Vonast til að blóðsýni úr tilvonandi mæðrum geti sagt til um meðgöngutíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2018 20:42 Mögulega verður hægt að segja til um meðgöngutíma kvenna með hjálp blóðsýna. Vísir/Getty Vísindamenn við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum kanna nú hvort lestur á blóðsýnum úr tilvonandi mæðrum geti verið skilvirk aðferð til að segja til um meðgöngutíma kvenna, og hvort börn muni fæðast fyrir eðlilegan fæðingartíma. Bráðabirgðaniðurstöður, sem birtar voru í vísindatímaritinu Science, benda til þess að sýnið veiti í 80% tilfella rétta niðurstöðu um hvort börn verði fyrirburar eða ekki, þegar um er að ræða mæður í áhættuhópi gagnvart ótímabærum fæðingum. Blóðsýnalestrinum, sem enn er á tilraunastigi, er ætlað að mæla virkni efðaefnisins RNA, sem kemur frá fóstri, fylgju og móður, og endar síðan í blóðkerfi móðurinnar. Rannsakendur byrjuðu á því að taka vikulega blóðsýni úr tilvonandi mæðrum og mældu því næst breytingar í virkni RNA í blóðinu á milli vikna, í því skyni að reyna að segja til um meðgöngutíma og áhættu á ótímabærri fæðingu. Samkvæmt rannsakendum bar lestur sýnanna árangur í 45% þegar kom að því að segja til um meðgöngutíma samanborið við 48% hlutfall segulómana. Rannsóknin náði til 38 kvenna.Í samtali við BBC segir Mira Moufarrej, ein vísindamannanna, að gríðarlega tækifæri felist í þessum sýnum. „Ef við getum notað blóð tilvonandi móður til þess að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari fyrir fólk sem ekki hefur aðgang að segulómunum, þá leiðir það vonandi til heilbrigðari barna og heilbrigðari meðgangna.“ Hún bætti þó við að sýnin væru enn á tilraunastigi, og að áhrif þeirra þyrfti að rannsaka til hlítar, á mun stærri skala. Prófessor Basky Thilaganathan, talsmaður Konunglega háskólans um fæðingar- og kvensjúkdómalækningar, segir vandkvæði vegna ótímabærra fæðinga stærstu orsök ungbarnadauða á Bretlandseyjum og hafi áhrif á 7-8% fæðinga þar í landi. „Þrátt fyrir það, þá var úrtak rannsóknarinnar lítið, og nákvæmni rannsóknarinnar sem spá átti fyrir um ótímabærar fæðingar var ekki mikil. Meiri rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar áður en hægt er að íhuga að notast við þær við almennar lækningar.“ Heilbrigðismál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Vísindamenn við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum kanna nú hvort lestur á blóðsýnum úr tilvonandi mæðrum geti verið skilvirk aðferð til að segja til um meðgöngutíma kvenna, og hvort börn muni fæðast fyrir eðlilegan fæðingartíma. Bráðabirgðaniðurstöður, sem birtar voru í vísindatímaritinu Science, benda til þess að sýnið veiti í 80% tilfella rétta niðurstöðu um hvort börn verði fyrirburar eða ekki, þegar um er að ræða mæður í áhættuhópi gagnvart ótímabærum fæðingum. Blóðsýnalestrinum, sem enn er á tilraunastigi, er ætlað að mæla virkni efðaefnisins RNA, sem kemur frá fóstri, fylgju og móður, og endar síðan í blóðkerfi móðurinnar. Rannsakendur byrjuðu á því að taka vikulega blóðsýni úr tilvonandi mæðrum og mældu því næst breytingar í virkni RNA í blóðinu á milli vikna, í því skyni að reyna að segja til um meðgöngutíma og áhættu á ótímabærri fæðingu. Samkvæmt rannsakendum bar lestur sýnanna árangur í 45% þegar kom að því að segja til um meðgöngutíma samanborið við 48% hlutfall segulómana. Rannsóknin náði til 38 kvenna.Í samtali við BBC segir Mira Moufarrej, ein vísindamannanna, að gríðarlega tækifæri felist í þessum sýnum. „Ef við getum notað blóð tilvonandi móður til þess að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari fyrir fólk sem ekki hefur aðgang að segulómunum, þá leiðir það vonandi til heilbrigðari barna og heilbrigðari meðgangna.“ Hún bætti þó við að sýnin væru enn á tilraunastigi, og að áhrif þeirra þyrfti að rannsaka til hlítar, á mun stærri skala. Prófessor Basky Thilaganathan, talsmaður Konunglega háskólans um fæðingar- og kvensjúkdómalækningar, segir vandkvæði vegna ótímabærra fæðinga stærstu orsök ungbarnadauða á Bretlandseyjum og hafi áhrif á 7-8% fæðinga þar í landi. „Þrátt fyrir það, þá var úrtak rannsóknarinnar lítið, og nákvæmni rannsóknarinnar sem spá átti fyrir um ótímabærar fæðingar var ekki mikil. Meiri rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar áður en hægt er að íhuga að notast við þær við almennar lækningar.“
Heilbrigðismál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira