Fjögur gull í Liechtenstein og tveggja áratuga gamalt Íslandsmet slegið Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júní 2018 17:41 Kolbeinn Höður nældi í tvö gull. vísir/daníel Íslenska frjálsíþróttafólkið okkar nældi sér í fjögur gull á Smáþjóðameistaramótinu í frjálsum íþróttum en keppt var í Liechtenstein í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson nældi ser í gull í 200 metra hlaupi en hann kom fyrstur í mark á 20,98 sekúndum. Hann var þrettán sekúndubrotum á ndan Paisios Dimitradis frá Kýpur. Ívar Kristinn Jasonarson nældi sér einnig í gull en það var í 400 metra hlaupi. Hann hljóp á 47,76 sekúndum. Næstur kom Vincent Karger frá Lúxemborg á 48,01. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til silfurverðlauna í 200 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark á 23,61 sekúndu. Guðbjörg vann ekki bara silfur heldur bætti hún einnig 21 árs gamalt Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur. Guðrún hljóp á 23,81 í Óðinsvé sumarið 1997 en nú bætir Guðbjörg Jóna metið. Guðbjörg er sautján ára gömul og tími hennar er sá besti í Evrópu, í átján ára og yngri, á þessu ári. Magnaður árangur. Guðni Valur Guðnason kastaði lengst í kringlukasti en hann kastaði 60,25 metra. Hann kastaði nokkur lengra en næsti maður, Rafail Antoniou, sem kastaði 58,99 metra. Íslenska sveitin í boðhlaupi kom fyrst í mark en í íslenska hópnum hlupu þeir Kristinn Torfason, Ari Bragi, Kolbeinn Höður og Ívar Kristinn. Þeir komu í mark á 1:52,71 sekúndum en í öðru sæti var Moldóva á 1:53,63. Í 100 metra spretthlaupi kom Kolbeinn Höður sá þriðji í mark en hann hljóp á 10,79 sekúndum. Haldhafi Íslandsmetins, Ari Bragi Kárason, lenti í fimmta sætinu á 10,94 sekúndum. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir nældi sér í brons í hástökkvi kvenna. Hún stökk hæst 1,73 og var jöfn Despoina Charalambous frá Kýpur sem stökk jafn hátt. Thelma Lind Kristjánsdóttir nældi sér í silfur í kringlukasti er hún kastaði 52,80 metra. Gullið tók Dimitriana Surdu sem kastaði 53,13. Þórdís Eva Steinsdóttir, hlaupari úr FH, fékk brons í 400 metra hlaupi. Hún kom í mark á 56,49 sekúndum en gullið tók Kalliopi Kountouri frá Kýpur á 54,64 sekúndum. Íslenska sveitin í boðhlaupi kvenna nældi sér í silfur. Tíana Ósk, Þórdís Eva, Hrafnhild Hermóðsdóttir og Guðbjörg Bjarnadóttir hlupu fyrir Íslands hönd. Þær komu í mark á 2:11,36 en fremstar voru stelpurnar frá Kýpur. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Íslenska frjálsíþróttafólkið okkar nældi sér í fjögur gull á Smáþjóðameistaramótinu í frjálsum íþróttum en keppt var í Liechtenstein í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson nældi ser í gull í 200 metra hlaupi en hann kom fyrstur í mark á 20,98 sekúndum. Hann var þrettán sekúndubrotum á ndan Paisios Dimitradis frá Kýpur. Ívar Kristinn Jasonarson nældi sér einnig í gull en það var í 400 metra hlaupi. Hann hljóp á 47,76 sekúndum. Næstur kom Vincent Karger frá Lúxemborg á 48,01. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til silfurverðlauna í 200 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark á 23,61 sekúndu. Guðbjörg vann ekki bara silfur heldur bætti hún einnig 21 árs gamalt Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur. Guðrún hljóp á 23,81 í Óðinsvé sumarið 1997 en nú bætir Guðbjörg Jóna metið. Guðbjörg er sautján ára gömul og tími hennar er sá besti í Evrópu, í átján ára og yngri, á þessu ári. Magnaður árangur. Guðni Valur Guðnason kastaði lengst í kringlukasti en hann kastaði 60,25 metra. Hann kastaði nokkur lengra en næsti maður, Rafail Antoniou, sem kastaði 58,99 metra. Íslenska sveitin í boðhlaupi kom fyrst í mark en í íslenska hópnum hlupu þeir Kristinn Torfason, Ari Bragi, Kolbeinn Höður og Ívar Kristinn. Þeir komu í mark á 1:52,71 sekúndum en í öðru sæti var Moldóva á 1:53,63. Í 100 metra spretthlaupi kom Kolbeinn Höður sá þriðji í mark en hann hljóp á 10,79 sekúndum. Haldhafi Íslandsmetins, Ari Bragi Kárason, lenti í fimmta sætinu á 10,94 sekúndum. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir nældi sér í brons í hástökkvi kvenna. Hún stökk hæst 1,73 og var jöfn Despoina Charalambous frá Kýpur sem stökk jafn hátt. Thelma Lind Kristjánsdóttir nældi sér í silfur í kringlukasti er hún kastaði 52,80 metra. Gullið tók Dimitriana Surdu sem kastaði 53,13. Þórdís Eva Steinsdóttir, hlaupari úr FH, fékk brons í 400 metra hlaupi. Hún kom í mark á 56,49 sekúndum en gullið tók Kalliopi Kountouri frá Kýpur á 54,64 sekúndum. Íslenska sveitin í boðhlaupi kvenna nældi sér í silfur. Tíana Ósk, Þórdís Eva, Hrafnhild Hermóðsdóttir og Guðbjörg Bjarnadóttir hlupu fyrir Íslands hönd. Þær komu í mark á 2:11,36 en fremstar voru stelpurnar frá Kýpur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira