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi var frábær og stórmerkilegur enda sló Ísland út England og komst alla leið í átta liða úrslit á sínum fyrsta stórmóti. „Íslendingarnir voru hinsvegar verðlaunaðir með því að lenda í því á þessu HM, að vera eins nálægt og hægt er að spila í dauðariðlinum,“ segir í greininni. Dómur Sports Illustrated um D-riðilinn er hinsvegar köld vatnsgusa framan í Íslendinga. „Við skulum ekki ofhugsa þetta. Argentína og Króatíu eru með tvö bestu liðin í riðlinum og þau fara áfram. Nígería kemst nálægt þessu en liðið mun ekki ná í öll þrjú stigin á móti skipulögðu og öguðu íslensku liði. Íslendingar komast ekki áfram og verða bara að vonast eftir því að dragast á móti Englendingum næst,“ segir í niðurlagi greinar Sports Illustrated um riðil Íslands á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Íslenska landsliðið mun sitja eftir í sínum riðli á HM í fótbolta í Rússlandi ef marka má opinbera spá bandaríska blaðsins Sports Illustrated. Það þarf svo sem ekki að koma mikið á óvart að íslenska landsliðinu sé ekki spáð áfram í frumraun sinni á stærsta sviðinu en Sports Illustrated spáir Argentínu og Króatíu upp úr riðlinum. Blaðamaður Sports Illustrated er hinsvegar á því að D-riðill Íslendinga sé einn sá allra sterkasti í keppninni og að öll fjögur liðin eigi þannig raunhæfa möguleika á því að komast áfram. Það sé ekki þannig í nærri því öllum riðlum keppninnar í ár. Aðalhluti umfjallarinnar snýst um Argentínu og að hvort Lionel Messi og félögum takist loksins að komast alla leið upp á topp. Argentínska liðið tapaði í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum, liðið hefur líka tapað úrslitaleikjum í Suðurameríkukeppninni og Messi er því enn að bíða eftir fyrsta titlinum með Argentínu. Margir bíða spenntir eftir því hvort Messi takist að leika eftir afrek Diego Maradona og fá heimsbikarinn í hendurnar.It doesn't get more deadly at the World Cup than Group D So which two will emerge from the balanced quartet? And is there reason for Messi & Co. to be worried? (by @Citizen_Kay)https://t.co/KgRHqEuNEr — Sports Illustrated (@SInow) June 7, 2018 Jóhann Berg Guðmundsson er sá leikmaður íslenska liðsins sem blaðið ráðleggur lesendum sínum að fylgjst vel með. Jóhann Berg átti mjög gott tímabil með Burnley í ensku úrvalsdeildinni og mætir inn á HM fullur sjálfstrausts. Blaðamaður Sports Illustrated hugleiðir líka um fyrsta leik argentínska landsliðsins á móti Íslandi en árangur íslenska liðsins er að hans mati ein besta fréttin í íþróttaheiminum í dag. Árangur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi var frábær og stórmerkilegur enda sló Ísland út England og komst alla leið í átta liða úrslit á sínum fyrsta stórmóti. „Íslendingarnir voru hinsvegar verðlaunaðir með því að lenda í því á þessu HM, að vera eins nálægt og hægt er að spila í dauðariðlinum,“ segir í greininni. Dómur Sports Illustrated um D-riðilinn er hinsvegar köld vatnsgusa framan í Íslendinga. „Við skulum ekki ofhugsa þetta. Argentína og Króatíu eru með tvö bestu liðin í riðlinum og þau fara áfram. Nígería kemst nálægt þessu en liðið mun ekki ná í öll þrjú stigin á móti skipulögðu og öguðu íslensku liði. Íslendingar komast ekki áfram og verða bara að vonast eftir því að dragast á móti Englendingum næst,“ segir í niðurlagi greinar Sports Illustrated um riðil Íslands á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira