Fáum við sama fjör og 2011? Bragi Þórðarson skrifar 8. júní 2018 23:15 Merceds á æfingunni í dag. vísir/getty Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Kanada um helgina. Keppnin á toppnum virðist ætla að vera á milli Mercedes og Ferrari í sumar en Red Bull hafa þó verið mjög hraðir. Á Montreal brautinni í Kanada skiptir vélaraflið mjög miklu máli, annað en t.d. í Mónakó þar sem hönnun vængjanna er aðalatriðið. Kanada kappaksturinn hefur verið mjög skemmtilegur síðastliðin ár og býður brautin upp á mikinn framúrakstur. Eins og sannaðist árið 2011 þegar að Jenson Button sigraði, þrátt fyrir að þurfa að fara fimm sinnum inn á þjónustusvæðið og verið í síðasta sæti í tvígang. Myndband frá þeim kappakstri má sjá neðst í fréttinni. Kappaksturinn í ár gæti orðið erfiður fyrir Mercedes, þar sem liðið er ekki komið með vélaruppfærslu eins og Ferrari og Red Bull. „Ef aðrir koma með nýjar vélar og uppfærslur verðum við ekki í stöðu til að berjast um sigur,” sagði Lewis Hamilton í vikunni.Vonandi fáum við sama fjör og 2011 en myndin er frá æfingunni í dag.vísir/gettySebastian Vettel hjá Ferrari er í öðru sæti á eftir Lewis í heimsmeistaramótinu. Vettel græddi þrjú stig á Bretann í Mónakó og er bilið á milli þeirra nú 14 stig. Ferrari er 22 stigum á eftir Mercedes og þarf því á því að halda að vélaruppfærslurnar skili árangri. Red Bull, rétt eins og Ferrari mætir til leiks með nýjar og uppfærðar vélar í Kanada. Uppfærslur Renault vélanna hjá Red Bull líta þó út fyrir að skila meiri árangri og var Max Verstappen hraðastur á fyrstu æfingum í Montreal. Verstappen hefur verið mjög hraður það sem af er ári en líka mjög mistækur. „Ef þið haldið áfram að spyrja mig um mistökin hjá mér mun ég skalla ykkur,” sagði Hollendingurinn á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Kappaksturinn byrjar kl. 17:40 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Formúla Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Kanada um helgina. Keppnin á toppnum virðist ætla að vera á milli Mercedes og Ferrari í sumar en Red Bull hafa þó verið mjög hraðir. Á Montreal brautinni í Kanada skiptir vélaraflið mjög miklu máli, annað en t.d. í Mónakó þar sem hönnun vængjanna er aðalatriðið. Kanada kappaksturinn hefur verið mjög skemmtilegur síðastliðin ár og býður brautin upp á mikinn framúrakstur. Eins og sannaðist árið 2011 þegar að Jenson Button sigraði, þrátt fyrir að þurfa að fara fimm sinnum inn á þjónustusvæðið og verið í síðasta sæti í tvígang. Myndband frá þeim kappakstri má sjá neðst í fréttinni. Kappaksturinn í ár gæti orðið erfiður fyrir Mercedes, þar sem liðið er ekki komið með vélaruppfærslu eins og Ferrari og Red Bull. „Ef aðrir koma með nýjar vélar og uppfærslur verðum við ekki í stöðu til að berjast um sigur,” sagði Lewis Hamilton í vikunni.Vonandi fáum við sama fjör og 2011 en myndin er frá æfingunni í dag.vísir/gettySebastian Vettel hjá Ferrari er í öðru sæti á eftir Lewis í heimsmeistaramótinu. Vettel græddi þrjú stig á Bretann í Mónakó og er bilið á milli þeirra nú 14 stig. Ferrari er 22 stigum á eftir Mercedes og þarf því á því að halda að vélaruppfærslurnar skili árangri. Red Bull, rétt eins og Ferrari mætir til leiks með nýjar og uppfærðar vélar í Kanada. Uppfærslur Renault vélanna hjá Red Bull líta þó út fyrir að skila meiri árangri og var Max Verstappen hraðastur á fyrstu æfingum í Montreal. Verstappen hefur verið mjög hraður það sem af er ári en líka mjög mistækur. „Ef þið haldið áfram að spyrja mig um mistökin hjá mér mun ég skalla ykkur,” sagði Hollendingurinn á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Kappaksturinn byrjar kl. 17:40 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Formúla Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira