Gjaldskrárhækkanir mæti kostnaði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2018 20:15 Viðreisn hyggst lækka skatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík og leggja 120 milljónir króna í atvinnuþróun í hverfum á næstu þremur árum. Þetta á meðal annars að fjármagna með sölu á malbikunarstöðinni Höfða og gjaldskrárhækkunum. Viðreisn kynnti á blaðamannafundi í Breiðholtinu í dag fullmótaðar tillögur sem flokkurinn hyggst leggja fram í borgarstjórn ásamt breytingum á fjárhagsáætlun næsta kjörtímabils. Yfirskrift fundarins var inn með úthverfin. „Við höfum verið sammála þéttingu byggðar en okkur finnst þessi ofuráhersla á úthverfin vera of mikil. Þannig við viljum þétta miklu betur hverfin. Í dag ef þú horfir á Reykjavík er þetta eins og bútasaumsteppi sem hefur ekki verið klárað," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Ein tillaga flokksins er að leggja þrjátíu milljónir króna árlega á næstu þremur árum í atvinnuuppbyggingu í hverfum. „Við erum hérna í kjarna, gömlum þjónustkjarna. Það eru mýmargir svona kjarnar um alla borg sem þurfa svolítið að endurfæðast og við viljum gjarnan að þeir geri það með tilliti til atvinnulífs, nýsköpunar og þjónustu," segir Þórdís.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Samhliða þessu vill Viðreisn fækka skrefum við veitingu byggingarleyfa og lækka fasteignagjöld vegna atvinnuhúsnæðis. Kostnaðurinn við það á að nema um 440 milljónum króna á næsta kjörtímabili. „Þau eru nú í lögbundnu hámarki og við leggjum til að þau lækki í 1,60 prósentustig á seinni hluta kjörtímabilsins," segir Pawel Bartoszek, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Flokkurinn gerir ráð fyrir rekstrarafgangi með tekjuöflunarleiðum á borð við sölu á malbikunarstöðinni Höfða en samkvæmt útreikningum Viðreisnar myndi það skila borginni 1,2 milljörðum króna. Þá stendur til að sameina ráð á vegum borgarinnar og hækka gjaldskrár. „Við erum þar að horfa til bílastæðamála. Við erum með tillögur um að stækka gjaldskyld svæði og lengja gjaldskyldutímann," segir Pawel. „Þegar menn fóru í þær aðgerðir að lækka gjöld, hvort sem það var hjá leikskólum eða annars staðar skilaði það sér ekki endilega í betri þjónustu. Ég held að Reykjavíkingar kalli frekar eftir betri þjónustu en að hún verði ókeypis," segir Pawel. Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Viðreisn hyggst lækka skatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík og leggja 120 milljónir króna í atvinnuþróun í hverfum á næstu þremur árum. Þetta á meðal annars að fjármagna með sölu á malbikunarstöðinni Höfða og gjaldskrárhækkunum. Viðreisn kynnti á blaðamannafundi í Breiðholtinu í dag fullmótaðar tillögur sem flokkurinn hyggst leggja fram í borgarstjórn ásamt breytingum á fjárhagsáætlun næsta kjörtímabils. Yfirskrift fundarins var inn með úthverfin. „Við höfum verið sammála þéttingu byggðar en okkur finnst þessi ofuráhersla á úthverfin vera of mikil. Þannig við viljum þétta miklu betur hverfin. Í dag ef þú horfir á Reykjavík er þetta eins og bútasaumsteppi sem hefur ekki verið klárað," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Ein tillaga flokksins er að leggja þrjátíu milljónir króna árlega á næstu þremur árum í atvinnuuppbyggingu í hverfum. „Við erum hérna í kjarna, gömlum þjónustkjarna. Það eru mýmargir svona kjarnar um alla borg sem þurfa svolítið að endurfæðast og við viljum gjarnan að þeir geri það með tilliti til atvinnulífs, nýsköpunar og þjónustu," segir Þórdís.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Samhliða þessu vill Viðreisn fækka skrefum við veitingu byggingarleyfa og lækka fasteignagjöld vegna atvinnuhúsnæðis. Kostnaðurinn við það á að nema um 440 milljónum króna á næsta kjörtímabili. „Þau eru nú í lögbundnu hámarki og við leggjum til að þau lækki í 1,60 prósentustig á seinni hluta kjörtímabilsins," segir Pawel Bartoszek, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Flokkurinn gerir ráð fyrir rekstrarafgangi með tekjuöflunarleiðum á borð við sölu á malbikunarstöðinni Höfða en samkvæmt útreikningum Viðreisnar myndi það skila borginni 1,2 milljörðum króna. Þá stendur til að sameina ráð á vegum borgarinnar og hækka gjaldskrár. „Við erum þar að horfa til bílastæðamála. Við erum með tillögur um að stækka gjaldskyld svæði og lengja gjaldskyldutímann," segir Pawel. „Þegar menn fóru í þær aðgerðir að lækka gjöld, hvort sem það var hjá leikskólum eða annars staðar skilaði það sér ekki endilega í betri þjónustu. Ég held að Reykjavíkingar kalli frekar eftir betri þjónustu en að hún verði ókeypis," segir Pawel.
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira