Eyðileggja skjöl um Gúlagið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2018 09:30 Samkvæmt Medusa munu þessar aðgerðir hafa hrikalegar afleiðingar fyrir störf sagnfræðinga sem rannsaka hvað fram fór í Gúlaginu, umfang þess og afdrif fanga. Vísir/Getty Yfirvöld í Rússlandi fyrirskipuðu árið 2014 að eyðileggja skyldi skjöl sem tengdust sovéska Gúlaginu. Þetta kemur fram í bréfi sem Róman Rómanov, framkvæmdastjóri Gúlagsafnsins í Moskvu, sendi Vladímír Pútín forseta og Míkhaíl Fedotov, formanni mannréttindaráðs Rússlands. Lettnesk-rússneski miðillinn Medusa fjallaði um málið í gær og sagði að Sovétríkin hefðu geymt skjöl um skráningu fanga sem létu lífið í Gúlaginu en skjölunum hafi verið fargað ef fangar lifðu vistina af. Þeir fangar sem lifðu vistina af fengu svo sérstakt skírteini um vistina og meðal annars þau skírteini eru rússnesk yfirvöld nú sögð eyðileggja. Samkvæmt Medusa munu þessar aðgerðir hafa hrikalegar afleiðingar fyrir störf sagnfræðinga sem rannsaka hvað fram fór í Gúlaginu, umfang þess og afdrif fanga. Þá verði erfiðara fyrir Rússa að komast að því hvað varð um ættingja sína sem sendir voru í Gúlagið. Alexander Makejev, sem sér um skjalsafn Gúlagsafnsins, sagði við Interfax í gær að hann hefði uppgötvað hina leynilegu skipun og komst einnig að því að nú þegar hefði slíkum skjölum verið eytt í Magadan-héraði, þar sem einar stærstu fangabúðir Sovétríkjanna voru. Fedotov sagði í viðtali við Kommersant að hann myndi rannsaka málið sérstaklega. „Þetta er grundvallaratriði. Við erum að tala um sögufölsun. Þegar skjölin eru til staðar er nær ómögulegt að falsa þau en þegar engin skjöl eru til staðar er hægt að segja hvað sem maður vill,“ sagði Fedotov. Vladímír Sjírínovskí, formaður þjóðernishyggjuflokksins Frjálslyndra demókrata, gagnrýndi aðgerðirnar í gær og sagði að upplýsingar sem þessar ætti að opinbera, þeim ætti ekki að eyða. Rússar ættu að vita sannleikann um fortíð ríkisins. – þea Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi fyrirskipuðu árið 2014 að eyðileggja skyldi skjöl sem tengdust sovéska Gúlaginu. Þetta kemur fram í bréfi sem Róman Rómanov, framkvæmdastjóri Gúlagsafnsins í Moskvu, sendi Vladímír Pútín forseta og Míkhaíl Fedotov, formanni mannréttindaráðs Rússlands. Lettnesk-rússneski miðillinn Medusa fjallaði um málið í gær og sagði að Sovétríkin hefðu geymt skjöl um skráningu fanga sem létu lífið í Gúlaginu en skjölunum hafi verið fargað ef fangar lifðu vistina af. Þeir fangar sem lifðu vistina af fengu svo sérstakt skírteini um vistina og meðal annars þau skírteini eru rússnesk yfirvöld nú sögð eyðileggja. Samkvæmt Medusa munu þessar aðgerðir hafa hrikalegar afleiðingar fyrir störf sagnfræðinga sem rannsaka hvað fram fór í Gúlaginu, umfang þess og afdrif fanga. Þá verði erfiðara fyrir Rússa að komast að því hvað varð um ættingja sína sem sendir voru í Gúlagið. Alexander Makejev, sem sér um skjalsafn Gúlagsafnsins, sagði við Interfax í gær að hann hefði uppgötvað hina leynilegu skipun og komst einnig að því að nú þegar hefði slíkum skjölum verið eytt í Magadan-héraði, þar sem einar stærstu fangabúðir Sovétríkjanna voru. Fedotov sagði í viðtali við Kommersant að hann myndi rannsaka málið sérstaklega. „Þetta er grundvallaratriði. Við erum að tala um sögufölsun. Þegar skjölin eru til staðar er nær ómögulegt að falsa þau en þegar engin skjöl eru til staðar er hægt að segja hvað sem maður vill,“ sagði Fedotov. Vladímír Sjírínovskí, formaður þjóðernishyggjuflokksins Frjálslyndra demókrata, gagnrýndi aðgerðirnar í gær og sagði að upplýsingar sem þessar ætti að opinbera, þeim ætti ekki að eyða. Rússar ættu að vita sannleikann um fortíð ríkisins. – þea
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira