„Íslendingar verða bara að vonast til að dragast á móti Englandi næst“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2018 17:00 Íslensku strákarnir fagna sigri á Englendingum á EM 2016. Vísir/Getty Íslenska landsliðið mun sitja eftir í sínum riðli á HM í fótbolta í Rússlandi ef marka má opinbera spá bandaríska blaðsins Sports Illustrated. Það þarf svo sem ekki að koma mikið á óvart að íslenska landsliðinu sé ekki spáð áfram í frumraun sinni á stærsta sviðinu en Sports Illustrated spáir Argentínu og Króatíu upp úr riðlinum. Blaðamaður Sports Illustrated er hinsvegar á því að D-riðill Íslendinga sé einn sá allra sterkasti í keppninni og að öll fjögur liðin eigi þannig raunhæfa möguleika á því að komast áfram. Það sé ekki þannig í nærri því öllum riðlum keppninnar í ár. Aðalhluti umfjallarinnar snýst um Argentínu og að hvort Lionel Messi og félögum takist loksins að komast alla leið upp á topp. Argentínska liðið tapaði í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum, liðið hefur líka tapað úrslitaleikjum í Suðurameríkukeppninni og Messi er því enn að bíða eftir fyrsta titlinum með Argentínu. Margir bíða spenntir eftir því hvort Messi takist að leika eftir afrek Diego Maradona og fá heimsbikarinn í hendurnar.It doesn't get more deadly at the World Cup than Group D So which two will emerge from the balanced quartet? And is there reason for Messi & Co. to be worried? (by @Citizen_Kay)https://t.co/KgRHqEuNEr — Sports Illustrated (@SInow) June 7, 2018 Jóhann Berg Guðmundsson er sá leikmaður íslenska liðsins sem blaðið ráðleggur lesendum sínum að fylgjst vel með. Jóhann Berg átti mjög gott tímabil með Burnley í ensku úrvalsdeildinni og mætir inn á HM fullur sjálfstrausts. Blaðamaður Sports Illustrated hugleiðir líka um fyrsta leik argentínska landsliðsins á móti Íslandi en árangur íslenska liðsins er að hans mati ein besta fréttin í íþróttaheiminum í dag. Árangur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi var frábær og stórmerkilegur enda sló Ísland út England og komst alla leið í átta liða úrslit á sínum fyrsta stórmóti. „Íslendingarnir voru hinsvegar verðlaunaðir með því að lenda í því á þessu HM, að vera eins nálægt og hægt er að spila í dauðariðlinum,“ segir í greininni. Dómur Sports Illustrated um D-riðilinn er hinsvegar köld vatnsgusa framan í Íslendinga. „Við skulum ekki ofhugsa þetta. Argentína og Króatíu eru með tvö bestu liðin í riðlinum og þau fara áfram. Nígería kemst nálægt þessu en liðið mun ekki ná í öll þrjú stigin á móti skipulögðu og öguðu íslensku liði. Íslendingar komast ekki áfram og verða bara að vonast eftir því að dragast á móti Englendingum næst,“ segir í niðurlagi greinar Sports Illustrated um riðil Íslands á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Íslenska landsliðið mun sitja eftir í sínum riðli á HM í fótbolta í Rússlandi ef marka má opinbera spá bandaríska blaðsins Sports Illustrated. Það þarf svo sem ekki að koma mikið á óvart að íslenska landsliðinu sé ekki spáð áfram í frumraun sinni á stærsta sviðinu en Sports Illustrated spáir Argentínu og Króatíu upp úr riðlinum. Blaðamaður Sports Illustrated er hinsvegar á því að D-riðill Íslendinga sé einn sá allra sterkasti í keppninni og að öll fjögur liðin eigi þannig raunhæfa möguleika á því að komast áfram. Það sé ekki þannig í nærri því öllum riðlum keppninnar í ár. Aðalhluti umfjallarinnar snýst um Argentínu og að hvort Lionel Messi og félögum takist loksins að komast alla leið upp á topp. Argentínska liðið tapaði í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum, liðið hefur líka tapað úrslitaleikjum í Suðurameríkukeppninni og Messi er því enn að bíða eftir fyrsta titlinum með Argentínu. Margir bíða spenntir eftir því hvort Messi takist að leika eftir afrek Diego Maradona og fá heimsbikarinn í hendurnar.It doesn't get more deadly at the World Cup than Group D So which two will emerge from the balanced quartet? And is there reason for Messi & Co. to be worried? (by @Citizen_Kay)https://t.co/KgRHqEuNEr — Sports Illustrated (@SInow) June 7, 2018 Jóhann Berg Guðmundsson er sá leikmaður íslenska liðsins sem blaðið ráðleggur lesendum sínum að fylgjst vel með. Jóhann Berg átti mjög gott tímabil með Burnley í ensku úrvalsdeildinni og mætir inn á HM fullur sjálfstrausts. Blaðamaður Sports Illustrated hugleiðir líka um fyrsta leik argentínska landsliðsins á móti Íslandi en árangur íslenska liðsins er að hans mati ein besta fréttin í íþróttaheiminum í dag. Árangur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi var frábær og stórmerkilegur enda sló Ísland út England og komst alla leið í átta liða úrslit á sínum fyrsta stórmóti. „Íslendingarnir voru hinsvegar verðlaunaðir með því að lenda í því á þessu HM, að vera eins nálægt og hægt er að spila í dauðariðlinum,“ segir í greininni. Dómur Sports Illustrated um D-riðilinn er hinsvegar köld vatnsgusa framan í Íslendinga. „Við skulum ekki ofhugsa þetta. Argentína og Króatíu eru með tvö bestu liðin í riðlinum og þau fara áfram. Nígería kemst nálægt þessu en liðið mun ekki ná í öll þrjú stigin á móti skipulögðu og öguðu íslensku liði. Íslendingar komast ekki áfram og verða bara að vonast eftir því að dragast á móti Englendingum næst,“ segir í niðurlagi greinar Sports Illustrated um riðil Íslands á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn