Meiðsli Hannesar Þórs ekki alvarleg Hjörvar Ólafsson skrifar 22. maí 2018 08:30 Hannes Þór Halldórsson. vísir/getty Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, var tekinn af velli í hálfleik vegna meiðsla þegar lið hans, Randers, tryggði sæti sitt í efstu deild með sigri gegn Lyngby í umspili um það að forðast fall úr dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hugsa fyrst og fremst um þátttöku lykilleikmanna okkar á HM í sumar þessa dagana og hvarflaði hugur þeirra strax að því að þeir gætu tekið þátt á mótinu í sumar þegar fregnir bárust af meiðslunum. Hannesi Þór var bæði efst í huga að hafa bjargað sér frá falli og að meiðslin væru ekki alvarleg þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Ég fann fyrir eymslum í nára þegar svona 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Þetta var svo komið á það stig að ég átti erfitt með að sparka almennilega í boltann. Mig langaði að klára leikinn, en um leið hafði ég þá tilfinningu að ég gæti gert illt verra með því að sparka af alefli í boltann,“ segir Hannes Þór. „Ég lét þjálfarann vita hvernig staðan var í hálfleik og það var hans ákvörðun að taka mig út af. Ég met það þannig að þetta sé væg fyrsta stigs tognun í nára sem hefði getað orðið verri. Þjálfarinn mat það svo að það væri betra að skipta mér út af og það var líklega skynsamleg ákvörðun,“ segir Hannes Þór um meiðslin sem hann fann fyrir. „Það er ofboðslega góð tilfinning að hafa náð að bjarga okkur frá falli eftir kaflaskipt tímabil. Þessi tilfinning er ekkert ósvipuð því að fagna titli. Við byrjuðum tímabilið mjög illa og það leit allt út fyrir að við myndum falla. Eftir að deildinni var skipt í efri og neðri hluta þá höfum við hins vegar spilað vel og tryggðum okkur sætið með sigrinum í gær,“ segir Hannes um tímabilið hjá Randers. „Ég held að þetta séu þannig meiðsli að ég muni ekki verða lengi frá. Ég þekki líkama minn nokkuð vel og met það þannig að meiðslin séu lítils háttar. Ég ætla að fagna sætinu í kvöld með liðsfélögunum. Svo tekur við bara stutt frí og svo fer maður á fullt að huga að næstu verkefnum með landsliðinu og einbeitingin fer fullt á HM-undirbúninginn,“ segir Hannes Þór um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hannes fór meiddur af velli Ekki er vitað um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. 21. maí 2018 14:00 Hannes: Ég hef litlar áhyggjur af þessu Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir þátttöku sína á HM ekki vera í hættu. 21. maí 2018 16:45 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, var tekinn af velli í hálfleik vegna meiðsla þegar lið hans, Randers, tryggði sæti sitt í efstu deild með sigri gegn Lyngby í umspili um það að forðast fall úr dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hugsa fyrst og fremst um þátttöku lykilleikmanna okkar á HM í sumar þessa dagana og hvarflaði hugur þeirra strax að því að þeir gætu tekið þátt á mótinu í sumar þegar fregnir bárust af meiðslunum. Hannesi Þór var bæði efst í huga að hafa bjargað sér frá falli og að meiðslin væru ekki alvarleg þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Ég fann fyrir eymslum í nára þegar svona 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Þetta var svo komið á það stig að ég átti erfitt með að sparka almennilega í boltann. Mig langaði að klára leikinn, en um leið hafði ég þá tilfinningu að ég gæti gert illt verra með því að sparka af alefli í boltann,“ segir Hannes Þór. „Ég lét þjálfarann vita hvernig staðan var í hálfleik og það var hans ákvörðun að taka mig út af. Ég met það þannig að þetta sé væg fyrsta stigs tognun í nára sem hefði getað orðið verri. Þjálfarinn mat það svo að það væri betra að skipta mér út af og það var líklega skynsamleg ákvörðun,“ segir Hannes Þór um meiðslin sem hann fann fyrir. „Það er ofboðslega góð tilfinning að hafa náð að bjarga okkur frá falli eftir kaflaskipt tímabil. Þessi tilfinning er ekkert ósvipuð því að fagna titli. Við byrjuðum tímabilið mjög illa og það leit allt út fyrir að við myndum falla. Eftir að deildinni var skipt í efri og neðri hluta þá höfum við hins vegar spilað vel og tryggðum okkur sætið með sigrinum í gær,“ segir Hannes um tímabilið hjá Randers. „Ég held að þetta séu þannig meiðsli að ég muni ekki verða lengi frá. Ég þekki líkama minn nokkuð vel og met það þannig að meiðslin séu lítils háttar. Ég ætla að fagna sætinu í kvöld með liðsfélögunum. Svo tekur við bara stutt frí og svo fer maður á fullt að huga að næstu verkefnum með landsliðinu og einbeitingin fer fullt á HM-undirbúninginn,“ segir Hannes Þór um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hannes fór meiddur af velli Ekki er vitað um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. 21. maí 2018 14:00 Hannes: Ég hef litlar áhyggjur af þessu Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir þátttöku sína á HM ekki vera í hættu. 21. maí 2018 16:45 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Hannes: Ég hef litlar áhyggjur af þessu Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir þátttöku sína á HM ekki vera í hættu. 21. maí 2018 16:45