Vonast til að blóðsýni úr tilvonandi mæðrum geti sagt til um meðgöngutíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2018 20:42 Mögulega verður hægt að segja til um meðgöngutíma kvenna með hjálp blóðsýna. Vísir/Getty Vísindamenn við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum kanna nú hvort lestur á blóðsýnum úr tilvonandi mæðrum geti verið skilvirk aðferð til að segja til um meðgöngutíma kvenna, og hvort börn muni fæðast fyrir eðlilegan fæðingartíma. Bráðabirgðaniðurstöður, sem birtar voru í vísindatímaritinu Science, benda til þess að sýnið veiti í 80% tilfella rétta niðurstöðu um hvort börn verði fyrirburar eða ekki, þegar um er að ræða mæður í áhættuhópi gagnvart ótímabærum fæðingum. Blóðsýnalestrinum, sem enn er á tilraunastigi, er ætlað að mæla virkni efðaefnisins RNA, sem kemur frá fóstri, fylgju og móður, og endar síðan í blóðkerfi móðurinnar. Rannsakendur byrjuðu á því að taka vikulega blóðsýni úr tilvonandi mæðrum og mældu því næst breytingar í virkni RNA í blóðinu á milli vikna, í því skyni að reyna að segja til um meðgöngutíma og áhættu á ótímabærri fæðingu. Samkvæmt rannsakendum bar lestur sýnanna árangur í 45% þegar kom að því að segja til um meðgöngutíma samanborið við 48% hlutfall segulómana. Rannsóknin náði til 38 kvenna.Í samtali við BBC segir Mira Moufarrej, ein vísindamannanna, að gríðarlega tækifæri felist í þessum sýnum. „Ef við getum notað blóð tilvonandi móður til þess að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari fyrir fólk sem ekki hefur aðgang að segulómunum, þá leiðir það vonandi til heilbrigðari barna og heilbrigðari meðgangna.“ Hún bætti þó við að sýnin væru enn á tilraunastigi, og að áhrif þeirra þyrfti að rannsaka til hlítar, á mun stærri skala. Prófessor Basky Thilaganathan, talsmaður Konunglega háskólans um fæðingar- og kvensjúkdómalækningar, segir vandkvæði vegna ótímabærra fæðinga stærstu orsök ungbarnadauða á Bretlandseyjum og hafi áhrif á 7-8% fæðinga þar í landi. „Þrátt fyrir það, þá var úrtak rannsóknarinnar lítið, og nákvæmni rannsóknarinnar sem spá átti fyrir um ótímabærar fæðingar var ekki mikil. Meiri rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar áður en hægt er að íhuga að notast við þær við almennar lækningar.“ Heilbrigðismál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Vísindamenn við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum kanna nú hvort lestur á blóðsýnum úr tilvonandi mæðrum geti verið skilvirk aðferð til að segja til um meðgöngutíma kvenna, og hvort börn muni fæðast fyrir eðlilegan fæðingartíma. Bráðabirgðaniðurstöður, sem birtar voru í vísindatímaritinu Science, benda til þess að sýnið veiti í 80% tilfella rétta niðurstöðu um hvort börn verði fyrirburar eða ekki, þegar um er að ræða mæður í áhættuhópi gagnvart ótímabærum fæðingum. Blóðsýnalestrinum, sem enn er á tilraunastigi, er ætlað að mæla virkni efðaefnisins RNA, sem kemur frá fóstri, fylgju og móður, og endar síðan í blóðkerfi móðurinnar. Rannsakendur byrjuðu á því að taka vikulega blóðsýni úr tilvonandi mæðrum og mældu því næst breytingar í virkni RNA í blóðinu á milli vikna, í því skyni að reyna að segja til um meðgöngutíma og áhættu á ótímabærri fæðingu. Samkvæmt rannsakendum bar lestur sýnanna árangur í 45% þegar kom að því að segja til um meðgöngutíma samanborið við 48% hlutfall segulómana. Rannsóknin náði til 38 kvenna.Í samtali við BBC segir Mira Moufarrej, ein vísindamannanna, að gríðarlega tækifæri felist í þessum sýnum. „Ef við getum notað blóð tilvonandi móður til þess að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari fyrir fólk sem ekki hefur aðgang að segulómunum, þá leiðir það vonandi til heilbrigðari barna og heilbrigðari meðgangna.“ Hún bætti þó við að sýnin væru enn á tilraunastigi, og að áhrif þeirra þyrfti að rannsaka til hlítar, á mun stærri skala. Prófessor Basky Thilaganathan, talsmaður Konunglega háskólans um fæðingar- og kvensjúkdómalækningar, segir vandkvæði vegna ótímabærra fæðinga stærstu orsök ungbarnadauða á Bretlandseyjum og hafi áhrif á 7-8% fæðinga þar í landi. „Þrátt fyrir það, þá var úrtak rannsóknarinnar lítið, og nákvæmni rannsóknarinnar sem spá átti fyrir um ótímabærar fæðingar var ekki mikil. Meiri rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar áður en hægt er að íhuga að notast við þær við almennar lækningar.“
Heilbrigðismál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira